„Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2024 10:37 Feðgarnir Árni Þórður og Sigurður Þ. Ragnarsson. Myndin er tekin þegar Árni Þórður útskrifaðist sem tollari en Sigurður starfaði einmitt á árum áður sem slíkur. Sigurður Þ. Ragnarsson betur þekktur sem Siggi stormur segist hafa fundið fyrir kvíða fyrir jólunum en þetta eru þau fyrstu eftir að sonur hans Árni Þórður Sigurðarson lést í ágúst síðastliðnum. Hann segir það hafa hjálpað sér mest í sorginni að tala um son sinn. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Siggi var gestur. Árni Þórður hneig niður fyrir þremur árum vegna líffærabilunar og var haldið í öndunarvél í tvo og hálfan mánuð. Siggi segir í Bítinu að jólin séu erfiður tími en veikindi Árna bar upp 21. desember árið 2021, rétt fyrir jól. Tími sem verður alltaf erfiðastur „Nú eru þetta fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt. Þetta er auðvitað bara hræðilegur tími, þannig. Við fórum nú í gegnum jólin þarna fyrst þegar hann var veikur og lifandi í þessum vélum. Það var mjög erfitt, af því að við eigum tvo aðra stráka og maður er foreldri áfram. Maður þarf að sýna aðeins andlitið, að það sé eitthvað í lagi.“ Sigurður lýsir segir Árna, sem var miðsonur þeirra hjóna, hafa verið mikið heima. Hann hafi verið mikill mömmustrákur, spilað á gítar og önnur hljóðfæri og alltaf leikið á als oddi á Gamlárskvöld og verið mikill áramótastrákur. Það verði líka mikill sjónarsviptir fyrir stórfjölskylduna, áramótin verði allt öðruvísi í ár án Árna. „Svona er lífið, það er enginn sem lofaði að þetta myndi allt saman ganga bara eins og malbikaður vegur. Við erum svo sem búin að átta okkur á því hjónin að það að missa barn er eitt það erfiðasta sem maður getur held ég gengið í gegnum. En við höfum fengið ómetanlegan stuðning bæði frá systkinum mínum og fjölskyldu og pabba. Hann er nú 95 ára gamall og hjálpar samt. Og mjög vel. Og síðan af tengdafjölskyldunni.“ Siggi segir ýmsa segja að tíminn lækni öll sár. Tíminn deyfi sárin kannski en ekki þurfi mikið til að sorgin kvikni. „Það þarf ekki nema að þið setjið eitthvað lag á fóninn sem minnir mig allt í einu á strákinn, hann Árna. Það þarf ekki nema að eitthvað lag komi og þá tárast maður. Þá fer allt í einu allt tilfinningakerfið í gang, rússíbanareiðin sem fylgir því.“ Finnst gott að tala um son sinn Sigurður segir sorgina vera þess eðlis að hann viti ekki hvaða viðbrögð séu rétt. Hann hafi farið á sorgarviðbragðanámskeið og rætt sorg sína við geðlækni. „Ég er með geðlækni sem ég fæ að heimsækja reglulega núna. Það er óskaplega gott að fá að tala svona hreint út. Það er óskaplega gott að fá að tala svona hreint út. Það er mjög mikill léttir og léttir mjög á. Ég hvet fólk til þess ef það er ekki þeim mun lokaðra að fá einhvern til þess að hlusta á þig og einhvern sem kann að bregðast við ef þess þarf.“ Hann segir að sér sé hugleikinn einmanaleikinn í nútímasamfélagi. Það sé eitt það ömurlegasta sem fylgi samfélaginu. Sjálfur segir Siggi hafa nýtt sér samfélagsmiðla mikið eftir fráfall Árna. Það hafi hjálpað honum að opna sig. „Mér fannst það gera mér gott og ég er búinn að tala um ýmislegt gott, góðar minningar. Hann var ekkert fullkominn frekar en nokkur annar held ég og við létum tilfinningarnar flæða í gegnum samtöl. Það held ég að sé mjög mikilvægt.“ Ertu búinn að kvíða jólunum? „Já. Þetta er sá tími sem ég er búinn að hugsa hve lengst um hvernig maður hagar sér,“ segir Siggi. Annar sonur hans verður heima í Stykkishólmi á Gamlárskvöld og því verða þau hjónin ein með hinum syni hans það kvöldið. „Þannig við erum allt í einu bara orðin þrjú. Maður getur alveg tárast yfir því, við vorum fimm. En svona er þetta, því verður ekki breytt.“ Siggi segir þetta ekki þýða að fólk megi ekki heilsa honum úti á götu þegar það hitti hann. Honum finnist gott að tala um Árna. „Það er besta leiðin til að minnast hans. Þá get ég talað um hann, hann rifjast þá upp, minningarnar þær flæða fram.“ Jól Bítið Sorg Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Siggi var gestur. Árni Þórður hneig niður fyrir þremur árum vegna líffærabilunar og var haldið í öndunarvél í tvo og hálfan mánuð. Siggi segir í Bítinu að jólin séu erfiður tími en veikindi Árna bar upp 21. desember árið 2021, rétt fyrir jól. Tími sem verður alltaf erfiðastur „Nú eru þetta fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt. Þetta er auðvitað bara hræðilegur tími, þannig. Við fórum nú í gegnum jólin þarna fyrst þegar hann var veikur og lifandi í þessum vélum. Það var mjög erfitt, af því að við eigum tvo aðra stráka og maður er foreldri áfram. Maður þarf að sýna aðeins andlitið, að það sé eitthvað í lagi.“ Sigurður lýsir segir Árna, sem var miðsonur þeirra hjóna, hafa verið mikið heima. Hann hafi verið mikill mömmustrákur, spilað á gítar og önnur hljóðfæri og alltaf leikið á als oddi á Gamlárskvöld og verið mikill áramótastrákur. Það verði líka mikill sjónarsviptir fyrir stórfjölskylduna, áramótin verði allt öðruvísi í ár án Árna. „Svona er lífið, það er enginn sem lofaði að þetta myndi allt saman ganga bara eins og malbikaður vegur. Við erum svo sem búin að átta okkur á því hjónin að það að missa barn er eitt það erfiðasta sem maður getur held ég gengið í gegnum. En við höfum fengið ómetanlegan stuðning bæði frá systkinum mínum og fjölskyldu og pabba. Hann er nú 95 ára gamall og hjálpar samt. Og mjög vel. Og síðan af tengdafjölskyldunni.“ Siggi segir ýmsa segja að tíminn lækni öll sár. Tíminn deyfi sárin kannski en ekki þurfi mikið til að sorgin kvikni. „Það þarf ekki nema að þið setjið eitthvað lag á fóninn sem minnir mig allt í einu á strákinn, hann Árna. Það þarf ekki nema að eitthvað lag komi og þá tárast maður. Þá fer allt í einu allt tilfinningakerfið í gang, rússíbanareiðin sem fylgir því.“ Finnst gott að tala um son sinn Sigurður segir sorgina vera þess eðlis að hann viti ekki hvaða viðbrögð séu rétt. Hann hafi farið á sorgarviðbragðanámskeið og rætt sorg sína við geðlækni. „Ég er með geðlækni sem ég fæ að heimsækja reglulega núna. Það er óskaplega gott að fá að tala svona hreint út. Það er óskaplega gott að fá að tala svona hreint út. Það er mjög mikill léttir og léttir mjög á. Ég hvet fólk til þess ef það er ekki þeim mun lokaðra að fá einhvern til þess að hlusta á þig og einhvern sem kann að bregðast við ef þess þarf.“ Hann segir að sér sé hugleikinn einmanaleikinn í nútímasamfélagi. Það sé eitt það ömurlegasta sem fylgi samfélaginu. Sjálfur segir Siggi hafa nýtt sér samfélagsmiðla mikið eftir fráfall Árna. Það hafi hjálpað honum að opna sig. „Mér fannst það gera mér gott og ég er búinn að tala um ýmislegt gott, góðar minningar. Hann var ekkert fullkominn frekar en nokkur annar held ég og við létum tilfinningarnar flæða í gegnum samtöl. Það held ég að sé mjög mikilvægt.“ Ertu búinn að kvíða jólunum? „Já. Þetta er sá tími sem ég er búinn að hugsa hve lengst um hvernig maður hagar sér,“ segir Siggi. Annar sonur hans verður heima í Stykkishólmi á Gamlárskvöld og því verða þau hjónin ein með hinum syni hans það kvöldið. „Þannig við erum allt í einu bara orðin þrjú. Maður getur alveg tárast yfir því, við vorum fimm. En svona er þetta, því verður ekki breytt.“ Siggi segir þetta ekki þýða að fólk megi ekki heilsa honum úti á götu þegar það hitti hann. Honum finnist gott að tala um Árna. „Það er besta leiðin til að minnast hans. Þá get ég talað um hann, hann rifjast þá upp, minningarnar þær flæða fram.“
Jól Bítið Sorg Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira