Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 17:44 Carvana Mesa Arizona Cup MESA, ARIZONA - FEBRUARY 25: Mary Brascia mentally focuses during a timeout against Anna Leigh Waters in the 2024 PPA Carvana Mesa Arizona Cup championships match of the Pro Women's Singles Division at Bell Bank Park on February 25, 2024 in Mesa, Arizona. (Photo by Bruce Yeung/Getty Images) Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í áhugaverðri íþrótt sem hefur vaxið mikið í vinsældum undanfarin ár. Pickleball, eða súrknattleikur, er blanda af badminton, tennis og borðtennis. Anna Leigh Waters kemur úr fjölskyldu sem elskar íþróttina og fylgdi í fótspor móður sinnar, Anna hefur verið atvinnumaður síðan hún var ellefu ára gömul og er í dag efst á heimslistanum í súrknattleiks, stærsta stjarnan og sú launahæsta. „Hún mun þéna meira en þrjár milljónir dollara á þessu ári [um 418 milljónir ísl. króna],“ sagði umboðsmaður hennar, Kelly Wolf, í viðtali við Forbes. Efsti maðurinn á heimslista karla, Ben Johns, mun til samanburðar þéna hálfri milljón dollara minna. Tekjurnar eru einnig byggðar á samstarfssamningum við fyrirtæki, sem auglýsa íþróttina eða vilja hafa önnur áhrif. Women’s Doubles Champs 🏆 @AnnaLeighWaters This marks Leigh’s first title in 25 months, as the mother-daughter duo adds their ninth career PPA trophy together 🤝 pic.twitter.com/v6ABBBJSYy— Carvana PPA Tour (@PPAtour) December 22, 2024 Hvað er pickleball? Íþróttin var upphaflega leikur barna en hefur vaxið verulega í umfangi og vinsældum. Skemmtileg blanda sem spiluð er á badminton velli, með bandí bolta, tennis neti og risavöxnum borðtennis spaða. Nokkuð einföld í framkvæmd, og flestar reglurnar snúast aðeins um upphaf leiksins, uppgjöfina, en aðeins má gefa upp með undirhandarskoti og inn á ákveðið svæði. Fyrir forvitna sem vilja betur kynna sér pickleball, og innreið íþróttarinnar á Íslandi, má finna ítarlegri umfjöllun Vísis og Stöðvar 2 hér. Anna Leigh spilar í einni af Major League Picleball deildunum, þar sem LeBron James og Tom Brady meðal annara eiga félög. Fyrrum tennisstjörnur á borð við Novak Djokovic og Maria Sharapova hafa tekið þátt í kynningarleikjum á mótum þar sem Anna Leigh hefur leikið. Nýlega var einnig haldinn kynningarleikur í Central Park í New York þar sem hún vann alla tíu leikina fyrir framan þúsundir áhorfenda. „Þetta er mjög gott fyrir íþróttina. Það eru einhverjar átta milljónir sem búa í New York, þannig að bara sú staðreynd að við spiluðum þarna, meira að segja fólk sem var ekki þarna mun heyra af þessu, sjá þetta og kynnast háklassa súrknattleik,“ sagði framkvæmdastjóri deildarinnar, Ryan Harwood. Bandaríkin Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira
Anna Leigh Waters kemur úr fjölskyldu sem elskar íþróttina og fylgdi í fótspor móður sinnar, Anna hefur verið atvinnumaður síðan hún var ellefu ára gömul og er í dag efst á heimslistanum í súrknattleiks, stærsta stjarnan og sú launahæsta. „Hún mun þéna meira en þrjár milljónir dollara á þessu ári [um 418 milljónir ísl. króna],“ sagði umboðsmaður hennar, Kelly Wolf, í viðtali við Forbes. Efsti maðurinn á heimslista karla, Ben Johns, mun til samanburðar þéna hálfri milljón dollara minna. Tekjurnar eru einnig byggðar á samstarfssamningum við fyrirtæki, sem auglýsa íþróttina eða vilja hafa önnur áhrif. Women’s Doubles Champs 🏆 @AnnaLeighWaters This marks Leigh’s first title in 25 months, as the mother-daughter duo adds their ninth career PPA trophy together 🤝 pic.twitter.com/v6ABBBJSYy— Carvana PPA Tour (@PPAtour) December 22, 2024 Hvað er pickleball? Íþróttin var upphaflega leikur barna en hefur vaxið verulega í umfangi og vinsældum. Skemmtileg blanda sem spiluð er á badminton velli, með bandí bolta, tennis neti og risavöxnum borðtennis spaða. Nokkuð einföld í framkvæmd, og flestar reglurnar snúast aðeins um upphaf leiksins, uppgjöfina, en aðeins má gefa upp með undirhandarskoti og inn á ákveðið svæði. Fyrir forvitna sem vilja betur kynna sér pickleball, og innreið íþróttarinnar á Íslandi, má finna ítarlegri umfjöllun Vísis og Stöðvar 2 hér. Anna Leigh spilar í einni af Major League Picleball deildunum, þar sem LeBron James og Tom Brady meðal annara eiga félög. Fyrrum tennisstjörnur á borð við Novak Djokovic og Maria Sharapova hafa tekið þátt í kynningarleikjum á mótum þar sem Anna Leigh hefur leikið. Nýlega var einnig haldinn kynningarleikur í Central Park í New York þar sem hún vann alla tíu leikina fyrir framan þúsundir áhorfenda. „Þetta er mjög gott fyrir íþróttina. Það eru einhverjar átta milljónir sem búa í New York, þannig að bara sú staðreynd að við spiluðum þarna, meira að segja fólk sem var ekki þarna mun heyra af þessu, sjá þetta og kynnast háklassa súrknattleik,“ sagði framkvæmdastjóri deildarinnar, Ryan Harwood.
Hvað er pickleball? Íþróttin var upphaflega leikur barna en hefur vaxið verulega í umfangi og vinsældum. Skemmtileg blanda sem spiluð er á badminton velli, með bandí bolta, tennis neti og risavöxnum borðtennis spaða. Nokkuð einföld í framkvæmd, og flestar reglurnar snúast aðeins um upphaf leiksins, uppgjöfina, en aðeins má gefa upp með undirhandarskoti og inn á ákveðið svæði. Fyrir forvitna sem vilja betur kynna sér pickleball, og innreið íþróttarinnar á Íslandi, má finna ítarlegri umfjöllun Vísis og Stöðvar 2 hér.
Bandaríkin Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira