Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2025 08:01 Stephen Bunting með syni sínum Tobias eftir sigur á móti á síðasta ári. Getty/Rob Newell Sephen Bunting tryggði sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í gær og mætir Luke Littler í undanúrslitum í kvöld. Það eru þó kannski ekki allir á heimilinu jafnánægðir með sigurinn. Bunting vann 5-2 sigur á Peter Wright í átta manna úrslitunum eftir að hafa komist 4-0 yfir í leiknum. Eftir leikinn sagði Bunting frá athyglisverðri staðreynd um son sinn. „Ég var mjög stressaður í bakherberginu, var eiginlega alveg á brúninni. Peter Wright er mjög vinsæll og líka mjög góður vinur minn. Hann er líka uppáhaldsspilari sonar míns þannig að ég finn til með syni mínum núna,“ sagði Sephen Bunting. Tobias sonur hans er tólf ára gamall og hefur mjög gaman að pílukasti eins og faðir sinn. „Ég er samt svo ánægður að hafa komist yfir þennan þröskuld. Áhorfendur voru ótrúlegir í fyrstu fjórum settunum en þú verður að gera enn betur,“ sagði Bunting en Wright kom sér aftur inn í leikinn með því að vinna tvö sett í röð. „Ég vissi að ég var mjög stjórnina á leikum en Peter var að koma til baka. Ég hugsaði með mér að bregðast ekki sjálfum mér og ná aftur upp einbeitingunni. Ég hef einbeitt mér að því í hverjum leik,“ sagði Bunting. „Ég vil líka gefa Luke [Humphries] hrós. Hann gaf sér tíma að æfa með mér. Við skipulögðum það fyrir þremur eða fjórum mánuðum síðan og það er að skila mér miklu,“ sagði Bunting. „Nú er stressið úr sögunni og ég get notið þess að klára mótið,“ sagði Bunting. Hann hefur einu sinni áður komist í undanúrslit en það var árið 2021 þegar hann datt síðan út á móti Gerwyn Price. Hann mætir Luke Littler í undanúrslitunum í kvöld en í hinum leiknum mætast Chris Dobey og Michael van Gerwen. Útsending á Vodafone Sport hefst klukkan 19.25. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Pílukast Tengdar fréttir Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Stephen Bunting er kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir nokkuð þægilegan sigur á Peter Wright. Þá vann Luke Little góðan sigur á Nathan Aspinall. 1. janúar 2025 22:30 Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. 1. janúar 2025 12:00 Vann nauman sigur með geitung í hárinu Callan Rydz má prísa sig sælan að vera kominn áfram í átta manna úrslitin á HM í pílukasti, eftir 4-3 sigur gegn Rob Owen í dag. Geitungur gerði sig heimakominn í hári Rydz í miðjum leik. 30. desember 2024 17:23 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Bunting vann 5-2 sigur á Peter Wright í átta manna úrslitunum eftir að hafa komist 4-0 yfir í leiknum. Eftir leikinn sagði Bunting frá athyglisverðri staðreynd um son sinn. „Ég var mjög stressaður í bakherberginu, var eiginlega alveg á brúninni. Peter Wright er mjög vinsæll og líka mjög góður vinur minn. Hann er líka uppáhaldsspilari sonar míns þannig að ég finn til með syni mínum núna,“ sagði Sephen Bunting. Tobias sonur hans er tólf ára gamall og hefur mjög gaman að pílukasti eins og faðir sinn. „Ég er samt svo ánægður að hafa komist yfir þennan þröskuld. Áhorfendur voru ótrúlegir í fyrstu fjórum settunum en þú verður að gera enn betur,“ sagði Bunting en Wright kom sér aftur inn í leikinn með því að vinna tvö sett í röð. „Ég vissi að ég var mjög stjórnina á leikum en Peter var að koma til baka. Ég hugsaði með mér að bregðast ekki sjálfum mér og ná aftur upp einbeitingunni. Ég hef einbeitt mér að því í hverjum leik,“ sagði Bunting. „Ég vil líka gefa Luke [Humphries] hrós. Hann gaf sér tíma að æfa með mér. Við skipulögðum það fyrir þremur eða fjórum mánuðum síðan og það er að skila mér miklu,“ sagði Bunting. „Nú er stressið úr sögunni og ég get notið þess að klára mótið,“ sagði Bunting. Hann hefur einu sinni áður komist í undanúrslit en það var árið 2021 þegar hann datt síðan út á móti Gerwyn Price. Hann mætir Luke Littler í undanúrslitunum í kvöld en í hinum leiknum mætast Chris Dobey og Michael van Gerwen. Útsending á Vodafone Sport hefst klukkan 19.25. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Pílukast Tengdar fréttir Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Stephen Bunting er kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir nokkuð þægilegan sigur á Peter Wright. Þá vann Luke Little góðan sigur á Nathan Aspinall. 1. janúar 2025 22:30 Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. 1. janúar 2025 12:00 Vann nauman sigur með geitung í hárinu Callan Rydz má prísa sig sælan að vera kominn áfram í átta manna úrslitin á HM í pílukasti, eftir 4-3 sigur gegn Rob Owen í dag. Geitungur gerði sig heimakominn í hári Rydz í miðjum leik. 30. desember 2024 17:23 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall Stephen Bunting er kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir nokkuð þægilegan sigur á Peter Wright. Þá vann Luke Little góðan sigur á Nathan Aspinall. 1. janúar 2025 22:30
Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. 1. janúar 2025 12:00
Vann nauman sigur með geitung í hárinu Callan Rydz má prísa sig sælan að vera kominn áfram í átta manna úrslitin á HM í pílukasti, eftir 4-3 sigur gegn Rob Owen í dag. Geitungur gerði sig heimakominn í hári Rydz í miðjum leik. 30. desember 2024 17:23