Luke Littler grét eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 09:54 Luke Littler brotnaði niður í viðtali eftir leikinn sem hann vann. Viaplay Luke Littler komst áfram í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti í gær en leikurinn reyndi mikið á þennan sautján ára strák. Pressan er gríðarleg á þessum unga manni og það sýndi sig í viðtalinu eftir sigur hans á Ryan Meikle. Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í fyrra og komst þá alla leið í úrslitaleikinn. Nú búast flestir við því að hann fari alla leið og slái metið yfir yngsta heimsmeistara sögunnar. @Sportbladet Littler var að mæta manni í annarri umferðinni í gær sem er aðeins í 62. sæti á heimslistanum. Það þurfti mikið til að vinna hann. „Þetta var líklegast erfiðasti leikur sem ég hef spilað. Ég þurfti að hafa mikið fyrir þessu allt til enda,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir leikinn. BBC fjallar um þetta. Hann þurfti að hætta viðtalinu upp á sviði þegar hann réð ekki við tárin. „Um leið og hún spurði mig þá komu tárin. Það var bara aðeins of mikið fyrir mig að tala upp á sviðinu,“ sagði Littler. „Þetta er versti leikur sem ég hef spilað og ég hef aldrei áður fundið fyrir nokkur líku því eins og þetta var í kvöld,“ sagði Littler. Hann viðurkenndi að hafa verið stressaður. „Jú líklega hefur stressið aldrei verið meira há mér. Það var í lagi fram að leik en um leið og George Noble [dómari] sagði byrjið þá heltist það yfir mig. Ég gat varla kastað pílunum,“ sagði Littler hreinskilinn. Hann byrjaði líka leikinn hægt en tókst að landa sigri að lokum. Hann endaði á því að tryggja sér sigurinn með því að ná met yfir hæsta meðaltal á mótinu. Meðaltal hans í leiknum endaði í 140,91 sem er ótrúlegt skor. Þetta kvöld hefur verið mikill lærdómur fyrir hann. Littler spilar næst í þriðju umferðinni eftir jól. Pílukast Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Pressan er gríðarleg á þessum unga manni og það sýndi sig í viðtalinu eftir sigur hans á Ryan Meikle. Littler sló í gegn á heimsmeistaramótinu í fyrra og komst þá alla leið í úrslitaleikinn. Nú búast flestir við því að hann fari alla leið og slái metið yfir yngsta heimsmeistara sögunnar. @Sportbladet Littler var að mæta manni í annarri umferðinni í gær sem er aðeins í 62. sæti á heimslistanum. Það þurfti mikið til að vinna hann. „Þetta var líklegast erfiðasti leikur sem ég hef spilað. Ég þurfti að hafa mikið fyrir þessu allt til enda,“ sagði Luke Littler á blaðamannafundi eftir leikinn. BBC fjallar um þetta. Hann þurfti að hætta viðtalinu upp á sviði þegar hann réð ekki við tárin. „Um leið og hún spurði mig þá komu tárin. Það var bara aðeins of mikið fyrir mig að tala upp á sviðinu,“ sagði Littler. „Þetta er versti leikur sem ég hef spilað og ég hef aldrei áður fundið fyrir nokkur líku því eins og þetta var í kvöld,“ sagði Littler. Hann viðurkenndi að hafa verið stressaður. „Jú líklega hefur stressið aldrei verið meira há mér. Það var í lagi fram að leik en um leið og George Noble [dómari] sagði byrjið þá heltist það yfir mig. Ég gat varla kastað pílunum,“ sagði Littler hreinskilinn. Hann byrjaði líka leikinn hægt en tókst að landa sigri að lokum. Hann endaði á því að tryggja sér sigurinn með því að ná met yfir hæsta meðaltal á mótinu. Meðaltal hans í leiknum endaði í 140,91 sem er ótrúlegt skor. Þetta kvöld hefur verið mikill lærdómur fyrir hann. Littler spilar næst í þriðju umferðinni eftir jól.
Pílukast Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Fleiri fréttir Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira