Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. desember 2024 16:36 38 manns létu lífið þegar flugvélin brotlenti. AP/Azamat Sarsenbayev Fjölmargar kenningar hafa farið á flug síðan asersk farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan í gær jóladag. Rússnesk og kasöksk yfirvöld hafa reynt að lægja öldurnar en fátt er vitað með vissu um tildrög slyssins. Farþegaflugvél á vegum Azerbaijan Airlines brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 62 farþega um borð, 38 þeirra létu lífið. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs sé talsvert utan leiðar. Fullyrðingar um aðkomu Rússa órökstuddar Andrí Kovalenkó, leiðtogi nefndar innan úkraínska hersins sem hefur markmið að stiga stemmu við falsupplýsingum, fullyrti á samfélagsmiðlum í gær að rússneskar loftvarnir hefðu skotið flugvélina niður. Hann vísaði til mynda sem hafa verið í dreifingu af götóttum skrokki vélarinnar og björgunarvestum máli sínu til stuðnings. Dmítrí Peskov, talsmaður forseta Rússlandsforseta, segir rannsókn þegar hafna á tildrögum slyssins og ekki væri rétt að fara í neinar bollaleggingar fyrr en niðurstaða þeirrar rannsóknar lægi fyrir. Þá tjáði forseti öldungadeildar kasakska þingsins sig einnig um málið. „Ekkert þessara landa, ekki Aserbaídsjan, Rússland né Kasakstan, vilja fela neitt. Allar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar almenningi,“ hefur Guardian eftir Asjimbajev Maulen. forseti þingsins. Jafnframt sagði hann fullyrðingar um aðkomu rússneskra loftvarna órökstuddar og ófyrirsvaranlegar. Rússneskar loftvarnir hafi haldið að flugvélin væri úkraínskur dróni Heimildarmenn fréttaveitunnar Reuters innan aserska flugmálageirans segja að fyrstu fregnir af rannsókninni bendi til að flugvélin hafi orðið fyrir skothríð rússnesks loftvarnarkerfis. Samskiptakerfi flugvélarinnar hafi verið rofið þegar flugvélin nálgaðist áfangastaðinn Grosní. Þessar heimildir Reuters eru þó einróma um að árásin hafi ekki verið af vilja gerð. Þess má geta að Grosní hefur ítrekað verið skotmark flygildaárása Úkraínumanna síðan Rússland réðist inn í Úkraínu í febrúar ársins 2022. Fyrr á jóladag tilkynnti rússneska varnarmálaráðuneytið að loftvarnir þeirra hefðu skotið niður 59 flygildi þvert yfir Rússland. Embættismaður innan téténsku landsstjórnarinnar birti færslu á samfélagsmiðla í gærmorgun þar sem hann sagði öll flygildi þar hafa verið skotin niður. Rússnesk flugmálayfirvöld segja að líklega hafi fugl flogið á flugvélina og henni því gert að breyta um stefnu. Asersk flugmálayfirvöld rannsaka nú málið. Fréttir af flugi Rússland Aserbaídsjan Úkraína Kasakstan Tengdar fréttir Um helmingur farþega komst lífs af 69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af. 25. desember 2024 18:07 Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Farþegaflugvél á vegum Azerbaijan Airlines brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 62 farþega um borð, 38 þeirra létu lífið. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs sé talsvert utan leiðar. Fullyrðingar um aðkomu Rússa órökstuddar Andrí Kovalenkó, leiðtogi nefndar innan úkraínska hersins sem hefur markmið að stiga stemmu við falsupplýsingum, fullyrti á samfélagsmiðlum í gær að rússneskar loftvarnir hefðu skotið flugvélina niður. Hann vísaði til mynda sem hafa verið í dreifingu af götóttum skrokki vélarinnar og björgunarvestum máli sínu til stuðnings. Dmítrí Peskov, talsmaður forseta Rússlandsforseta, segir rannsókn þegar hafna á tildrögum slyssins og ekki væri rétt að fara í neinar bollaleggingar fyrr en niðurstaða þeirrar rannsóknar lægi fyrir. Þá tjáði forseti öldungadeildar kasakska þingsins sig einnig um málið. „Ekkert þessara landa, ekki Aserbaídsjan, Rússland né Kasakstan, vilja fela neitt. Allar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar almenningi,“ hefur Guardian eftir Asjimbajev Maulen. forseti þingsins. Jafnframt sagði hann fullyrðingar um aðkomu rússneskra loftvarna órökstuddar og ófyrirsvaranlegar. Rússneskar loftvarnir hafi haldið að flugvélin væri úkraínskur dróni Heimildarmenn fréttaveitunnar Reuters innan aserska flugmálageirans segja að fyrstu fregnir af rannsókninni bendi til að flugvélin hafi orðið fyrir skothríð rússnesks loftvarnarkerfis. Samskiptakerfi flugvélarinnar hafi verið rofið þegar flugvélin nálgaðist áfangastaðinn Grosní. Þessar heimildir Reuters eru þó einróma um að árásin hafi ekki verið af vilja gerð. Þess má geta að Grosní hefur ítrekað verið skotmark flygildaárása Úkraínumanna síðan Rússland réðist inn í Úkraínu í febrúar ársins 2022. Fyrr á jóladag tilkynnti rússneska varnarmálaráðuneytið að loftvarnir þeirra hefðu skotið niður 59 flygildi þvert yfir Rússland. Embættismaður innan téténsku landsstjórnarinnar birti færslu á samfélagsmiðla í gærmorgun þar sem hann sagði öll flygildi þar hafa verið skotin niður. Rússnesk flugmálayfirvöld segja að líklega hafi fugl flogið á flugvélina og henni því gert að breyta um stefnu. Asersk flugmálayfirvöld rannsaka nú málið.
Fréttir af flugi Rússland Aserbaídsjan Úkraína Kasakstan Tengdar fréttir Um helmingur farþega komst lífs af 69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af. 25. desember 2024 18:07 Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Um helmingur farþega komst lífs af 69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af. 25. desember 2024 18:07
Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52