Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. desember 2024 14:06 Falleg leiðisskreyting frá Kirkjugörðum Reykjavíkur, ásamt kerti úr tólg. Aðsend Kirkjugarðar Reykjavíkur hvetja aðstandendur til að nota umhverfisvænar skreytingar á leið ástvina sinna nú fyrir jól og um jólin. Alls ekki að nota plast, vír eða teygjur í skreytingarnar. Það er margir, sem vitja leiða ástvina sína fyrir jól og um jól í kirkjugörðum landsins. Margir fara með jólaleiðisskreytingar á leiðin en nú eru Kirkjugarðar Reykjavíkur í sérstöku átaki við að hvetja fólk að nota eingöngu umhverfisvænar skreytingar. Helena Sif Þorgeirsdóttir er sviðsstjóri umhirðu og jarðsetninga hjá kirkjugörðunum. „Við erum bara að hvetja fólk til að velja umhverfisvænar jólaskreytingar og sleppa öllu plasti, vír og teygjum og öllu þessu, sem fylgir oft á þessu skrauti,“ segir Helena. En hvað á Helena nákvæmlega við þegar hún talar um umhverfisvænar skreytingar? „Þá á ég bara við skreytingar, sem er síðan hægt að henda í lífrænt rusl eftir jólin og við tökum síðan þetta lífræna rusl, sem er hérna hjá okkur út í görðunum og kurlum það og notum það svo aftur til að laga leiðin í görðunum hjá okkur.“ Helena segir að það aukist alltaf og aukist að fólk komið með umhverfisvænar skreytingar í kirkjugarðana, annað hvort sem það gerir sjálft eða kaupir hjá Kirkjugörðunum en þær skreytingar hafa slegið í gegn í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og Hólavallakirkjugarði. Bryndís Björgvinsdóttir með lífrænar leiðisskreytingar, sem Kirkjugarðar Reykjavíkur eru meðal annars að selja, auk þess að vera með kerti úr tólg. Gestum kirkjugarðann er líka boðið upp á kakó og piparkökur í tilefni jólanna.Aðsend Helena segir þennan tíma árs hjá kirkjugörðunum dásamlegan. „Já, já, það er mikið líf og mikið af fólki að koma. Það er mikið álag, bæði á starfsfólk og umhverfið þannig að það er líka mjög mikilvægt að nota bílastæðin og ganga frekar og vera líka með mannbrodda eins og færðin er núna.“ En lífrænt númer 1, 2 og 3 um jólin eða hvað? „Bara algjörlega og svo erum við líka með kerti til sölu en þau eru úr tólg og þá erum við einmitt að hugsa um fuglana, að þeir geta þá borðað afganginn og við svo bara týnt upp tómar kertadósir,“ segir Helena Sif. Það er alltaf heilmikið að gera og mikil umferð í kringum kirkjugarðana um jólin.Aðsend Heimasíða Kirkjugarða Reykjavíkur Reykjavík Þjóðkirkjan Jól Kirkjugarðar Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Það er margir, sem vitja leiða ástvina sína fyrir jól og um jól í kirkjugörðum landsins. Margir fara með jólaleiðisskreytingar á leiðin en nú eru Kirkjugarðar Reykjavíkur í sérstöku átaki við að hvetja fólk að nota eingöngu umhverfisvænar skreytingar. Helena Sif Þorgeirsdóttir er sviðsstjóri umhirðu og jarðsetninga hjá kirkjugörðunum. „Við erum bara að hvetja fólk til að velja umhverfisvænar jólaskreytingar og sleppa öllu plasti, vír og teygjum og öllu þessu, sem fylgir oft á þessu skrauti,“ segir Helena. En hvað á Helena nákvæmlega við þegar hún talar um umhverfisvænar skreytingar? „Þá á ég bara við skreytingar, sem er síðan hægt að henda í lífrænt rusl eftir jólin og við tökum síðan þetta lífræna rusl, sem er hérna hjá okkur út í görðunum og kurlum það og notum það svo aftur til að laga leiðin í görðunum hjá okkur.“ Helena segir að það aukist alltaf og aukist að fólk komið með umhverfisvænar skreytingar í kirkjugarðana, annað hvort sem það gerir sjálft eða kaupir hjá Kirkjugörðunum en þær skreytingar hafa slegið í gegn í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og Hólavallakirkjugarði. Bryndís Björgvinsdóttir með lífrænar leiðisskreytingar, sem Kirkjugarðar Reykjavíkur eru meðal annars að selja, auk þess að vera með kerti úr tólg. Gestum kirkjugarðann er líka boðið upp á kakó og piparkökur í tilefni jólanna.Aðsend Helena segir þennan tíma árs hjá kirkjugörðunum dásamlegan. „Já, já, það er mikið líf og mikið af fólki að koma. Það er mikið álag, bæði á starfsfólk og umhverfið þannig að það er líka mjög mikilvægt að nota bílastæðin og ganga frekar og vera líka með mannbrodda eins og færðin er núna.“ En lífrænt númer 1, 2 og 3 um jólin eða hvað? „Bara algjörlega og svo erum við líka með kerti til sölu en þau eru úr tólg og þá erum við einmitt að hugsa um fuglana, að þeir geta þá borðað afganginn og við svo bara týnt upp tómar kertadósir,“ segir Helena Sif. Það er alltaf heilmikið að gera og mikil umferð í kringum kirkjugarðana um jólin.Aðsend Heimasíða Kirkjugarða Reykjavíkur
Reykjavík Þjóðkirkjan Jól Kirkjugarðar Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira