Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 16:38 Nathan Aspinall er á leið í 16-manna úrslit á HM í pílukasti í dag. James Fearn/Getty Images Ryan Joyce, Ricardo Pietreczko og Nathan Aspinall tryggðu sér sæti í 16-manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í dag. Nafnarnir Ryan Joyce og Ryan Searle mættust í fyrstu viðureign dagsins. Searle situr í 20. sæti heimslistans, 13 sætum ofar en Joyce, og því bjuggust flestir við því að Þungarokkarinn myndi hafa betur í viðureigninni. Það var hins vegar Joyce sem byrjaði betur og vann fyrstu tvö settin, 3-2 og 3-2, áður en Searle vaknaði til lífsins og jafnaði metin með því að vinna næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Joyce vann svo fimmta settið 3-0 áður en Searle tryggði sér oddasett með 3-2 sigri í því sjötta. Þar reyndist Joyce hafa sterkari taugar. Hann vann settið 4-2 eftir upphækun og leikinn því samanlagt 4-3. JOYCE WINS AN ALLY PALLY EPIC!What. A. Match! 🔥Ryan Joyce produces an incredible display of finishing to defeat Ryan Searle in a seven-set thriller and move through to the last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | R3 pic.twitter.com/EJvPmTXjoy— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2024 Það voru svo þeir Scott „Shaggy“ Williams og Ricardo „Pikachu“ Pietreczko sem áttust við í annarri viðureign dagsins. Williams spilaði leikinn ágætlega að stærstum hluta, en útskotin fóru illa með hann og Pietreczko vann að lokum nokkuð öruggan 4-1 sigur. Að lokum áttust Nathan „Asp“ Aspinall og Andrew „Goldfinger“ Gilding við í spennandi viðureign. Aspinall í 12. sæti heimslistans og Gilding sjö sætum neðar. Aspinall byrjaði af miklum krafti og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Hann átti í örlitlum vandræðum með þriðja settið, en hafði það 3-2 gegn kasti. Hann gerði hins vegar engin mistök í fjórða settinu, kláraði það 3-1 og leikinn samanlagt 4-0. Nathan Aspinall, Ricardo Pietreczko og Ryan Joyce eru þar með komnir í 16-manna úrslit þar sem Aspinall og Pietreczko mætast og Joyce mætir annað hvort Luke Littler eða Ian White. Pílukast Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sjá meira
Nafnarnir Ryan Joyce og Ryan Searle mættust í fyrstu viðureign dagsins. Searle situr í 20. sæti heimslistans, 13 sætum ofar en Joyce, og því bjuggust flestir við því að Þungarokkarinn myndi hafa betur í viðureigninni. Það var hins vegar Joyce sem byrjaði betur og vann fyrstu tvö settin, 3-2 og 3-2, áður en Searle vaknaði til lífsins og jafnaði metin með því að vinna næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Joyce vann svo fimmta settið 3-0 áður en Searle tryggði sér oddasett með 3-2 sigri í því sjötta. Þar reyndist Joyce hafa sterkari taugar. Hann vann settið 4-2 eftir upphækun og leikinn því samanlagt 4-3. JOYCE WINS AN ALLY PALLY EPIC!What. A. Match! 🔥Ryan Joyce produces an incredible display of finishing to defeat Ryan Searle in a seven-set thriller and move through to the last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | R3 pic.twitter.com/EJvPmTXjoy— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2024 Það voru svo þeir Scott „Shaggy“ Williams og Ricardo „Pikachu“ Pietreczko sem áttust við í annarri viðureign dagsins. Williams spilaði leikinn ágætlega að stærstum hluta, en útskotin fóru illa með hann og Pietreczko vann að lokum nokkuð öruggan 4-1 sigur. Að lokum áttust Nathan „Asp“ Aspinall og Andrew „Goldfinger“ Gilding við í spennandi viðureign. Aspinall í 12. sæti heimslistans og Gilding sjö sætum neðar. Aspinall byrjaði af miklum krafti og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Hann átti í örlitlum vandræðum með þriðja settið, en hafði það 3-2 gegn kasti. Hann gerði hins vegar engin mistök í fjórða settinu, kláraði það 3-1 og leikinn samanlagt 4-0. Nathan Aspinall, Ricardo Pietreczko og Ryan Joyce eru þar með komnir í 16-manna úrslit þar sem Aspinall og Pietreczko mætast og Joyce mætir annað hvort Luke Littler eða Ian White.
Pílukast Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sjá meira