Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2024 14:07 Sigurður Ingi sagði ýmislegt ahyglisvert við nýjan stjórnarsáttmála, einkum þó það sem ekki væri þar. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins var í stuttu viðtali eftir að starfsstjórn Bjarna Benediktssonar skilaði inn lyklunum og stjórn Kristrúnar Frostadóttir tók við á Bessastöðum. Sigurður Ingi sagði ítrekað að hann vildi spara sig í yfirlýsingum, hann vildi leyfa deginum að líða og nýrri stjórn að spegla sig í þessum nýju aðstæðum. Þá var hann sannfærður um að sagan myndi fara mildum höndum um verk Framsóknarflokksins á undangengnum árum. Þegar á hann var gengið gat hann þó ekki orða bundist: „Það er margt áhugavert sem er í stjórnarsáttmálanum en kannski ekki síður það sem ekki er þar. Hefði ég kosið þessa flokka,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að fyrir kosningar hefði verið talað um að það þyrfti að laga ýmislegt. „Mér sýnist að það eigi að halda áfram að gera nákvæmlega það sem við vorum að gera. Þar eru boðuð allnokkur útgjöld. En engar tekjur. Leggja niður eitt ráðuneyti, spara nokkur hundruð milljónir þar. En ýmis útgjöld eru þarna nefnd kosta nokkra milljarða þannig að … Ég á eftir að sjá hvernig þær gera þetta.“ Sigurður Ingi er sem sagt þeirrar skoðunar að stórt bil sé milli kosningaloforða og svo þess sem stendur í stjórnarsáttmálanum, sem hann á reyndar eftir að lesa ítarlega, hann byggi sínar skoðanir á því sem þá hafði komið fram í fréttum. Þá sagði formaður Framsóknarflokksins fráfarandi ríkisstjórn hafa staðið í ístaðinu. Hann lítur stoltur um öxl. „Já, mjög. Ég er sannfærður um að í baksýnisspegli sagnfræðinnar verði litið til þessara tíu ára, eða allt frá 2013, sem einhvers mesta hagvaxtarskeiðs í sögu lýðveldisins. Þrátt fyrir það að við höfum tekist á við ótrúlegustu hluti eins og heimsfaraldur, jarðelda og stríð í Evrópu. Sem er nú fyrst og fremst það sem ég hef áhyggjur af næstu misserin.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Sigurður Ingi sagði ítrekað að hann vildi spara sig í yfirlýsingum, hann vildi leyfa deginum að líða og nýrri stjórn að spegla sig í þessum nýju aðstæðum. Þá var hann sannfærður um að sagan myndi fara mildum höndum um verk Framsóknarflokksins á undangengnum árum. Þegar á hann var gengið gat hann þó ekki orða bundist: „Það er margt áhugavert sem er í stjórnarsáttmálanum en kannski ekki síður það sem ekki er þar. Hefði ég kosið þessa flokka,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að fyrir kosningar hefði verið talað um að það þyrfti að laga ýmislegt. „Mér sýnist að það eigi að halda áfram að gera nákvæmlega það sem við vorum að gera. Þar eru boðuð allnokkur útgjöld. En engar tekjur. Leggja niður eitt ráðuneyti, spara nokkur hundruð milljónir þar. En ýmis útgjöld eru þarna nefnd kosta nokkra milljarða þannig að … Ég á eftir að sjá hvernig þær gera þetta.“ Sigurður Ingi er sem sagt þeirrar skoðunar að stórt bil sé milli kosningaloforða og svo þess sem stendur í stjórnarsáttmálanum, sem hann á reyndar eftir að lesa ítarlega, hann byggi sínar skoðanir á því sem þá hafði komið fram í fréttum. Þá sagði formaður Framsóknarflokksins fráfarandi ríkisstjórn hafa staðið í ístaðinu. Hann lítur stoltur um öxl. „Já, mjög. Ég er sannfærður um að í baksýnisspegli sagnfræðinnar verði litið til þessara tíu ára, eða allt frá 2013, sem einhvers mesta hagvaxtarskeiðs í sögu lýðveldisins. Þrátt fyrir það að við höfum tekist á við ótrúlegustu hluti eins og heimsfaraldur, jarðelda og stríð í Evrópu. Sem er nú fyrst og fremst það sem ég hef áhyggjur af næstu misserin.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent