Edwards, sem spilar með Minnesota Timberwolves, fór í viðtalið afdrifaríka eftir sigurleik á móti Houston Rockets.
NBA deildin sektaði hann um hundrað þúsund Bandaríkjadali eða rúmar 13,9 milljónir króna fyrir að blóta í viðtalinu.
Hann sagði nákvæmlega: „I don’t do overtime, so f*** it“ í þessu sjónvarpsviðtali eftir sigur í spennuleik. Það er f-orðið sem fór fyrir brjóstið á meðlimum aganefndar deildarinnar.
F-orðið kostaði hann næstum því fjórtán milljónir íslenskra króna.
Edwards fær 42,2 milljónir dollara í laun fyrir þetta tímabil eða rúma 5,8 milljarða í íslenskum krónum. Hann hefur því alveg efni á því að borga sektina.
Edwards er með 25,3 stig, 5,5 fráköst og 4,0 stoðsendingar í leik á tímabilinu en í þessum sigurleik á Houston var hann með 24 stig og fjóra þrista.
Þessi öflugi leikmaður hefur reyndar verið mjög duglegur að næla sér í sektir á þessu tímabili en NBA deildin hefur alls sektað hann um 225 þúsund dali eða tæpar 32 milljónir króna.