Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 15:42 Hjúkrunarfræðingar hafa nú einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum stéttarinnar á Íslandi, þeirra á meðal Landspítalann. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Til viðbótar við 3,25 til 3,5 prósenta launahækkun, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum hjúkrunarfræðinga við ríki og sveitarfélög, hækka laun hjúkrunarfræðinga í gegnum breytingar á launatöflu. Breytingarnar fela í sér samræmi við launatöflur margra stétta innan BHM. Þá hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritað stofnanasamninga við Landspítalann og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, tvo stærstu vinnuveitendur stéttarinnar á landinu. Samtöl eru einnig hafin við aðrar heilbrigðisstofnanir. Formaður Félags hjúkurnarfræðinga fagnar mjög þeim áfanga sem náðst hafi í kjaraviðræðunum, en í fyrsta sinn í rúman áratug hafi hjúkrunarfræðingar samþykkt miðlæga kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta, en launataflan sem nú er stuðst við er sú sama og í kjarasamningum BHM. „Það að vera loksins komin í sömu launatöflu, það eykur þá möguleikana á samanburði á virði starfa og milli starfa,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, forðmaður félagsins í samtali við Vísi. Upp um tvo launaflokka en engin framlög í vísindasjóð Nýr kjarasamningur FÍH við ríkið var samþykktur með með 85,63% atkvæða í lok nóvember og gildir afturvirkt frá 1. apríl á þessu ári til 31. mars 2028. Samningurinn kveður meðal annars á um 3,25% hækkun launa í ár og svo um 3,5% á ári út samningstímann. Þá eigi sér stað vörpun á launatöflu félagsins sem er í samræmi við launatöflur háskólamenntaðra stétta innan BHM. „Til að enginn lækki í launum við vörpun í nýja launatöflu skulu störf raðast 2 launaflokkum ofar en röðun segir til um í stofnanasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frá 1. nóvember 2024 mun framlag í vísindasjóð hjúkrunarfræðinga skv. grein 10.4 falla niður. Vörpunin er liður í samræmingu og með þeirri aðgerð telst viljayfirlýsing fjármála- og efnahagsráðherra, dagsett 13. júní 2024 gagnvart hjúkrunarfræðingum, um seinna áfangasamkomulag um jöfnun launa og kjara á milli markaða að fullu uppfyllt,“ segir um þetta efni í nýjum kjarasamningi við ríkið. Þetta felur í sér frekari hækkun umfram þá árlegu hlutfallshækkun launa sem kveðið er á um í nýgerðum samningum. „Það er auðvitað þegar breytt er um launatöflu þá getur það falið það í sér. En það er bara eins og öll BHM félögin sem núna eru þegar í þessari launatöflu fóru í gegnum, hvenær svo sem það hefur verið og í hvaða samningum, af því það verða breytingar á grunnstrúktúrnum að þá getur það haft eitthvað að segja,“ segir Guðbjörg. Hún tjáir sig ekki frekar um hve mikla raunhækkun launa hjúkrunarfræðinga er að ræða en segir ljóst að tekið hafi verið mikilvægt skref í átt að mögulegum samanburði hjúkrunarfræðinga við aðra háskólamenntaða sérfræðinga í sambærilegum störfum. Stofnanasamningar undirritaðir fyrir jól Kjarasamningar FÍH við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru tvískiptir, annars vegar miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur á borð við orlof, veikindi, vinnutíma og miðlægar launahækkanir, og hins vegar stofnanasamningar við einstaka stofnanir þar sem er að finna röðun starfa hjúkrunarfræðinga í launaflokka, mat á viðbótarmenntun, starfsreynslu og fleira. Nú hefur félagið einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum hjúkrunarfræðinga á Íslandi að sögn Guðbjargar. „Við gerðum það fyrir jól, þá endurnýjuðum við hann bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem er mjög stórt. Þannig að við erum búin að skrifa undir nýja stofnanasamninga nú þegar, bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og erum í samtölum við aðrar heilbrigðisstofnanir,“ segir Guðbjörg. „Samtalið er hafið við stofnanirnar að fullum krafti eins og við töluðum um eftir að hafa undirritað samning.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Formaður Félags hjúkurnarfræðinga fagnar mjög þeim áfanga sem náðst hafi í kjaraviðræðunum, en í fyrsta sinn í rúman áratug hafi hjúkrunarfræðingar samþykkt miðlæga kjarasamninga með yfirgnæfandi meirihluta, en launataflan sem nú er stuðst við er sú sama og í kjarasamningum BHM. „Það að vera loksins komin í sömu launatöflu, það eykur þá möguleikana á samanburði á virði starfa og milli starfa,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, forðmaður félagsins í samtali við Vísi. Upp um tvo launaflokka en engin framlög í vísindasjóð Nýr kjarasamningur FÍH við ríkið var samþykktur með með 85,63% atkvæða í lok nóvember og gildir afturvirkt frá 1. apríl á þessu ári til 31. mars 2028. Samningurinn kveður meðal annars á um 3,25% hækkun launa í ár og svo um 3,5% á ári út samningstímann. Þá eigi sér stað vörpun á launatöflu félagsins sem er í samræmi við launatöflur háskólamenntaðra stétta innan BHM. „Til að enginn lækki í launum við vörpun í nýja launatöflu skulu störf raðast 2 launaflokkum ofar en röðun segir til um í stofnanasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Frá 1. nóvember 2024 mun framlag í vísindasjóð hjúkrunarfræðinga skv. grein 10.4 falla niður. Vörpunin er liður í samræmingu og með þeirri aðgerð telst viljayfirlýsing fjármála- og efnahagsráðherra, dagsett 13. júní 2024 gagnvart hjúkrunarfræðingum, um seinna áfangasamkomulag um jöfnun launa og kjara á milli markaða að fullu uppfyllt,“ segir um þetta efni í nýjum kjarasamningi við ríkið. Þetta felur í sér frekari hækkun umfram þá árlegu hlutfallshækkun launa sem kveðið er á um í nýgerðum samningum. „Það er auðvitað þegar breytt er um launatöflu þá getur það falið það í sér. En það er bara eins og öll BHM félögin sem núna eru þegar í þessari launatöflu fóru í gegnum, hvenær svo sem það hefur verið og í hvaða samningum, af því það verða breytingar á grunnstrúktúrnum að þá getur það haft eitthvað að segja,“ segir Guðbjörg. Hún tjáir sig ekki frekar um hve mikla raunhækkun launa hjúkrunarfræðinga er að ræða en segir ljóst að tekið hafi verið mikilvægt skref í átt að mögulegum samanburði hjúkrunarfræðinga við aðra háskólamenntaða sérfræðinga í sambærilegum störfum. Stofnanasamningar undirritaðir fyrir jól Kjarasamningar FÍH við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru tvískiptir, annars vegar miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur á borð við orlof, veikindi, vinnutíma og miðlægar launahækkanir, og hins vegar stofnanasamningar við einstaka stofnanir þar sem er að finna röðun starfa hjúkrunarfræðinga í launaflokka, mat á viðbótarmenntun, starfsreynslu og fleira. Nú hefur félagið einnig undirritað stofnanasamninga við tvo af stærstu vinnuveitendum hjúkrunarfræðinga á Íslandi að sögn Guðbjargar. „Við gerðum það fyrir jól, þá endurnýjuðum við hann bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem er mjög stórt. Þannig að við erum búin að skrifa undir nýja stofnanasamninga nú þegar, bæði við Landspítala og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og erum í samtölum við aðrar heilbrigðisstofnanir,“ segir Guðbjörg. „Samtalið er hafið við stofnanirnar að fullum krafti eins og við töluðum um eftir að hafa undirritað samning.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Stéttarfélög Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira