Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. desember 2024 18:00 Alessandro Nesta hefur ekki tekist að fylgja góðum árangri fyrri þjálfara eftir. Marco Luzzani/Getty Images Alessandro Nesta hefur verið sagt upp störfum hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza eftir að hafa aðeins unnið einn af sautján leikjum við stjórnvölinn. Nesta átti farsælan feril sem leikmaður, var meðal annars fyrirliði Lazio, vann Meistaradeildina í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006. Nesta var öflugur miðvörður. Nordic Photos / AFP Á þjálfaraferli sínum hefur hann stýrt Miami FC, Perugia, Frosinone og síðast Reggiana. Hann tók við hjá Monza í sumar eftir að Raffaele Palladino, sem hafði stýrt liðinu tvö tímabil og náð frábærum árangri, fór til Fiorentina. Monza var að spila sín fyrstu tvö tímabil í úrvalsdeild og hafnaði í 11. og 12. sæti. Á þessu tímabili undir stjórn Nesta hefur hins vegar ekki gengið eins vel. Liðið hefur aðeins unnið einn leik, gert sjö jafntefli, tapað níu leikjum og situr í neðsta sæti deildarinnar. Síðasti leikur Nesta við stjórn var í gærkvöldi þar sem liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Juventus. AC Monza comunica di aver sollevato Alessandro Nesta dall’incarico di allenatore della Prima Squadra.Il Club ringrazia il tecnico per quanto fatto finora e gli augura il meglio per il futuro. pic.twitter.com/RjgdhmHwBC— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Monza tilkynnti ákvörðunina fyrr í dag, um klukkan hálf tvö, og leitin að eftirmanni Nesta stóð ekki lengi. Salvatore Bocchetti skrifaði undir samning til 2027 um hálf fjögur leitið. AC Monza comunica che Salvatore Bocchetti è il nuovo allenatore della Prima Squadra biancorossa, con un contratto fino al 30 giugno 2027. pic.twitter.com/rs1x5JtVzw— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Bocchetti var á sínum tíma miðvörður, líkt og Nesta. Hann hóf ferilinn á Ítalíu en eyddi níu árum í Rússlandi sem leikmaður Rubin Kazan og Spartak Moskvu. Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Ítalíu og var í leikmannahópnum á heimsmeistaramótinu 2010. Þjálfaraferill hans hófst þar sem leikmannaferillinn endaði árið 2021, hjá Hellas Verona sem þjálfari í unglingaliðum og síðar aðstoðarþjálfari og tímabundinn aðalþjálfari aðalliðsins. Hann fór frá félaginu í fyrra og hefur verið án starfs síðan. Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Nesta átti farsælan feril sem leikmaður, var meðal annars fyrirliði Lazio, vann Meistaradeildina í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006. Nesta var öflugur miðvörður. Nordic Photos / AFP Á þjálfaraferli sínum hefur hann stýrt Miami FC, Perugia, Frosinone og síðast Reggiana. Hann tók við hjá Monza í sumar eftir að Raffaele Palladino, sem hafði stýrt liðinu tvö tímabil og náð frábærum árangri, fór til Fiorentina. Monza var að spila sín fyrstu tvö tímabil í úrvalsdeild og hafnaði í 11. og 12. sæti. Á þessu tímabili undir stjórn Nesta hefur hins vegar ekki gengið eins vel. Liðið hefur aðeins unnið einn leik, gert sjö jafntefli, tapað níu leikjum og situr í neðsta sæti deildarinnar. Síðasti leikur Nesta við stjórn var í gærkvöldi þar sem liðið tapaði 2-1 á heimavelli gegn Juventus. AC Monza comunica di aver sollevato Alessandro Nesta dall’incarico di allenatore della Prima Squadra.Il Club ringrazia il tecnico per quanto fatto finora e gli augura il meglio per il futuro. pic.twitter.com/RjgdhmHwBC— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Monza tilkynnti ákvörðunina fyrr í dag, um klukkan hálf tvö, og leitin að eftirmanni Nesta stóð ekki lengi. Salvatore Bocchetti skrifaði undir samning til 2027 um hálf fjögur leitið. AC Monza comunica che Salvatore Bocchetti è il nuovo allenatore della Prima Squadra biancorossa, con un contratto fino al 30 giugno 2027. pic.twitter.com/rs1x5JtVzw— AC Monza (@ACMonza) December 23, 2024 Bocchetti var á sínum tíma miðvörður, líkt og Nesta. Hann hóf ferilinn á Ítalíu en eyddi níu árum í Rússlandi sem leikmaður Rubin Kazan og Spartak Moskvu. Hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Ítalíu og var í leikmannahópnum á heimsmeistaramótinu 2010. Þjálfaraferill hans hófst þar sem leikmannaferillinn endaði árið 2021, hjá Hellas Verona sem þjálfari í unglingaliðum og síðar aðstoðarþjálfari og tímabundinn aðalþjálfari aðalliðsins. Hann fór frá félaginu í fyrra og hefur verið án starfs síðan.
Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira