Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 07:38 Tveir flugmenn sluppu lifandi frá því að verða skotnir niður skömmu eftir flugtak frá flugmóðurskipinu USS Truman í nótt. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AP/Bernat Armangue Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. Annar flugmaðurinn er sagður hafa slasast lítillega en annar munu þeir hafa sloppið vel þegar þeir komu sér úr F/A-18 Hornet herþotunni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar voru flugmennirnir ný komnir á loft frá flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman þegar áhöfn eldflauga-beitiskipsins USS Gettysburg skaut á þotuna fyrir mistök. Þetta var eftir að gerð var loftárás gegn meintri stjórnstöð Húta og eldflaugageymslu í Jemen og hafði Truman-flotinn skotið niður nokkra dróna og stýriflaugar sem hafði verið flogið og skotið að flotanum frá Jemen. CENTCOM Conducts Airstrikes Against Iran-Backed Houthi Missile Storage and Command/Control Facilities in YemenTAMPA, Fla. - U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted precision airstrikes against a missile storage facility and a command-and-control facility operated by… pic.twitter.com/YRWWQJIweP— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 21, 2024 Hútar eru uppreisnarhópur sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran og stjórna þeir stórum hluta Jemen. Skömmu eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst byrjuðu þeir að gera árásir á frakt- og herskip á Rauðahafi og Adenflóa með eldflaugum og drónum. Flugmóðurskipið USS Harry S. Truman er nú á Rauðahafi ásamt fylgiflota.AP/Darko Bandic Árásir hafa verið gerðar á um hundrað fraktskip. Tveimur þeirra hefur verið sökkt, eitt hefur verið hertekið og mörg hafa orðið fyrir skemmdum. Fjórir hafa dáið í þessum árásum.´ Bandaríkjamenn, Bretar og aðrir hafa reynt að verjast þessum árásum og gert loftárásir í Jemen til að draga úr þeim. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa fjölgað árásum sínum á Húta að undanförnu. Hútar hafa einnig gert árásir með drónum og eldflaugum á Ísrael, sem svarað hefur verið með loftárásum. Beitiskipið USS Gettysburg, sem er af Ticonderoga-gerð. Áhöfn þess skaut herþotuna niður í nótt fyrir mistök.AP/Kaitlin Young Bandaríkin Jemen Hernaður Tengdar fréttir „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. 17. október 2024 11:35 „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Annar flugmaðurinn er sagður hafa slasast lítillega en annar munu þeir hafa sloppið vel þegar þeir komu sér úr F/A-18 Hornet herþotunni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar voru flugmennirnir ný komnir á loft frá flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman þegar áhöfn eldflauga-beitiskipsins USS Gettysburg skaut á þotuna fyrir mistök. Þetta var eftir að gerð var loftárás gegn meintri stjórnstöð Húta og eldflaugageymslu í Jemen og hafði Truman-flotinn skotið niður nokkra dróna og stýriflaugar sem hafði verið flogið og skotið að flotanum frá Jemen. CENTCOM Conducts Airstrikes Against Iran-Backed Houthi Missile Storage and Command/Control Facilities in YemenTAMPA, Fla. - U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted precision airstrikes against a missile storage facility and a command-and-control facility operated by… pic.twitter.com/YRWWQJIweP— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 21, 2024 Hútar eru uppreisnarhópur sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran og stjórna þeir stórum hluta Jemen. Skömmu eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst byrjuðu þeir að gera árásir á frakt- og herskip á Rauðahafi og Adenflóa með eldflaugum og drónum. Flugmóðurskipið USS Harry S. Truman er nú á Rauðahafi ásamt fylgiflota.AP/Darko Bandic Árásir hafa verið gerðar á um hundrað fraktskip. Tveimur þeirra hefur verið sökkt, eitt hefur verið hertekið og mörg hafa orðið fyrir skemmdum. Fjórir hafa dáið í þessum árásum.´ Bandaríkjamenn, Bretar og aðrir hafa reynt að verjast þessum árásum og gert loftárásir í Jemen til að draga úr þeim. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa fjölgað árásum sínum á Húta að undanförnu. Hútar hafa einnig gert árásir með drónum og eldflaugum á Ísrael, sem svarað hefur verið með loftárásum. Beitiskipið USS Gettysburg, sem er af Ticonderoga-gerð. Áhöfn þess skaut herþotuna niður í nótt fyrir mistök.AP/Kaitlin Young
Bandaríkin Jemen Hernaður Tengdar fréttir „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. 17. október 2024 11:35 „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
„Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. 17. október 2024 11:35
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03
Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20