Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2024 07:11 Gera má ráð fyrir slydduéljum eða skúrum sunnan- og vestantil framan af morgni. Vísir/Vilhelm Milli Íslands og Grænlands er nú dálítil lægð sem nálgast smám saman landið. Stíf suðvestanátt verður því áfram ríkjandi um sinn og gengur á með skúrum eða slydduéljum framan af morgni, en síðar snjóéljum og kólnar í veðri. Hiti verður í hringum frostmark. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði hægari vindur og bjartviðri norðaustanlands en í kvöld verður lægðin komin að Vestfjörðum og hvessir þá þar af norðaustri og snjóar. „Í nótt hreyfist lægðin síðan suður á bóginn og fer yfir Vesturland og síðar suðvesturhluta landsins og má því reikna með snjókomu um tíma á þeim slóðum. Síðdegis á morgun, laugardag er lægðin komin yfir Suðausturland og vindur því orðinn norðlægari. Ofankoman er þá einkum bundin við norðanvert landið, en farið að létta til syðra. Á sunnudag er lægð gærdagsins á bak og burt, en í staðinn kemur dálítill hæðarhryggur og birtir þá einnig til fyrir norðan. Hins vega eru vísbendingar um enn eina lægðin á leið yfir Vestfirði sunndagskvöld. Norðanáttin um helgina dregur með sér mjög kalt heimskautaloft og kólnar því talsvert um land allt,“ segir á vef Veðurstofunnar. Hiti verður í hringum frostmark.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og víða dálítil él. Gengur í norðan 10-15 með snjókomu eða éljagangi uppúr hádegi, fyrst norðvestantil, en rofar til sunnan heiða. Frost 1 til 10 stig, minnst við sjávarsíðuna. Á sunnudag: Norðlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en 8-15 m/s og él norðaustanlands fram á kvöld. Frost 5 til 20 stig, kaldast inn til landsins. Á mánudag: Austlæg átt snjókoma með köflum, en norðlægari og dálítil él norðaustanlands. Talsvert frost um allt land. Á þriðjudag (gamlársdagur) og miðvikudag (nýársdagur): Fremur hæg norðlæg og dálítil él á Norður- og Ausutrlandi, en annars yfirleitt bjartviðri. Áfram kalt í veðri. Á fimmtudag: Útlit fyrir hæga vinda, bjartviðri og hörkufrost. Veður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði hægari vindur og bjartviðri norðaustanlands en í kvöld verður lægðin komin að Vestfjörðum og hvessir þá þar af norðaustri og snjóar. „Í nótt hreyfist lægðin síðan suður á bóginn og fer yfir Vesturland og síðar suðvesturhluta landsins og má því reikna með snjókomu um tíma á þeim slóðum. Síðdegis á morgun, laugardag er lægðin komin yfir Suðausturland og vindur því orðinn norðlægari. Ofankoman er þá einkum bundin við norðanvert landið, en farið að létta til syðra. Á sunnudag er lægð gærdagsins á bak og burt, en í staðinn kemur dálítill hæðarhryggur og birtir þá einnig til fyrir norðan. Hins vega eru vísbendingar um enn eina lægðin á leið yfir Vestfirði sunndagskvöld. Norðanáttin um helgina dregur með sér mjög kalt heimskautaloft og kólnar því talsvert um land allt,“ segir á vef Veðurstofunnar. Hiti verður í hringum frostmark.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og víða dálítil él. Gengur í norðan 10-15 með snjókomu eða éljagangi uppúr hádegi, fyrst norðvestantil, en rofar til sunnan heiða. Frost 1 til 10 stig, minnst við sjávarsíðuna. Á sunnudag: Norðlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en 8-15 m/s og él norðaustanlands fram á kvöld. Frost 5 til 20 stig, kaldast inn til landsins. Á mánudag: Austlæg átt snjókoma með köflum, en norðlægari og dálítil él norðaustanlands. Talsvert frost um allt land. Á þriðjudag (gamlársdagur) og miðvikudag (nýársdagur): Fremur hæg norðlæg og dálítil él á Norður- og Ausutrlandi, en annars yfirleitt bjartviðri. Áfram kalt í veðri. Á fimmtudag: Útlit fyrir hæga vinda, bjartviðri og hörkufrost.
Veður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira