Jimmy Carter látinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. desember 2024 21:23 Carter við útför eiginkonu sinnar, Rosalynn Carter, sem lést í fyrra. EPA Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. Carter var 39. forseti Bandaríkjanna og sat eitt kjörtímabil í embætti frá 1977 til 1981. Hann var langlífasti forseti Bandaríkjanna. Í frétt CBS segir að samtökin Carter Center hafi greint frá andláti forsetans fyrrverandi. Upplýsingar um dánarorsök liggja ekki fyrir en Carter hafði verið á líknandi meðferð síðan í febrúar í fyrra. Það voru engin sérstök veikindi sem leiddu til þess að meðferðin hófst, en Carter hafði þó verið tíður gestur á sjúkrahúsum og var hann sagður þreyttur á því. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Blaðamaður Vísis gerði ævi hans og störfum ítarleg skil en greinina má lesa hér að neðan. Carter fæddist árið 1924 í bænum Plains í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann sótti háskóla í Georgíu og síðar háskóla sjóhers Bandaríkjanna en þaðan útskrifaðist hann árið 1946. Sama ár giftust hann og Rosalynn en hún var einnig frá Plains í Georgíu. Rosalynn lést þann 19. nóvember 2023. Carter sneri sér að stjórnmálum árið 1962 og varð ríkisstjóri Georgíu fyrir hönd Demókrata átta árum síðar. Þaðan færði hann sig yfir í Hvíta húsið árið 1977, eftir að hafa sigrað Repúblikanann Gerald Ford, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum. Fjórum árum síðar laut hann í lægra haldi fyrir Ronald Reagan, fertugasta forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni afrekaði Carter nokkuð í starfi forseta. Hann stækkaði til að mynda mjög þjóðgarðakerfi Bandaríkjanna og stofnaði menntamálaráðuneytið, auk þess sem hann stækkaði umfang velferðarkerfis Bandaríkjanna. Eftir að Carter yfirgaf Hvíta húsið sneri hann sér að öðrum störfum. Hann og Rosalynn stofnuðu hjálparsamtökin Carter center árið 1982, en samtökin hafa leitast við að stilla til friðar á átakasvæðum í heiminum og staðið vörð um lýðræði og mannréttindi í heiminum. Þar að auki hefur stofnunin barist gegn dreifingu farsótta í heiminum. Þá skrifaði Carter 32 bækur í gegn um ævina. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Andlát Jimmy Carter Tengdar fréttir Rosalynn Carter er látin Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 19. nóvember 2023 21:02 Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04 Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. 1. október 2024 08:03 Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Carter var 39. forseti Bandaríkjanna og sat eitt kjörtímabil í embætti frá 1977 til 1981. Hann var langlífasti forseti Bandaríkjanna. Í frétt CBS segir að samtökin Carter Center hafi greint frá andláti forsetans fyrrverandi. Upplýsingar um dánarorsök liggja ekki fyrir en Carter hafði verið á líknandi meðferð síðan í febrúar í fyrra. Það voru engin sérstök veikindi sem leiddu til þess að meðferðin hófst, en Carter hafði þó verið tíður gestur á sjúkrahúsum og var hann sagður þreyttur á því. Carter fagnaði hundrað ára afmæli þann 1. október síðastliðinn. Blaðamaður Vísis gerði ævi hans og störfum ítarleg skil en greinina má lesa hér að neðan. Carter fæddist árið 1924 í bænum Plains í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann sótti háskóla í Georgíu og síðar háskóla sjóhers Bandaríkjanna en þaðan útskrifaðist hann árið 1946. Sama ár giftust hann og Rosalynn en hún var einnig frá Plains í Georgíu. Rosalynn lést þann 19. nóvember 2023. Carter sneri sér að stjórnmálum árið 1962 og varð ríkisstjóri Georgíu fyrir hönd Demókrata átta árum síðar. Þaðan færði hann sig yfir í Hvíta húsið árið 1977, eftir að hafa sigrað Repúblikanann Gerald Ford, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum. Fjórum árum síðar laut hann í lægra haldi fyrir Ronald Reagan, fertugasta forseta Bandaríkjanna. Í forsetatíð sinni afrekaði Carter nokkuð í starfi forseta. Hann stækkaði til að mynda mjög þjóðgarðakerfi Bandaríkjanna og stofnaði menntamálaráðuneytið, auk þess sem hann stækkaði umfang velferðarkerfis Bandaríkjanna. Eftir að Carter yfirgaf Hvíta húsið sneri hann sér að öðrum störfum. Hann og Rosalynn stofnuðu hjálparsamtökin Carter center árið 1982, en samtökin hafa leitast við að stilla til friðar á átakasvæðum í heiminum og staðið vörð um lýðræði og mannréttindi í heiminum. Þar að auki hefur stofnunin barist gegn dreifingu farsótta í heiminum. Þá skrifaði Carter 32 bækur í gegn um ævina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Andlát Jimmy Carter Tengdar fréttir Rosalynn Carter er látin Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 19. nóvember 2023 21:02 Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04 Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. 1. október 2024 08:03 Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Rosalynn Carter er látin Rosalynn Carter, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er látin 96 ára að aldri. 19. nóvember 2023 21:02
Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04
Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. 1. október 2024 08:03
Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46