Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2024 17:38 Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Lee Jin-wook/AP Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu bera svartar slaufur. Myndefni sýnir þotuna reyna magalendingu þegar hún rennur af flugbrautinni og hafnar á vegg á flugvellinum. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 og var á leið til lendingar á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta Suður-Kóreu. 181 var um borð og létust allir nema tveir sem dvelja nú á sjúkrahúsi en báðir voru úr áhöfn vélarinnar. Annar þeirra er með meðvitund og virðist ástand hans stöðugt samkvæmt frétt BBC. Neyðarkall barst frá flugmönnum Ástæður slyssins liggja ekki fyrir en talið er að flokkur fugla hafi flogið inn í lendingarbúnað vélarinnar. Að sögn innviðaráðherra landsins barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti og um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við fuglunum. „Við gerum ráð fyrir að fuglar hafi valdið slysinu eða versnandi veður. Nákvæm orsök slyssins verður fundin með tæknilegri rannsókn,“ sagði Lee Jeong-hyeon, slökkviliðsstjóri. Fjöldi viðbragðsaðila var á flugvellinum í dag.Cho Nam-soo/AP Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Líklega er slysið mannskæðasta flugslys í sögu landsins. Forstjóri flugfélagsins Jeju air segist harma atvikið og sendir ástvinum þeirra sem voru í flugvélinni sínar dýpstu samúðarkveðjur. „Í fyrsta lagi bið ég alla þá sem hafa stutt Jeju Air afsökunar. En fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar og votta þeim sem týndu lífi í þessu slysi og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Á þessari stundu er erfitt að átta sig á orsökum slyssins og við verðum að bíða eftir opinberum niðurstöðum úr rannsókn yfirvalda,“ sagði Kim E-bae, forstjóri Jeju air. Suður-Kórea Samgönguslys Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Myndefni sýnir þotuna reyna magalendingu þegar hún rennur af flugbrautinni og hafnar á vegg á flugvellinum. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 og var á leið til lendingar á alþjóðaflugvellinum Muan í suðausturhluta Suður-Kóreu. 181 var um borð og létust allir nema tveir sem dvelja nú á sjúkrahúsi en báðir voru úr áhöfn vélarinnar. Annar þeirra er með meðvitund og virðist ástand hans stöðugt samkvæmt frétt BBC. Neyðarkall barst frá flugmönnum Ástæður slyssins liggja ekki fyrir en talið er að flokkur fugla hafi flogið inn í lendingarbúnað vélarinnar. Að sögn innviðaráðherra landsins barst neyðarkall frá flugvélinni um tveimur mínútum áður en hún brotlenti og um mínútu áður en neyðarkallið barst hafði stjórnstöð flugvallarins varað flugmenn vélarinnar við fuglunum. „Við gerum ráð fyrir að fuglar hafi valdið slysinu eða versnandi veður. Nákvæm orsök slyssins verður fundin með tæknilegri rannsókn,“ sagði Lee Jeong-hyeon, slökkviliðsstjóri. Fjöldi viðbragðsaðila var á flugvellinum í dag.Cho Nam-soo/AP Sjö daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Líklega er slysið mannskæðasta flugslys í sögu landsins. Forstjóri flugfélagsins Jeju air segist harma atvikið og sendir ástvinum þeirra sem voru í flugvélinni sínar dýpstu samúðarkveðjur. „Í fyrsta lagi bið ég alla þá sem hafa stutt Jeju Air afsökunar. En fyrst og fremst vil ég biðjast afsökunar og votta þeim sem týndu lífi í þessu slysi og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Á þessari stundu er erfitt að átta sig á orsökum slyssins og við verðum að bíða eftir opinberum niðurstöðum úr rannsókn yfirvalda,“ sagði Kim E-bae, forstjóri Jeju air.
Suður-Kórea Samgönguslys Samgöngur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu 179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna. 29. desember 2024 02:06