Lífið

Dans Lauf­eyjar kominn í Fortnite

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hér má sjá dans Laufeyjar Línar í tónlistarmyndbandinu við Bewitched sem nú er kominn í Fortnite.
Hér má sjá dans Laufeyjar Línar í tónlistarmyndbandinu við Bewitched sem nú er kominn í Fortnite. Youtube

Fortnite-spilurum gefst nú tækifæri til að kaupa dansspor Laufeyjar Línar og dansa eins og tónlistarkonan í tölvuleiknum.

Rúv greindi fyrst frá.

Fortnite er einn vinsælast tölvuleikur heims og eru skráðir spilarar leiksins rúmlega 650 milljónir og spila um 80 milljón manns leikinn mánaðarlega. Leikurinn kom fyrst út 2017 og hefur verið gríðarlega vinsæll síðan þá. 

Stór hluti af stöðugum vinsældum leiksins eru tíðar uppfærslar og viðbætur í formi ólíkra gerva sem leikmenn geta klætt sig í og dansspora sem þeir geta keypt. 

Laufey bætist nú við í hóp ýmissa heimsþekktra tónlistarmanna og leikara á borð við Snoop Sogg, Pharrell, Psy (sem gerði Gangnam Style) og Jim Carrey sem eiga dansspor í leiknum. Hún er þó ekki orðin svo fræg að Fortnite-spilarar geti brugðið sér í gervi hennar, líkt og þeir geta gert í tilfellum Harry Kane, LeBron James, Ariönu Grande og Dwayne Johnson.

Laufey deildi tilkynningu Fortnite á síðu sinni á X í gærnótt þegar tilkynnt var að hægt yrði að kaupa danspor hennar. Hér að ofan má sjá danssporið í tölvuleiknum en það birtist upprunalega í tónlistarmyndbandi við lagið From the Start sem er á plötunni Bewitched.

Lagið (og tónlistarmyndbandið) er hennar langvinsælasta verk og hafa rúmlega 575 milljónir hlustað á það á Spotify og rúmar 45 milljónir horft á myndbandið á Youtube. Hér má sjá það.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.