Æskudraumurinn varð að veruleika Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. desember 2024 07:00 Victor sýnir lesendum Vísis hina hliðina. „Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. Victor hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og hefur unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson, Svölu Björgvinsdóttur og Rúrík Gíslason en það sem þykir einkar athyglisvert er að hann er rísandi stjarna í Kína. Fyrsta verkefnið sem hann tók að sér þar í landi var að búa til þemalag fyrir Vetrarólympíuleikana í Pekíng 2022. Þar vann hann með kínverskum tónlistarmönnum og blandaði saman ólíkum tónlistarstílum. Lagið heitir Embrace og táknar samstöðuna sem Ólympíuleikar standa fyrir. Seinna tók hann einnig þátt í að semja sjálft þemalagið fyrir geimferðaáætlun Kína. Sjá: Nýútskrifaður læknir gerir samning við Sony Music Victor sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Victor Guðmundsson. Aldur? 33 ára. Starf? Læknir og tónlistarmaður. Fjölskylduhagir? Ég á frábæra konu, Dagbjörtu Guðbrandsdóttur og þrjá litla meistara. Frosta sem er þriggja ára og tvíburana Mána og Storm sem eru sjö mánaða gamlir. Victor og Dagbjört ásamt sonum þeirra. Lýstu sjálfum þér í þremur orðum: Duglegur, einlægur, jákvæður. Hvað er á döfinni? Læknamegin í lífinu er ég að vinna að þróun nýrrar fjarheilbrigðisþjónustu, Fjarlækningar, sem ég er mjög spenntur að koma af stað sem fyrst. Tónlistarmegin er ég á fullu að vinna í nýrri tónlist fyrir árið 2025. Við fjölskyldan fórum til Vestmannaeyja yfir hátíðirnar og ætlum svo til Flórída í janúar. Þannig að það er nóg spennandi framundan. Þín mesta gæfa í lífinu? Að eignast syni mína þrjá, ekkert sem toppar það! Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Að gera það nákvæmlega sama og í dag - njóta með fjölskyldu og vinum, lækna fólk, þróa nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið, vinna í tónlist og láta gott af mér leiða. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Koma strákunum mínum þremur til manns, sjá heilbrigðiskerfið enn skilvirkara svo fólk geti búið við betri heilsu og spila tónlistina mína út um allan heim. View this post on Instagram A post shared by Doctor Victor (@doctorvictorsound) Ertu með einhvern bucket-lista? Ferðast til sem flestra landa. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Aldrei að gefast upp og fylgja hjartanu í öllu sem þú gerir. Hvað hefur mótað þig mest? Að flytja erlendis, en ég bjó í Slóvakíu í sex ár þar sem ég lærði læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine. Mæli með fyrir alla að prófa að flytja erlendis og víkka sjóndeildarhringinn. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég hreyfi mig, hlusta á tónlist eða fer í stúdíó-ið að vinna í minni eigin tónlist. Victor er með mánaðarlega þætti á FM957 sem bera heitið Doctor Recomended. Uppskrift að drauma sunnudegi? Vakna snemma, fara í ræktina, gufa og pottur. Borða svo góðan mat og njóta með fjölskyldunni. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Ég myndi segja stofan, en þar erum við með flygil sem ég elska að spila á og semja tónlist. Fallegasti staður á landinu? Vestmannaeyjar, en það mætti segja að ég sé Eyjamaður því ég er svo oft þar. En í heiminum? Ég fór til Pekíng í Kína í fyrra tengt tónlistinni og það var mögnuð upplifun og ég hlakka til að fara aftur þangað og sjá meira! Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Ég byrja alla morgna á því að græja allt stráka gengið með Dagbjörtu, en svo reyni ég alltaf að ná inn hreyfingu eftir það og fæ mér hollan morgunmat. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Fer yfir plan morgundagsins. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég hugsa mjög mikið um heilsuna, en hún er undirstaða alls í lífinu. Ég er einmitt oft með fyrirlestra um „heildræna heilsu“ þar sem ég fjalla um fjögur grunnatriði heilsu sem eru: hreyfing, næring, svefn og andleg heilsa. Þessi fjögur grunnatriði eru eins og stóll með fjóra fætur, en það er mikilvægt að hugsa vel um þessa grunnþætti heilsunnar og halda þeim í góðu jafnvægi, því ef einhver „fótur“ á stólnum „brotnar“, þá er ójafnvægi. Það er enginn 100 prósent en svo lengi sem maður sinnir þessum fjórum grunnþáttum, þá er maður í góðum málum! Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Læknir og tónlistarmaður, en ég skrifaði það einmitt niður á blað þegar ég var sirka tíu ára gamall. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Þegar tvíburarnir mínir fæddust í maí fyrr á árinu, en það var eitt magnaðasta augnablik sem ég hef upplifað! Ertu A eða B týpa? Ég var meiri B týpa áður en eftir að litlu strákarnir komu í lífið mitt er ekkert annað í boði en að vera A týpa. Ég hef lært að meta það meira og fer oftast í ræktina á morgnana sem er besta byrjunin á deginum. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, dönsku, norsku, slóvakísku og smá þýsku - sehr gut! Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er með burtfararpróf í klassískum píanóleik, en ég lærði á píanó í rúm tíu ár í Tónlistarskóla Kópavogs. Ég er orðinn smá ryðgaður núna þar sem ég næ ekki að æfa mig eins oft og áður, en það er alltaf jafn gaman að spila og hefur nýst mér mikið í tónlistinni í dag. Hér að neðan má sjá myndband af Victori spila á burtfararprófinu sínu í Tónlistarskóla Kópavogs árið 2011. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Að geta „teleportað“ á milli staða, en ég vil heimsækja allan heiminn og það myndi flýta mikið fyrir. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Kíkja í ræktina á eftir?“ Draumabíllinn þinn? Ekki það að ég ætli að kaupa mér hann, en mér finnst 1955 Mercedes Benz 300 SL Alloy Gullwing mjög flottur og væri til í að prófa að keyra hann einn daginn! Leður- eða strigaskór? Er oftast í strigaskóm þar sem ég er oftast á hlaupum á milli staða. Það má segja að Victor sé rísandi stjarna í Kína. Fyrsti kossinn? Verð að játa mig sigraðan, man það ekki, en ég man hver síðasti var og á þrjú börn með þeirri drottningu. Óttastu eitthvað? Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr! Hvað ertu að hámhorfa á? Ég horfi mjög lítið á sjónvarp, en viðurkenni að ég er búinn að vera límdur við skjáinn að horfa á þættina með mínum mönnum í Iceguys., Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn?„Fred Again & Joy Anonymous - peace u need“, en ég hitti þá alla einmitt hér á Íslandi um daginn sem var mjög gaman og gerði útvarpsþátt með Joy Anonymous sem ég mæli með að allir hlusti á - Doctor Recommended og kemur öllum 100 prósent í gírinn! Victor ásamt raftónlistartvíeykisins Joy Anonymous. Hin hliðin Ástin og lífið Heilsa Tengdar fréttir „Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. 25. október 2024 07:03 Er alltaf hrædd „Ég er nýbyrjuð hjá Maurum sem er mjög skemmtileg og kreatív stofa með fjölbreytta viðskiptavini. Við fjölskyldan höldum svo áfram okkar endalausa flakk milli New York og Íslands á meðan við klárum ýmis verkefni sem bíða okkar á báðum stöðum,“ segir hin glaðlynda og fjölhæfa Unnur Eggertsdóttir. 18. október 2024 07:02 Dreymir um að eiga Range Rover „Ég er með mjög gott innsæi og tilfinningu fyrir hlutum sem ég held að hafi nú þegar gerst eða eru að fara gerast, og ég hef nánast alltaf rétt fyrir mér,“ segir Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland 2024, spurð hvort hún búi yfir leyndum hæfileikum. 11. október 2024 07:03 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Sjá meira
Victor hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og hefur unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson, Svölu Björgvinsdóttur og Rúrík Gíslason en það sem þykir einkar athyglisvert er að hann er rísandi stjarna í Kína. Fyrsta verkefnið sem hann tók að sér þar í landi var að búa til þemalag fyrir Vetrarólympíuleikana í Pekíng 2022. Þar vann hann með kínverskum tónlistarmönnum og blandaði saman ólíkum tónlistarstílum. Lagið heitir Embrace og táknar samstöðuna sem Ólympíuleikar standa fyrir. Seinna tók hann einnig þátt í að semja sjálft þemalagið fyrir geimferðaáætlun Kína. Sjá: Nýútskrifaður læknir gerir samning við Sony Music Victor sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Victor Guðmundsson. Aldur? 33 ára. Starf? Læknir og tónlistarmaður. Fjölskylduhagir? Ég á frábæra konu, Dagbjörtu Guðbrandsdóttur og þrjá litla meistara. Frosta sem er þriggja ára og tvíburana Mána og Storm sem eru sjö mánaða gamlir. Victor og Dagbjört ásamt sonum þeirra. Lýstu sjálfum þér í þremur orðum: Duglegur, einlægur, jákvæður. Hvað er á döfinni? Læknamegin í lífinu er ég að vinna að þróun nýrrar fjarheilbrigðisþjónustu, Fjarlækningar, sem ég er mjög spenntur að koma af stað sem fyrst. Tónlistarmegin er ég á fullu að vinna í nýrri tónlist fyrir árið 2025. Við fjölskyldan fórum til Vestmannaeyja yfir hátíðirnar og ætlum svo til Flórída í janúar. Þannig að það er nóg spennandi framundan. Þín mesta gæfa í lífinu? Að eignast syni mína þrjá, ekkert sem toppar það! Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Að gera það nákvæmlega sama og í dag - njóta með fjölskyldu og vinum, lækna fólk, þróa nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið, vinna í tónlist og láta gott af mér leiða. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Koma strákunum mínum þremur til manns, sjá heilbrigðiskerfið enn skilvirkara svo fólk geti búið við betri heilsu og spila tónlistina mína út um allan heim. View this post on Instagram A post shared by Doctor Victor (@doctorvictorsound) Ertu með einhvern bucket-lista? Ferðast til sem flestra landa. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Aldrei að gefast upp og fylgja hjartanu í öllu sem þú gerir. Hvað hefur mótað þig mest? Að flytja erlendis, en ég bjó í Slóvakíu í sex ár þar sem ég lærði læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine. Mæli með fyrir alla að prófa að flytja erlendis og víkka sjóndeildarhringinn. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég hreyfi mig, hlusta á tónlist eða fer í stúdíó-ið að vinna í minni eigin tónlist. Victor er með mánaðarlega þætti á FM957 sem bera heitið Doctor Recomended. Uppskrift að drauma sunnudegi? Vakna snemma, fara í ræktina, gufa og pottur. Borða svo góðan mat og njóta með fjölskyldunni. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Ég myndi segja stofan, en þar erum við með flygil sem ég elska að spila á og semja tónlist. Fallegasti staður á landinu? Vestmannaeyjar, en það mætti segja að ég sé Eyjamaður því ég er svo oft þar. En í heiminum? Ég fór til Pekíng í Kína í fyrra tengt tónlistinni og það var mögnuð upplifun og ég hlakka til að fara aftur þangað og sjá meira! Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Ég byrja alla morgna á því að græja allt stráka gengið með Dagbjörtu, en svo reyni ég alltaf að ná inn hreyfingu eftir það og fæ mér hollan morgunmat. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Fer yfir plan morgundagsins. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég hugsa mjög mikið um heilsuna, en hún er undirstaða alls í lífinu. Ég er einmitt oft með fyrirlestra um „heildræna heilsu“ þar sem ég fjalla um fjögur grunnatriði heilsu sem eru: hreyfing, næring, svefn og andleg heilsa. Þessi fjögur grunnatriði eru eins og stóll með fjóra fætur, en það er mikilvægt að hugsa vel um þessa grunnþætti heilsunnar og halda þeim í góðu jafnvægi, því ef einhver „fótur“ á stólnum „brotnar“, þá er ójafnvægi. Það er enginn 100 prósent en svo lengi sem maður sinnir þessum fjórum grunnþáttum, þá er maður í góðum málum! Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Læknir og tónlistarmaður, en ég skrifaði það einmitt niður á blað þegar ég var sirka tíu ára gamall. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Þegar tvíburarnir mínir fæddust í maí fyrr á árinu, en það var eitt magnaðasta augnablik sem ég hef upplifað! Ertu A eða B týpa? Ég var meiri B týpa áður en eftir að litlu strákarnir komu í lífið mitt er ekkert annað í boði en að vera A týpa. Ég hef lært að meta það meira og fer oftast í ræktina á morgnana sem er besta byrjunin á deginum. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, dönsku, norsku, slóvakísku og smá þýsku - sehr gut! Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég er með burtfararpróf í klassískum píanóleik, en ég lærði á píanó í rúm tíu ár í Tónlistarskóla Kópavogs. Ég er orðinn smá ryðgaður núna þar sem ég næ ekki að æfa mig eins oft og áður, en það er alltaf jafn gaman að spila og hefur nýst mér mikið í tónlistinni í dag. Hér að neðan má sjá myndband af Victori spila á burtfararprófinu sínu í Tónlistarskóla Kópavogs árið 2011. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Að geta „teleportað“ á milli staða, en ég vil heimsækja allan heiminn og það myndi flýta mikið fyrir. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Kíkja í ræktina á eftir?“ Draumabíllinn þinn? Ekki það að ég ætli að kaupa mér hann, en mér finnst 1955 Mercedes Benz 300 SL Alloy Gullwing mjög flottur og væri til í að prófa að keyra hann einn daginn! Leður- eða strigaskór? Er oftast í strigaskóm þar sem ég er oftast á hlaupum á milli staða. Það má segja að Victor sé rísandi stjarna í Kína. Fyrsti kossinn? Verð að játa mig sigraðan, man það ekki, en ég man hver síðasti var og á þrjú börn með þeirri drottningu. Óttastu eitthvað? Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr! Hvað ertu að hámhorfa á? Ég horfi mjög lítið á sjónvarp, en viðurkenni að ég er búinn að vera límdur við skjáinn að horfa á þættina með mínum mönnum í Iceguys., Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn?„Fred Again & Joy Anonymous - peace u need“, en ég hitti þá alla einmitt hér á Íslandi um daginn sem var mjög gaman og gerði útvarpsþátt með Joy Anonymous sem ég mæli með að allir hlusti á - Doctor Recommended og kemur öllum 100 prósent í gírinn! Victor ásamt raftónlistartvíeykisins Joy Anonymous.
Hin hliðin Ástin og lífið Heilsa Tengdar fréttir „Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. 25. október 2024 07:03 Er alltaf hrædd „Ég er nýbyrjuð hjá Maurum sem er mjög skemmtileg og kreatív stofa með fjölbreytta viðskiptavini. Við fjölskyldan höldum svo áfram okkar endalausa flakk milli New York og Íslands á meðan við klárum ýmis verkefni sem bíða okkar á báðum stöðum,“ segir hin glaðlynda og fjölhæfa Unnur Eggertsdóttir. 18. október 2024 07:02 Dreymir um að eiga Range Rover „Ég er með mjög gott innsæi og tilfinningu fyrir hlutum sem ég held að hafi nú þegar gerst eða eru að fara gerast, og ég hef nánast alltaf rétt fyrir mér,“ segir Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland 2024, spurð hvort hún búi yfir leyndum hæfileikum. 11. október 2024 07:03 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Sjá meira
„Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. 25. október 2024 07:03
Er alltaf hrædd „Ég er nýbyrjuð hjá Maurum sem er mjög skemmtileg og kreatív stofa með fjölbreytta viðskiptavini. Við fjölskyldan höldum svo áfram okkar endalausa flakk milli New York og Íslands á meðan við klárum ýmis verkefni sem bíða okkar á báðum stöðum,“ segir hin glaðlynda og fjölhæfa Unnur Eggertsdóttir. 18. október 2024 07:02
Dreymir um að eiga Range Rover „Ég er með mjög gott innsæi og tilfinningu fyrir hlutum sem ég held að hafi nú þegar gerst eða eru að fara gerast, og ég hef nánast alltaf rétt fyrir mér,“ segir Sóldís Vala Ívarsdóttir, Ungfrú Ísland 2024, spurð hvort hún búi yfir leyndum hæfileikum. 11. október 2024 07:03