Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. desember 2024 16:38 Nathan Aspinall er á leið í 16-manna úrslit á HM í pílukasti í dag. James Fearn/Getty Images Ryan Joyce, Ricardo Pietreczko og Nathan Aspinall tryggðu sér sæti í 16-manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í dag. Nafnarnir Ryan Joyce og Ryan Searle mættust í fyrstu viðureign dagsins. Searle situr í 20. sæti heimslistans, 13 sætum ofar en Joyce, og því bjuggust flestir við því að Þungarokkarinn myndi hafa betur í viðureigninni. Það var hins vegar Joyce sem byrjaði betur og vann fyrstu tvö settin, 3-2 og 3-2, áður en Searle vaknaði til lífsins og jafnaði metin með því að vinna næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Joyce vann svo fimmta settið 3-0 áður en Searle tryggði sér oddasett með 3-2 sigri í því sjötta. Þar reyndist Joyce hafa sterkari taugar. Hann vann settið 4-2 eftir upphækun og leikinn því samanlagt 4-3. JOYCE WINS AN ALLY PALLY EPIC!What. A. Match! 🔥Ryan Joyce produces an incredible display of finishing to defeat Ryan Searle in a seven-set thriller and move through to the last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | R3 pic.twitter.com/EJvPmTXjoy— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2024 Það voru svo þeir Scott „Shaggy“ Williams og Ricardo „Pikachu“ Pietreczko sem áttust við í annarri viðureign dagsins. Williams spilaði leikinn ágætlega að stærstum hluta, en útskotin fóru illa með hann og Pietreczko vann að lokum nokkuð öruggan 4-1 sigur. Að lokum áttust Nathan „Asp“ Aspinall og Andrew „Goldfinger“ Gilding við í spennandi viðureign. Aspinall í 12. sæti heimslistans og Gilding sjö sætum neðar. Aspinall byrjaði af miklum krafti og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Hann átti í örlitlum vandræðum með þriðja settið, en hafði það 3-2 gegn kasti. Hann gerði hins vegar engin mistök í fjórða settinu, kláraði það 3-1 og leikinn samanlagt 4-0. Nathan Aspinall, Ricardo Pietreczko og Ryan Joyce eru þar með komnir í 16-manna úrslit þar sem Aspinall og Pietreczko mætast og Joyce mætir annað hvort Luke Littler eða Ian White. Pílukast Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Sjá meira
Nafnarnir Ryan Joyce og Ryan Searle mættust í fyrstu viðureign dagsins. Searle situr í 20. sæti heimslistans, 13 sætum ofar en Joyce, og því bjuggust flestir við því að Þungarokkarinn myndi hafa betur í viðureigninni. Það var hins vegar Joyce sem byrjaði betur og vann fyrstu tvö settin, 3-2 og 3-2, áður en Searle vaknaði til lífsins og jafnaði metin með því að vinna næstu tvö sett, 3-1 og 3-2. Joyce vann svo fimmta settið 3-0 áður en Searle tryggði sér oddasett með 3-2 sigri í því sjötta. Þar reyndist Joyce hafa sterkari taugar. Hann vann settið 4-2 eftir upphækun og leikinn því samanlagt 4-3. JOYCE WINS AN ALLY PALLY EPIC!What. A. Match! 🔥Ryan Joyce produces an incredible display of finishing to defeat Ryan Searle in a seven-set thriller and move through to the last 16!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj #WCDarts | R3 pic.twitter.com/EJvPmTXjoy— PDC Darts (@OfficialPDC) December 28, 2024 Það voru svo þeir Scott „Shaggy“ Williams og Ricardo „Pikachu“ Pietreczko sem áttust við í annarri viðureign dagsins. Williams spilaði leikinn ágætlega að stærstum hluta, en útskotin fóru illa með hann og Pietreczko vann að lokum nokkuð öruggan 4-1 sigur. Að lokum áttust Nathan „Asp“ Aspinall og Andrew „Goldfinger“ Gilding við í spennandi viðureign. Aspinall í 12. sæti heimslistans og Gilding sjö sætum neðar. Aspinall byrjaði af miklum krafti og vann fyrstu tvö settin, 3-1 og 3-2. Hann átti í örlitlum vandræðum með þriðja settið, en hafði það 3-2 gegn kasti. Hann gerði hins vegar engin mistök í fjórða settinu, kláraði það 3-1 og leikinn samanlagt 4-0. Nathan Aspinall, Ricardo Pietreczko og Ryan Joyce eru þar með komnir í 16-manna úrslit þar sem Aspinall og Pietreczko mætast og Joyce mætir annað hvort Luke Littler eða Ian White.
Pílukast Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Sjá meira