Sport

Dag­skráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni

Sindri Sverrisson skrifar
Kjartan Atli Kjartansson og Guðmundur Benediktsson fá til sín góða gesti í Sportsíldinni.
Kjartan Atli Kjartansson og Guðmundur Benediktsson fá til sín góða gesti í Sportsíldinni. Stöð 2 Sport

Það verður líf og fjör á sportrásum Stöðvar 2 í dag, á gamlársdag, og árið kvatt með viðeigandi hætti.

Í hádeginu getur fólk fylgst með beinni útsendingu af Lokasókninni þar sem menn verða eflaust léttir í bragði í sérstakri áramótaútgáfu af þessum skemmtilega þætti um NFL-deildina.

Gummi Ben og Kjartan Atli taka svo á móti góðum gestum í Sportsíldinni á Stöð 2 Sport, þar sem farið verður yfir allt það helsta á íþróttaárinu sem nú er að ljúka.

Á Stöð 2 Sport verða einnig sýndir allir fjórir Íslandsmeistaraþættirnir sem sýndir hafa verið um jólin, um Íslandsmeistara karla og kvenna í fótbolta og körfubolta á þessu ári, auk þáttanna Kaninn og fleira góðs efnis.

Stöð 2 Sport

16.00 Sportsíldin 2024

Stöð 2 Sport 2

12.30 Lokasóknin (NFL)

Smellið til að sjá dagskrána í heild sinni og beinar útsendingar á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×