Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2024 21:42 Paulo Fonseca var mögulega að stýra AC Milan í síðasta sinn í kvöld. Hann entist ekki út fyrri hálfleikinn. Luca Amedeo Bizzarri/Getty Images Paulo Fonseca gæti hafa verið að stýra AC Milan í síðasta sinn er liðið tók á móti Roma í ítölsku deildinni í knattspyrnu í kvöld. Hávær orðrómur hefur verið á kreiki um að Fonseca sé valtur í starfi hjá AC Milan eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Fyrir leik kvöldsins sat liðið í áttunda sæti ítölsku deildarinnar með aðeins 26 stig eftir 16 leiki. Fonseca náði líklega ekki að koma sér í mjúkinn hjá stjórnarmönnum Mílanóliðsins í kvöld, en hann var sendur upp í stúku með tvö gul spjöld, og þar með rautt, stuttu fyrir hálfleikshléið. 🔴⚫️ Key game ahead for Paulo Fonseca as AC Milan face AS Roma.Sérgio Conceição, main candidate to replace Fonseca if AC Milan decide to sack him in the next days. 👀🇵🇹 pic.twitter.com/GfXDuBFwNj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 29, 2024 Fyrra gula spjaldið fékk Fonseca á 40. mínútu þegar hann vildi fá brot úti á velli og það seinna fékk hann þremur mínútum síðar þegar lið hans fékk ekki vítaspyrnu. Þjálfarinn hafði vissulega ýmislegt fyrir sér þegar Tijjani Reijnders var felldur innan vítateigs, en missti algjörlega stjórn á skapi sínu á hliðarlínunni og var sendur upp í stúku. Áðurnefndur Reijnders skoraði einmitt mark AC Milan snemma leiks stuttu áður en Paulo Dybala jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli í mögulega síðasta leik Fonseca sem þjálfari AC Milan. Liðið situr enn í áttunda sæti deildarinnar, nú með 27 stig eftir 17 leiki. Roma er hins vegar í enn verri málum í deildinni og situr í tíunda sæti með 20 stig eftir 18 leiki. Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Hávær orðrómur hefur verið á kreiki um að Fonseca sé valtur í starfi hjá AC Milan eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Fyrir leik kvöldsins sat liðið í áttunda sæti ítölsku deildarinnar með aðeins 26 stig eftir 16 leiki. Fonseca náði líklega ekki að koma sér í mjúkinn hjá stjórnarmönnum Mílanóliðsins í kvöld, en hann var sendur upp í stúku með tvö gul spjöld, og þar með rautt, stuttu fyrir hálfleikshléið. 🔴⚫️ Key game ahead for Paulo Fonseca as AC Milan face AS Roma.Sérgio Conceição, main candidate to replace Fonseca if AC Milan decide to sack him in the next days. 👀🇵🇹 pic.twitter.com/GfXDuBFwNj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 29, 2024 Fyrra gula spjaldið fékk Fonseca á 40. mínútu þegar hann vildi fá brot úti á velli og það seinna fékk hann þremur mínútum síðar þegar lið hans fékk ekki vítaspyrnu. Þjálfarinn hafði vissulega ýmislegt fyrir sér þegar Tijjani Reijnders var felldur innan vítateigs, en missti algjörlega stjórn á skapi sínu á hliðarlínunni og var sendur upp í stúku. Áðurnefndur Reijnders skoraði einmitt mark AC Milan snemma leiks stuttu áður en Paulo Dybala jafnaði metin fyrir gestina og þar við sat. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli í mögulega síðasta leik Fonseca sem þjálfari AC Milan. Liðið situr enn í áttunda sæti deildarinnar, nú með 27 stig eftir 17 leiki. Roma er hins vegar í enn verri málum í deildinni og situr í tíunda sæti með 20 stig eftir 18 leiki.
Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira