76ers sóttu sigur úr Garðinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 01:05 Joel Embiid sótti sér jólagjöf úr Garðinum. Brian Fluharty/Getty Images Boston Celtics tóku á móti Philadelphia 76ers í TD Garden í stórleik jóladags í austurdeildinni. 76ers sluppu með 114-118 sigur eftir stórkostlegan leik, þar sem þeir leiddu framan af en voru hársbreidd frá því að missa leikinn frá sér. 76ers spiluðu betur í fyrri hálfleik og leiddu mest með sextán stigum en Celtics mættu öflugri út í seinni hálfleik og staðan jöfn þegar þriðja leikhluta lauk. Tatum from the midrange 💰Celtics take the lead in the 3Q! pic.twitter.com/Ur2J2ccWoo— NBA (@NBA) December 25, 2024 Fjórði leikhluti var æsispennandi. Hann hófst á góðu áhlaupi 76ers sem höfðu fimmtán stiga forystu eftir fyrstu fimm mínúturnar, en þá fór að hitna undir heimamönnum. Stemningin í húsinu jókst með hverri körfu sem Celtics settu, jólaandinn virtist svífa í loftinu og skyndilega, eða þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum, munaði aðeins þremur stigum. 76ers höfðu þá tapað boltanum þrisvar í röð og útlitið svart. CELTICS CUT IT TO 3 👀An 11-0 run is capped off by this defense to offense!🎄 PHI-BOS | #NBAXmas | 2:25 in the 4Q🎁 ABC, ESPN, ESPN+ & Disney+ pic.twitter.com/4bUzJZKACg— NBA (@NBA) December 26, 2024 The crowd is ROCKING in Boston 🍀 https://t.co/yE6UDZWvdX pic.twitter.com/QGSR2qvzi8— NBA (@NBA) December 26, 2024 En eftir leikhlé hysjuðu þeir aftur upp um sig og þegar rúm mínúta var eftir setti Tyrese Maxey ótrúlega körfu sem svo gott sem vann leikinn. 76ers áttu þá innkast þegar aðeins 1,1 sekúnda var eftir af skotklukkunni, en tókst að koma boltanum í leik og ofan í áður en hún rann út. TYRESE MAXEY BEATS THE SHOT CLOCK 🚨 pic.twitter.com/AzCR1WPOjx— ESPN (@espn) December 26, 2024 Celtics gerðu strangheiðarlega tilraun til að jafna leikinn, Jaylen Brown minnkaði muninn í tvö stig með frábæru þriggja stiga skoti. Síðan var brotið á Joel Embiid, sem hafði tekið furðulegar ákvarðanir í fjórða leikhluta, en setti bæði vítin og tryggði 76ers 114-118 sigur, sinn áttunda í síðustu ellefu leikjum. 76ers eru að rífa sig upp af botninum eftir skelfilega byrjun og sitja nú í ellefta sæti deildarinnar, með 11 sigra og 17 töp. Celtics eru í öðru sæti með 22 sigra og 8 töp. Tyrese Maxey átti sannkallaðan stórleik, skoraði 33 stig, greip 4 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Jayson Tatum var litlu síðri, skoraði 32 stig, greip 15 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Tyrese Maxey was the 🌟 at the top of the tree for Philly on #NBAXmas! 🎄 33 PTS🎄 12 AST🎄 3 STL🎄 3 3PMThe 76ers are 8-3 in their last 11! pic.twitter.com/gPee22UXnF— NBA (@NBA) December 26, 2024 NBA Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
76ers spiluðu betur í fyrri hálfleik og leiddu mest með sextán stigum en Celtics mættu öflugri út í seinni hálfleik og staðan jöfn þegar þriðja leikhluta lauk. Tatum from the midrange 💰Celtics take the lead in the 3Q! pic.twitter.com/Ur2J2ccWoo— NBA (@NBA) December 25, 2024 Fjórði leikhluti var æsispennandi. Hann hófst á góðu áhlaupi 76ers sem höfðu fimmtán stiga forystu eftir fyrstu fimm mínúturnar, en þá fór að hitna undir heimamönnum. Stemningin í húsinu jókst með hverri körfu sem Celtics settu, jólaandinn virtist svífa í loftinu og skyndilega, eða þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum, munaði aðeins þremur stigum. 76ers höfðu þá tapað boltanum þrisvar í röð og útlitið svart. CELTICS CUT IT TO 3 👀An 11-0 run is capped off by this defense to offense!🎄 PHI-BOS | #NBAXmas | 2:25 in the 4Q🎁 ABC, ESPN, ESPN+ & Disney+ pic.twitter.com/4bUzJZKACg— NBA (@NBA) December 26, 2024 The crowd is ROCKING in Boston 🍀 https://t.co/yE6UDZWvdX pic.twitter.com/QGSR2qvzi8— NBA (@NBA) December 26, 2024 En eftir leikhlé hysjuðu þeir aftur upp um sig og þegar rúm mínúta var eftir setti Tyrese Maxey ótrúlega körfu sem svo gott sem vann leikinn. 76ers áttu þá innkast þegar aðeins 1,1 sekúnda var eftir af skotklukkunni, en tókst að koma boltanum í leik og ofan í áður en hún rann út. TYRESE MAXEY BEATS THE SHOT CLOCK 🚨 pic.twitter.com/AzCR1WPOjx— ESPN (@espn) December 26, 2024 Celtics gerðu strangheiðarlega tilraun til að jafna leikinn, Jaylen Brown minnkaði muninn í tvö stig með frábæru þriggja stiga skoti. Síðan var brotið á Joel Embiid, sem hafði tekið furðulegar ákvarðanir í fjórða leikhluta, en setti bæði vítin og tryggði 76ers 114-118 sigur, sinn áttunda í síðustu ellefu leikjum. 76ers eru að rífa sig upp af botninum eftir skelfilega byrjun og sitja nú í ellefta sæti deildarinnar, með 11 sigra og 17 töp. Celtics eru í öðru sæti með 22 sigra og 8 töp. Tyrese Maxey átti sannkallaðan stórleik, skoraði 33 stig, greip 4 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Jayson Tatum var litlu síðri, skoraði 32 stig, greip 15 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Tyrese Maxey was the 🌟 at the top of the tree for Philly on #NBAXmas! 🎄 33 PTS🎄 12 AST🎄 3 STL🎄 3 3PMThe 76ers are 8-3 in their last 11! pic.twitter.com/gPee22UXnF— NBA (@NBA) December 26, 2024
NBA Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira