Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Siggeir Ævarsson skrifar 21. desember 2024 23:02 Marcus Rashford virðist ekki vera fullkomlega hamingjusamur í Manchester vísir/Getty Sagan endalausa um framtíð Marcus Rashford, leikmanns Manchester United, virðist mögulega ætla fá nýjan kafla í janúar en sögusagnir eru á kreiki um að Rashford verði lánaður frá félaginu á nýju ári. Framtíð Rashford hefur á allra vörum undanfarið en hann var ekki í leikmannahópi Manchester United þegar liðið lagði erkifjendurna í Manchester City síðustu helgi og ekki heldur í deildarbikarnum gegn Tottenham í fyrradag. Sjálfur sagðist hann vera tilbúinn fyrir nýja áskorun í viðtali í vikunni og gaf þannig kjaftasögum um brotthvarf hans frá liðinu byr undir báða vængi. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sjálfur sagt að United séu betri með Rashford innan borðs og þá hefur BBC eftir sínum heimildarmönnum að Rashford vilji vera áfram í United þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Af hverju Amorim heldur honum utan hóps kemur þó ekki heim og saman við þessa fullyrðingu. Einn stærsti steinninn í götu United, vilji liðið raunverulega selja Rashford, er sú staðreynd að Rashford er á svimandi háum launum hjá félaginu og ekki líklegt að mörg lið séu tilbúin að greiða honum 300.000 pund á viku líkt og hann fær á Old Trafford. Orðið á götunni er að United skoði nú möguleikann á að lána Rashford í janúar og eru þrjú lið í Sádí-Arabíu sögð áhugasöm en það eru Al Ahli, Al Ittihad og Al Qadsiah. Hjá Al Ahli myndi Rashford hitta fyrir landa sinn Ivan Toney en hann var einmitt orðaður við United í sumar. United mætir Bournemouth á morgun klukkan 14:00 og Amorim hefur gefið í skyn að Rashford snúi aftur í liðið í þeim leik. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Íslenski boltinn Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Handbolti Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Íslenski boltinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Fótbolti David Beckham lagður inn á sjúkrahús Fótbolti Dagskráin: Formúla 1, pílukast í Bandaríkjunum og tvö golfmót Sport Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Sport Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Enski boltinn Fleiri fréttir Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits David Beckham lagður inn á sjúkrahús Heldur ekki áfram með Leicester Uppgjörið: Serbía - Ísland 1-3 | Allt klappað og klárt fyrir EM Glódís byrjar gegn Serbum á þrjátíu ára afmælisdegi sínum Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården „Nú hljóta viðvörunarbjöllur að hringja“ Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Mbappé mættur aftur mun léttari eftir magakveisuna Mikael mættur til Stokkhólms að semja við Djurgården Tvö rauð spjöld og slagsmál er Inter komst áfram Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Neymar hlustaði á hjartað sitt Bayern gæti þurft að fara svakalega leið að titlinum Karólína Lea á bólakaf í kalda pottinum Sjá meira
Framtíð Rashford hefur á allra vörum undanfarið en hann var ekki í leikmannahópi Manchester United þegar liðið lagði erkifjendurna í Manchester City síðustu helgi og ekki heldur í deildarbikarnum gegn Tottenham í fyrradag. Sjálfur sagðist hann vera tilbúinn fyrir nýja áskorun í viðtali í vikunni og gaf þannig kjaftasögum um brotthvarf hans frá liðinu byr undir báða vængi. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sjálfur sagt að United séu betri með Rashford innan borðs og þá hefur BBC eftir sínum heimildarmönnum að Rashford vilji vera áfram í United þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Af hverju Amorim heldur honum utan hóps kemur þó ekki heim og saman við þessa fullyrðingu. Einn stærsti steinninn í götu United, vilji liðið raunverulega selja Rashford, er sú staðreynd að Rashford er á svimandi háum launum hjá félaginu og ekki líklegt að mörg lið séu tilbúin að greiða honum 300.000 pund á viku líkt og hann fær á Old Trafford. Orðið á götunni er að United skoði nú möguleikann á að lána Rashford í janúar og eru þrjú lið í Sádí-Arabíu sögð áhugasöm en það eru Al Ahli, Al Ittihad og Al Qadsiah. Hjá Al Ahli myndi Rashford hitta fyrir landa sinn Ivan Toney en hann var einmitt orðaður við United í sumar. United mætir Bournemouth á morgun klukkan 14:00 og Amorim hefur gefið í skyn að Rashford snúi aftur í liðið í þeim leik.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Fótbolti Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Fótbolti Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Íslenski boltinn Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Handbolti Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Íslenski boltinn Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Fótbolti David Beckham lagður inn á sjúkrahús Fótbolti Dagskráin: Formúla 1, pílukast í Bandaríkjunum og tvö golfmót Sport Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“ Sport Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Enski boltinn Fleiri fréttir Umdeildur öryggisvörður fær stuðning frá Haaland Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Níu ár síðan að strákarnir okkar „slökktu á“ Steve McClaren í beinni á Sky Sports Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjáðu stórkostlegt mark Sveindísar í lokaleiknum fyrir EM Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits David Beckham lagður inn á sjúkrahús Heldur ekki áfram með Leicester Uppgjörið: Serbía - Ísland 1-3 | Allt klappað og klárt fyrir EM Glódís byrjar gegn Serbum á þrjátíu ára afmælisdegi sínum Sjáðu ótrúlegt slysamark gegn fyrstu mótherjum Íslands á EM Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Liðsfélagi hjá AGF sannfærði Mikael um að semja við Djurgården „Nú hljóta viðvörunarbjöllur að hringja“ Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Mbappé mættur aftur mun léttari eftir magakveisuna Mikael mættur til Stokkhólms að semja við Djurgården Tvö rauð spjöld og slagsmál er Inter komst áfram Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Neymar hlustaði á hjartað sitt Bayern gæti þurft að fara svakalega leið að titlinum Karólína Lea á bólakaf í kalda pottinum Sjá meira