Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. desember 2024 14:06 Falleg leiðisskreyting frá Kirkjugörðum Reykjavíkur, ásamt kerti úr tólg. Aðsend Kirkjugarðar Reykjavíkur hvetja aðstandendur til að nota umhverfisvænar skreytingar á leið ástvina sinna nú fyrir jól og um jólin. Alls ekki að nota plast, vír eða teygjur í skreytingarnar. Það er margir, sem vitja leiða ástvina sína fyrir jól og um jól í kirkjugörðum landsins. Margir fara með jólaleiðisskreytingar á leiðin en nú eru Kirkjugarðar Reykjavíkur í sérstöku átaki við að hvetja fólk að nota eingöngu umhverfisvænar skreytingar. Helena Sif Þorgeirsdóttir er sviðsstjóri umhirðu og jarðsetninga hjá kirkjugörðunum. „Við erum bara að hvetja fólk til að velja umhverfisvænar jólaskreytingar og sleppa öllu plasti, vír og teygjum og öllu þessu, sem fylgir oft á þessu skrauti,“ segir Helena. En hvað á Helena nákvæmlega við þegar hún talar um umhverfisvænar skreytingar? „Þá á ég bara við skreytingar, sem er síðan hægt að henda í lífrænt rusl eftir jólin og við tökum síðan þetta lífræna rusl, sem er hérna hjá okkur út í görðunum og kurlum það og notum það svo aftur til að laga leiðin í görðunum hjá okkur.“ Helena segir að það aukist alltaf og aukist að fólk komið með umhverfisvænar skreytingar í kirkjugarðana, annað hvort sem það gerir sjálft eða kaupir hjá Kirkjugörðunum en þær skreytingar hafa slegið í gegn í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og Hólavallakirkjugarði. Bryndís Björgvinsdóttir með lífrænar leiðisskreytingar, sem Kirkjugarðar Reykjavíkur eru meðal annars að selja, auk þess að vera með kerti úr tólg. Gestum kirkjugarðann er líka boðið upp á kakó og piparkökur í tilefni jólanna.Aðsend Helena segir þennan tíma árs hjá kirkjugörðunum dásamlegan. „Já, já, það er mikið líf og mikið af fólki að koma. Það er mikið álag, bæði á starfsfólk og umhverfið þannig að það er líka mjög mikilvægt að nota bílastæðin og ganga frekar og vera líka með mannbrodda eins og færðin er núna.“ En lífrænt númer 1, 2 og 3 um jólin eða hvað? „Bara algjörlega og svo erum við líka með kerti til sölu en þau eru úr tólg og þá erum við einmitt að hugsa um fuglana, að þeir geta þá borðað afganginn og við svo bara týnt upp tómar kertadósir,“ segir Helena Sif. Það er alltaf heilmikið að gera og mikil umferð í kringum kirkjugarðana um jólin.Aðsend Heimasíða Kirkjugarða Reykjavíkur Reykjavík Þjóðkirkjan Jól Kirkjugarðar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Það er margir, sem vitja leiða ástvina sína fyrir jól og um jól í kirkjugörðum landsins. Margir fara með jólaleiðisskreytingar á leiðin en nú eru Kirkjugarðar Reykjavíkur í sérstöku átaki við að hvetja fólk að nota eingöngu umhverfisvænar skreytingar. Helena Sif Þorgeirsdóttir er sviðsstjóri umhirðu og jarðsetninga hjá kirkjugörðunum. „Við erum bara að hvetja fólk til að velja umhverfisvænar jólaskreytingar og sleppa öllu plasti, vír og teygjum og öllu þessu, sem fylgir oft á þessu skrauti,“ segir Helena. En hvað á Helena nákvæmlega við þegar hún talar um umhverfisvænar skreytingar? „Þá á ég bara við skreytingar, sem er síðan hægt að henda í lífrænt rusl eftir jólin og við tökum síðan þetta lífræna rusl, sem er hérna hjá okkur út í görðunum og kurlum það og notum það svo aftur til að laga leiðin í görðunum hjá okkur.“ Helena segir að það aukist alltaf og aukist að fólk komið með umhverfisvænar skreytingar í kirkjugarðana, annað hvort sem það gerir sjálft eða kaupir hjá Kirkjugörðunum en þær skreytingar hafa slegið í gegn í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og Hólavallakirkjugarði. Bryndís Björgvinsdóttir með lífrænar leiðisskreytingar, sem Kirkjugarðar Reykjavíkur eru meðal annars að selja, auk þess að vera með kerti úr tólg. Gestum kirkjugarðann er líka boðið upp á kakó og piparkökur í tilefni jólanna.Aðsend Helena segir þennan tíma árs hjá kirkjugörðunum dásamlegan. „Já, já, það er mikið líf og mikið af fólki að koma. Það er mikið álag, bæði á starfsfólk og umhverfið þannig að það er líka mjög mikilvægt að nota bílastæðin og ganga frekar og vera líka með mannbrodda eins og færðin er núna.“ En lífrænt númer 1, 2 og 3 um jólin eða hvað? „Bara algjörlega og svo erum við líka með kerti til sölu en þau eru úr tólg og þá erum við einmitt að hugsa um fuglana, að þeir geta þá borðað afganginn og við svo bara týnt upp tómar kertadósir,“ segir Helena Sif. Það er alltaf heilmikið að gera og mikil umferð í kringum kirkjugarðana um jólin.Aðsend Heimasíða Kirkjugarða Reykjavíkur
Reykjavík Þjóðkirkjan Jól Kirkjugarðar Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira