Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 16:15 Michael van Gerwen og Chris Dobey eru komnir í undanúrslit. Vísir/Getty Chris Dobey og Michael van Gerwen tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir sigra í æsispennandi viðureignum í Alexandra Palace. Í fyrstu viðureign dagsins mættust „Ísmaðurinn“ Gerwyn Price og Englendingurinn Chris Dobey. Price varð heimsmeistari árið 2021 en Dobey var að freista þess að komast í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn á sínum ferli. Í upphafi leiks leit út fyrir að Dobey þyrfti að bíða lengur eftir tækifærinu til að komast í undanúrslit. Price vann fyrstu tvo settin nokkuð örugglega en fimm sett þarf til að fara með sigur af hólmi í leiknum. Chris Dobey fagnaði innilega þegar sigurinn var í höfn enda kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.Vísir/Getty Dobey sneri hins vegar leiknum sér í vil á augabragði. Price gekk hörmulega að hitta í tvöföldu reitina til að klára leggina og Dobey gekk á lagið. Hann vann fjögur sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk gott tækifæri til að tryggja sér sigur í sjöunda settinu en klikkaði á fimm pílum í röð sem hefðu tryggt sigurinn. Price minnkaði muninn í 4-3 en í áttunda settinu náði Dobey að standast pressuna og tryggði sér 5-3 sigur í settum. Hæsti gæðaflokkur hjá Rydz og MVG Viðureign Callan Rydz og Michael van Gerwen sem fylgdi í kjölfarið var stórkostleg skemmtun. Leikurinn var jafn í upphafi og skiptust þeir Rydz og van Gerwen á að vinna leggi. Þegar staðan var 2-2 í settum skipti van Gerwen í næsta gír og sýndi takta sem hann hefur sýnt píluáhugamönnum áður. Hann raðaði inn stórum tölum og Rydz gat lítið að gert þrátt fyrir að vera að spila ágætlega sjálfur. Van Gerwen komst í 4-2 og var með leikinn í hendi sér. Þá vaknaði Rydz hins vegar á nýjan leik. Hann spilaði stórkostlega í sjöunda settinu og minnkaði muninn í 4-3. RYDZ NOT LYING DOWN!!This is real grit and determination from Rydz as he breaks Van Gerwen and now has the darts to stay in the match!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/GOgcwuyeDN— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í áttunda settinu byrjaði Rydz betur en van Gerwen svaraði og settið fór í oddalegg. Þar fékk Rydz tvær pílur til að tryggja sér oddasett en klikkaði og það nýtti van Gerwen sér. Hann kláraði með því að hitta í tvöfaldan sextán með síðustu pílunni og tryggja sér þar með sæti í undanúrslitum. VAN GERWEN WINS AN ALL-TIME CLASSIC AGAINST RYDZ!! 🤯Both averaging over 103, with 31x180s hit between them but Michael van Gerwen gets over the line to keep hopes of a fourth world title alive!Pushed all the way by a magnificent Callan Rydz 👏#WCDarts pic.twitter.com/3dEDRgImTi— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Alls náðu þeir Rydz og van Gerwen að skora 180 stig í þrjátíu og eitt skipti í leiknum og voru báðir með meðaltal yfir 100 stig. Pílukast Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira
Í fyrstu viðureign dagsins mættust „Ísmaðurinn“ Gerwyn Price og Englendingurinn Chris Dobey. Price varð heimsmeistari árið 2021 en Dobey var að freista þess að komast í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn á sínum ferli. Í upphafi leiks leit út fyrir að Dobey þyrfti að bíða lengur eftir tækifærinu til að komast í undanúrslit. Price vann fyrstu tvo settin nokkuð örugglega en fimm sett þarf til að fara með sigur af hólmi í leiknum. Chris Dobey fagnaði innilega þegar sigurinn var í höfn enda kominn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.Vísir/Getty Dobey sneri hins vegar leiknum sér í vil á augabragði. Price gekk hörmulega að hitta í tvöföldu reitina til að klára leggina og Dobey gekk á lagið. Hann vann fjögur sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk gott tækifæri til að tryggja sér sigur í sjöunda settinu en klikkaði á fimm pílum í röð sem hefðu tryggt sigurinn. Price minnkaði muninn í 4-3 en í áttunda settinu náði Dobey að standast pressuna og tryggði sér 5-3 sigur í settum. Hæsti gæðaflokkur hjá Rydz og MVG Viðureign Callan Rydz og Michael van Gerwen sem fylgdi í kjölfarið var stórkostleg skemmtun. Leikurinn var jafn í upphafi og skiptust þeir Rydz og van Gerwen á að vinna leggi. Þegar staðan var 2-2 í settum skipti van Gerwen í næsta gír og sýndi takta sem hann hefur sýnt píluáhugamönnum áður. Hann raðaði inn stórum tölum og Rydz gat lítið að gert þrátt fyrir að vera að spila ágætlega sjálfur. Van Gerwen komst í 4-2 og var með leikinn í hendi sér. Þá vaknaði Rydz hins vegar á nýjan leik. Hann spilaði stórkostlega í sjöunda settinu og minnkaði muninn í 4-3. RYDZ NOT LYING DOWN!!This is real grit and determination from Rydz as he breaks Van Gerwen and now has the darts to stay in the match!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/GOgcwuyeDN— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Í áttunda settinu byrjaði Rydz betur en van Gerwen svaraði og settið fór í oddalegg. Þar fékk Rydz tvær pílur til að tryggja sér oddasett en klikkaði og það nýtti van Gerwen sér. Hann kláraði með því að hitta í tvöfaldan sextán með síðustu pílunni og tryggja sér þar með sæti í undanúrslitum. VAN GERWEN WINS AN ALL-TIME CLASSIC AGAINST RYDZ!! 🤯Both averaging over 103, with 31x180s hit between them but Michael van Gerwen gets over the line to keep hopes of a fourth world title alive!Pushed all the way by a magnificent Callan Rydz 👏#WCDarts pic.twitter.com/3dEDRgImTi— PDC Darts (@OfficialPDC) January 1, 2025 Alls náðu þeir Rydz og van Gerwen að skora 180 stig í þrjátíu og eitt skipti í leiknum og voru báðir með meðaltal yfir 100 stig.
Pílukast Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira