„Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 22. desember 2024 20:48 Daði Már segir engin dulin skilaboð liggja að baki gjöfinni til Sigurðar Inga. Vísir/Viktor „Ég mun verða með aðhald í þinginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson um leið og hann færði nýjum fjármála- og efnahagsráðherra lyklavöld og blómvönd í ráðuneytinu í dag. Daði Már Kristófersson færði Sigurði Inga hins vegar lesefni, Álabókina eftir Patrik Svensson, sem er saga um „heimsins furðulegasta fisk,“ líkt og segir á kápu bókarinnar. „Ég vona að þú hafir jafn gaman að henni og ég hafði,“ sagði Daði. Lyklaskipti fóru fram í fjármálaráðuneytinu í dag líkt og í öðrum ráðuneytum og fór vel á með nýjum og fráfarandi ráðherra. „Þú ferð að ná niður verðbólgunni og ég fer að lesa mig til um ála,“ sagði Sigurður Ingi. Daði Már segir það góða tilfinningu að vera tekinn við lyklavöldum og hlakkar til framhaldsins. „Það eru auðvitað krefjandi verkefni framundan en ég mun takast á við þau og er mjög bjartsýnn og ánægður með að fá tækifæri til þess.“ Sigurður Ingi og Daði Már skiptust fyrst og fremst á lyklum að ráðuneytinu í dag.Vísir/Viktor Líkt og kunnugt er er Daði Már eini ráðherrann í nýrri ríkisstjórn sem ekki á sæti á Alþingi. Hann segist aðspurður munu kynna sig betur fyrir kjósendum. „Auðvitað er það þannig að eitthvað hafa kjósendur séð til mín, ég hef verið í framboði og hef verið varaformaður í Viðreisn býsna lengi. En jú jú, sem fjármálaráðherra þarf ég auðvitað að vera þekktur gagnvart þjóðinni og það mun ég gera,“ sagði Daði. Spurður hvað verði fyrsta mál á dagskrá ítrekaði Daði það sem fram kemur í stjórnarsáttmála um þá áherslu sem lögð verði á að ná niður vöxtum og verðbólgu. „Ná tökum á rekstri ríkissjóðs þannig að það geti stutt betur við það markmið okkar allra og Seðlabankans að ná niður vöxtum og verðbólgu fyrir heimilin og fyrirtækin svo að við getum dregið úr kostnaðinum sem allir eru að upplifa þessa daga,“ svaraði Daði. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Viktor Spurður hvort einhver sérstök þýðing væri að baki bókagjöfinni til Sigurðar Inga segir Daði svo ekki vera. „Nei þetta var nú bókstaflega skemmtilegasta bókin sem ég fékk um síðustu jól og hugsaði sem svo, Sigurð hef ég þekkt í allnokkurn tíma, að hann myndi kunna að meta hana,“ segir Daði. Síðustu dagar hafa verið annasamir hjá nýjum ráðherra en á persónulegri nótum segist hann enn eiga eftir að afgreiða einhver verkefni tengd jólunum. „Ég rétt náði að kaupa jólatré og koma upp eins og tveimur seríum, þannig að nei, það er dálítill hali af óloknum jólaundirbúningi hjá mér. Hann sé sem betur fer bæði vel giftur og eigi dugleg börn sem hafi haldið áfram með jólaundirbúninginn en sjálfur ætlar hann að reyna að leggja sitt af mörkum til þess í kvöld. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Bókmenntir Tímamót Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Lyklaskipti fóru fram í fjármálaráðuneytinu í dag líkt og í öðrum ráðuneytum og fór vel á með nýjum og fráfarandi ráðherra. „Þú ferð að ná niður verðbólgunni og ég fer að lesa mig til um ála,“ sagði Sigurður Ingi. Daði Már segir það góða tilfinningu að vera tekinn við lyklavöldum og hlakkar til framhaldsins. „Það eru auðvitað krefjandi verkefni framundan en ég mun takast á við þau og er mjög bjartsýnn og ánægður með að fá tækifæri til þess.“ Sigurður Ingi og Daði Már skiptust fyrst og fremst á lyklum að ráðuneytinu í dag.Vísir/Viktor Líkt og kunnugt er er Daði Már eini ráðherrann í nýrri ríkisstjórn sem ekki á sæti á Alþingi. Hann segist aðspurður munu kynna sig betur fyrir kjósendum. „Auðvitað er það þannig að eitthvað hafa kjósendur séð til mín, ég hef verið í framboði og hef verið varaformaður í Viðreisn býsna lengi. En jú jú, sem fjármálaráðherra þarf ég auðvitað að vera þekktur gagnvart þjóðinni og það mun ég gera,“ sagði Daði. Spurður hvað verði fyrsta mál á dagskrá ítrekaði Daði það sem fram kemur í stjórnarsáttmála um þá áherslu sem lögð verði á að ná niður vöxtum og verðbólgu. „Ná tökum á rekstri ríkissjóðs þannig að það geti stutt betur við það markmið okkar allra og Seðlabankans að ná niður vöxtum og verðbólgu fyrir heimilin og fyrirtækin svo að við getum dregið úr kostnaðinum sem allir eru að upplifa þessa daga,“ svaraði Daði. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.Vísir/Viktor Spurður hvort einhver sérstök þýðing væri að baki bókagjöfinni til Sigurðar Inga segir Daði svo ekki vera. „Nei þetta var nú bókstaflega skemmtilegasta bókin sem ég fékk um síðustu jól og hugsaði sem svo, Sigurð hef ég þekkt í allnokkurn tíma, að hann myndi kunna að meta hana,“ segir Daði. Síðustu dagar hafa verið annasamir hjá nýjum ráðherra en á persónulegri nótum segist hann enn eiga eftir að afgreiða einhver verkefni tengd jólunum. „Ég rétt náði að kaupa jólatré og koma upp eins og tveimur seríum, þannig að nei, það er dálítill hali af óloknum jólaundirbúningi hjá mér. Hann sé sem betur fer bæði vel giftur og eigi dugleg börn sem hafi haldið áfram með jólaundirbúninginn en sjálfur ætlar hann að reyna að leggja sitt af mörkum til þess í kvöld.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Bókmenntir Tímamót Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira