Erlent

Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans

Atli Ísleifsson skrifar
Atvikið átti sér stað við Bourbon Street í New Orleans sem þekkt er fyrir líflegt næturlíf.
Atvikið átti sér stað við Bourbon Street í New Orleans sem þekkt er fyrir líflegt næturlíf. Earthcam

Tíu eru látnir og þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið inn í mannfjölda á Bourbon Street í bandarísku borginni New Orleans í morgun.

Frá þessu greinir staðarmiðillinn WGNO sem vísar til lögreglunnar.

Fram kemur að bílnum á að hafa verið ekið á fólk sem var saman komið til að fagna áramótunum á Bourbon Street í New Orleans þar sem er að finna fjölda vinsælla veitinga- og skemmtistaða. Atvikið átti sér stað á horni Bourbon Street og Canal Street um klukkan 3:15 að staðartíma, eða um 9:15 að íslenskum tíma.

Á myndum frá vettvangi má sjá fjölda fólks sem liggur á götunni, en samkvæmt sjónarvottum eiga einnig að hafa heyrst skothljóð á vettvangi.

WCNC, annar staðarmiðill, greinir einnig frá því að að minnsta kosti tíu séu látnir og 26 hafi slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×