Ófarir Spurs halda áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2024 17:00 Jörgen Strand Larsen fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Tottenham. getty/Jack Thomas Tottenham gengur flest í mót þessa dagana en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Wolves á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Síðan Spurs vann meistara Manchester City, 0-4, 23. nóvember hefur spilað sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni og aðeins unnið einn þeirra. Tottenham er í 11. sæti deildarinnar með 24 stig. Wolves hefur aftur á móti náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum og er í 17. sæti með sextán stig. Hwang Hee-chan kom Úlfunum yfir á 7. mínútu en Rodrigo Bentancur jafnaði fimm mínútum seinna. Skömmu fyrir hálfleik fékk Spurs vítaspyrnu en José Sá varði frá Son Heung-min. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Brennan Johnson heimamönnum hins vegar yfir eftir undirbúning frá Dejan Kulusevski. Það mark virtist ætla að duga Spurs til sigurs en Jörgen Strand Larsen var á öðru máli. Norðmaðurinn jafnaði með skoti úr þröngu færi þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Úlfunum stig. Enski boltinn
Tottenham gengur flest í mót þessa dagana en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Wolves á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Síðan Spurs vann meistara Manchester City, 0-4, 23. nóvember hefur spilað sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni og aðeins unnið einn þeirra. Tottenham er í 11. sæti deildarinnar með 24 stig. Wolves hefur aftur á móti náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum og er í 17. sæti með sextán stig. Hwang Hee-chan kom Úlfunum yfir á 7. mínútu en Rodrigo Bentancur jafnaði fimm mínútum seinna. Skömmu fyrir hálfleik fékk Spurs vítaspyrnu en José Sá varði frá Son Heung-min. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom Brennan Johnson heimamönnum hins vegar yfir eftir undirbúning frá Dejan Kulusevski. Það mark virtist ætla að duga Spurs til sigurs en Jörgen Strand Larsen var á öðru máli. Norðmaðurinn jafnaði með skoti úr þröngu færi þremur mínútum fyrir leikslok og tryggði Úlfunum stig.