Sport

Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tyson Fury er miklu stærri en Oleksandr Usyk en Úkraínumaðurinn er ekki sáttur við sídd skeggsins hjá Fury.
Tyson Fury er miklu stærri en Oleksandr Usyk en Úkraínumaðurinn er ekki sáttur við sídd skeggsins hjá Fury. Getty/Richard Pelham

Úkraínumaðurinn Oleksandr Usyk og Bretinn Tyson Fury mætast í kvöld í hnefaleikahringum í annað skiptið á árinu 2024. Usyk vann í vor en Fury er kominn til baka í hefndarhug.

Það er eitthvað sálfræðistríð í gangi fyrir bardagann sem fer fram í Riyadh í Sádi Arabíu.

ESPN hefur heimildir fyrir því að teymi Usyk hafi beðið um að Fury myndi snyrta skeggið sitt fyrir bardagann í kvöld.

Fury var skegglaus þegar Usyk vann hann í maí en mætti síðan til leiks með myndarlegt skegg þegar félagarnir voru mældir fyrir bardagann.

Það eru WBC, WBA og WBO titlar í boði í þessum bardaga.

Samkvæmt reglum meistaramóts WBC þá þurfa hnefaleikakapparnir að snyrta skegg sitt fyrir bardaga.

Þetta er til þess að þykkt skeggsins hafi ekki áhrif hvað það varðar að verja hnefaleikamanninn fyrir höggum eða breyta ferli högga mótherjans.

Nú verður fróðlegt að sjá hvort Fury taki upp skeggskerann áður en hann mætir í hringinn í kvöld.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×