Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2024 23:19 Skip landhelgisgæslu Finnlands fylgdi olíuskipinu Eagle S inn í landhelgi Finnlands. X/finnska lögreglan Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. Greint var frá biluninni í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Finngrid tjáði fjölmiðlum snemma að mögulega væri um skemmdarverk væri að ræða. Í dag var síðan greint frá því að fjórir fjarskiptastrengir til viðbótar lægju niðri í Eystrasalti. Í umfjöllun finnska ríkismiðilsins Yle kemur fram að spjótin beinist að skipinu Eagle S, sem landhelgisgæsla Finna fylgdi út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Skipið er hefur nú verið fest við akkeri innan landhelgi Finna, auk þess sem flugbann er í gildi í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Finna var akkeri skipsins ekki á sínum stað, sem eykur grunsemdir yfirvalda. Þá hafa talsmenn innan úr rannsóknarteymi tilkynnt að fyrstu rannsóknir gefi til kynna að akkeri skipsins hafi valdið tjóninu á sæstrengnum. Olíuskipið var á leið frá Sanktí Pétursborg til Egyptalands, en samkvæmt breska miðlinum Lloyd's List er Eagle S hluti af olíuskipaflota Rússa sem kallaður er „skuggaflotinn“. Skýrist það af því að litlar sem engar upplýsingar er að finna um raunverulegt eignarhald þessara gömlu olíuskipa, sem virðast hafa þann eina tilgang að flytja olíu frá löndum sem sæta viðskiptaþvingunum. Þannig eru flest skipin eldri en fimmtán ára og stunda siglingar sem Bandaríkin skilgreina sem blekkjandi (e. deceptive maritime practices), eru án fullnægjandi trygginga og í slæmu ásigkomulagi, þannig að hætta á umhverfisspjöllum er talin mikil. Eagle S skipið er um tuttugu ára gamalt og samkvæmt Lloyd's List er það í eigu fyrirtækis að nafni Caravella, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Lögregla rannsakar atvikið sem skemmdarverk. Petteri Orpo forsætisráðherra Finna segir að Finnland muni svara skemmdarverkinu af hörku. Gera verði meira til þess að brjóta skuggaflotann á bak aftur. „Þessi skuggaskip eru að pumpa peningum inn í rússnesku hernaðarvélina þannig að Rússland geti haldið stríði sínu gegn Úkraínu áfram. Skipin hafa bæst við á lista yfir skip sem skulu sæta viðskiptaþvingunum, það hefur strax haft áhrif.“ Orpo vildi þó ekki tengja Rússa beint við árásina. Hann sagði að engin samskipti hafi átt sér stað við rússnesk yfirvöld í dag. Atvikið bætist við tvö keimlík skemmdarverk sem virðast hafa verið gerðar á sæstrengi í Eystrasalti. Einn strengurinn lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart. Finnland Eistland Sæstrengir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Greint var frá biluninni í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Finngrid tjáði fjölmiðlum snemma að mögulega væri um skemmdarverk væri að ræða. Í dag var síðan greint frá því að fjórir fjarskiptastrengir til viðbótar lægju niðri í Eystrasalti. Í umfjöllun finnska ríkismiðilsins Yle kemur fram að spjótin beinist að skipinu Eagle S, sem landhelgisgæsla Finna fylgdi út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Skipið er hefur nú verið fest við akkeri innan landhelgi Finna, auk þess sem flugbann er í gildi í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Finna var akkeri skipsins ekki á sínum stað, sem eykur grunsemdir yfirvalda. Þá hafa talsmenn innan úr rannsóknarteymi tilkynnt að fyrstu rannsóknir gefi til kynna að akkeri skipsins hafi valdið tjóninu á sæstrengnum. Olíuskipið var á leið frá Sanktí Pétursborg til Egyptalands, en samkvæmt breska miðlinum Lloyd's List er Eagle S hluti af olíuskipaflota Rússa sem kallaður er „skuggaflotinn“. Skýrist það af því að litlar sem engar upplýsingar er að finna um raunverulegt eignarhald þessara gömlu olíuskipa, sem virðast hafa þann eina tilgang að flytja olíu frá löndum sem sæta viðskiptaþvingunum. Þannig eru flest skipin eldri en fimmtán ára og stunda siglingar sem Bandaríkin skilgreina sem blekkjandi (e. deceptive maritime practices), eru án fullnægjandi trygginga og í slæmu ásigkomulagi, þannig að hætta á umhverfisspjöllum er talin mikil. Eagle S skipið er um tuttugu ára gamalt og samkvæmt Lloyd's List er það í eigu fyrirtækis að nafni Caravella, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Lögregla rannsakar atvikið sem skemmdarverk. Petteri Orpo forsætisráðherra Finna segir að Finnland muni svara skemmdarverkinu af hörku. Gera verði meira til þess að brjóta skuggaflotann á bak aftur. „Þessi skuggaskip eru að pumpa peningum inn í rússnesku hernaðarvélina þannig að Rússland geti haldið stríði sínu gegn Úkraínu áfram. Skipin hafa bæst við á lista yfir skip sem skulu sæta viðskiptaþvingunum, það hefur strax haft áhrif.“ Orpo vildi þó ekki tengja Rússa beint við árásina. Hann sagði að engin samskipti hafi átt sér stað við rússnesk yfirvöld í dag. Atvikið bætist við tvö keimlík skemmdarverk sem virðast hafa verið gerðar á sæstrengi í Eystrasalti. Einn strengurinn lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart.
Finnland Eistland Sæstrengir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira