Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 27. desember 2024 20:07 Þorgerður Katrín segir ljóst að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að gera betur þegar kemur að varnarmálum. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt fyrir Íslendinga að efla varnir þegar kemur að neðansjávarstrengjum. Atlantshafsbandalagið ætlar að auka varnarbúnað sinn á Eystrasaltinu eftir að sæstrengur skemmdist á jóladag. Eftir að bilun varð í sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands vaknaði grunur um að flutingaskip sem sem var á leið frá Pétursborg í Rússlandi hafi unnið skemmdarverk á honum en olíuflutningaskipið Eagel S hefur verið kyrrsett vegna atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur er um að Rússar hafi unnið skemmdaverk á svæðinu því tveir aðrir sæstrengir skemmdust fyrir rúmum mánuði. Þorgerður Katrín segir Íslendinga fylgjast vel með gangi mála á svæðinu. „Við þurfum að sjálfsögðu að fylgjast vel með þessum málum í Eystrasaltshafinu og erum í sambandi við bæði Finna og Eista sem eru að skoða þessi tilvik. Við erum að sjá það að kannski frekar illa útbúin skip er að fara frá Rússlandi með olíu og aðrar vörur og það er að gerast of oft að það er verið að skemma sæstrengi.“ „Oft er talað um að þetta sé ákveðinn skuggafloti frá Rússum og það er sérstaklega verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir meðal annars af hálfu Evrópusambandsins hvað þetta viðkemur. Allavega fyrir okkur skiptir máli, sem að reiðum okkur mjög mikið á fjarskiptainnviði neðansjávarstrengi, að við förum í það að efla enn frekar upplýsingaskipti og viðbrögð og varnir þegar að þessu kemur.“ Hún segir varnarmálin hafa verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðum ríkisstjórnarflokkanna. „Við ræddum það að efla meðal annars öryggi og varnir landsins hér innan utanríkisráðuneytisins, varnarmálaskrifstofuna, og samþætta þetta enn betur. Það er mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga, en við reiðum okkur mikið á fjarskiptainnviði, strengina í sjónum. Við þurfum við að tryggja þessi samskipti við aðrar þjóðir, sérstaklega nágrannaþjóðir okkar mun betur.“ „En ég vil líka undirstrika það að samskiptin hafa verið aukin, sérstaklega við þau nágrannaríki okkar sem tengjast neðansjávarstrengjunum. Skipaeftirlit hefur verið aukið, en það er alveg ljóst á þessum tilvikum núna í Eystrasaltinu að allt Atlantshafsbandalagið verður að gera mun betur og Evrópusambandið líka þegar kemur að þvingunaraðgerðum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sæstrengir NATO Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Eftir að bilun varð í sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands vaknaði grunur um að flutingaskip sem sem var á leið frá Pétursborg í Rússlandi hafi unnið skemmdarverk á honum en olíuflutningaskipið Eagel S hefur verið kyrrsett vegna atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem grunur er um að Rússar hafi unnið skemmdaverk á svæðinu því tveir aðrir sæstrengir skemmdust fyrir rúmum mánuði. Þorgerður Katrín segir Íslendinga fylgjast vel með gangi mála á svæðinu. „Við þurfum að sjálfsögðu að fylgjast vel með þessum málum í Eystrasaltshafinu og erum í sambandi við bæði Finna og Eista sem eru að skoða þessi tilvik. Við erum að sjá það að kannski frekar illa útbúin skip er að fara frá Rússlandi með olíu og aðrar vörur og það er að gerast of oft að það er verið að skemma sæstrengi.“ „Oft er talað um að þetta sé ákveðinn skuggafloti frá Rússum og það er sérstaklega verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir meðal annars af hálfu Evrópusambandsins hvað þetta viðkemur. Allavega fyrir okkur skiptir máli, sem að reiðum okkur mjög mikið á fjarskiptainnviði neðansjávarstrengi, að við förum í það að efla enn frekar upplýsingaskipti og viðbrögð og varnir þegar að þessu kemur.“ Hún segir varnarmálin hafa verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðum ríkisstjórnarflokkanna. „Við ræddum það að efla meðal annars öryggi og varnir landsins hér innan utanríkisráðuneytisins, varnarmálaskrifstofuna, og samþætta þetta enn betur. Það er mikið í húfi fyrir okkur Íslendinga, en við reiðum okkur mikið á fjarskiptainnviði, strengina í sjónum. Við þurfum við að tryggja þessi samskipti við aðrar þjóðir, sérstaklega nágrannaþjóðir okkar mun betur.“ „En ég vil líka undirstrika það að samskiptin hafa verið aukin, sérstaklega við þau nágrannaríki okkar sem tengjast neðansjávarstrengjunum. Skipaeftirlit hefur verið aukið, en það er alveg ljóst á þessum tilvikum núna í Eystrasaltinu að allt Atlantshafsbandalagið verður að gera mun betur og Evrópusambandið líka þegar kemur að þvingunaraðgerðum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sæstrengir NATO Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira