Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. desember 2024 19:01 Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. „Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður þeirra flokksmanna sem lengst eiga að sækja landsfund, hefur viðrað þá hugmynd að fresta fundi um einhverjar vikur með þeirri eðlilegu röksemd sem varðar veður og færð á nýhafinni Góu. Við vitum að þá getur verið allra veðra von,“ skrifar Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Tillagan hefur vakið harðar umræður innan flokksins, síðast í dag sagðist Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fundinum. Í færslunni segir Jón marga reikna með formannskosningu og geta að hans sögn varla haldið í sér af spenningi. Komi til þess að valin verði ný forysta í flokknum sé fundurinn mikilvægari en ella. „Það er þess vegna enn frekari ástæða til að taka um þessa tillögu málefnalega umræðu því ekki viljum við halda slíkan fund í skugga þess að aðeins þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu og næst því komist á fundinn,“ skrifar Jón. Mikilvægt sé að fólk af landsbyggðinni komist klakklaust á fundinn. „Mér sýnast gagnrýnendur þess að fresta fundinum eingöngu koma af höfuðborgarsvæðinu og ég biðla til þess fólks að sleppa stóru orðunum gagnvart tillögu sem er mjög eðlileg, sérstaklega komandi úr þessari átt,“ skrifar Jón. Þá sjái hann ekki hvaða máli skipti að fresta fundinum um einhverjar vikur. „Það sem við Sjálfstæðismenn þurfum á að halda núna er að snúa bökum saman og koma samstillt í öfluga stjórnarandstöðu. Af nægu er að taka þar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
„Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður þeirra flokksmanna sem lengst eiga að sækja landsfund, hefur viðrað þá hugmynd að fresta fundi um einhverjar vikur með þeirri eðlilegu röksemd sem varðar veður og færð á nýhafinni Góu. Við vitum að þá getur verið allra veðra von,“ skrifar Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Tillagan hefur vakið harðar umræður innan flokksins, síðast í dag sagðist Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fundinum. Í færslunni segir Jón marga reikna með formannskosningu og geta að hans sögn varla haldið í sér af spenningi. Komi til þess að valin verði ný forysta í flokknum sé fundurinn mikilvægari en ella. „Það er þess vegna enn frekari ástæða til að taka um þessa tillögu málefnalega umræðu því ekki viljum við halda slíkan fund í skugga þess að aðeins þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu og næst því komist á fundinn,“ skrifar Jón. Mikilvægt sé að fólk af landsbyggðinni komist klakklaust á fundinn. „Mér sýnast gagnrýnendur þess að fresta fundinum eingöngu koma af höfuðborgarsvæðinu og ég biðla til þess fólks að sleppa stóru orðunum gagnvart tillögu sem er mjög eðlileg, sérstaklega komandi úr þessari átt,“ skrifar Jón. Þá sjái hann ekki hvaða máli skipti að fresta fundinum um einhverjar vikur. „Það sem við Sjálfstæðismenn þurfum á að halda núna er að snúa bökum saman og koma samstillt í öfluga stjórnarandstöðu. Af nægu er að taka þar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55
„Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?