„Valsararnir voru bara betri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 22:12 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink „Þetta var erfitt í kvöld og maður fann það snemma að það var þreyta í liðinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, eftir níu stiga tap gegn Val í Bónus-deild karla í kvöld. „Það voru þreyttar lappir inni á vellinum og skotin stutt. Það vantaði sprengikraft og við vorum hægir varnarlega. Menn voru að reyna og reyndu að grafa djúpt til að finna orkuna. Það kom aðeins í lok þriðja og í byrjun fjórða, en það var bara ekki nóg.“ Tindastólsmenn byrjuðu leikinn vel, en fóru afar illa að ráði sínu í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins átta stig á fyrstu sjö mínútum hans. „Við hittum bara illa og skotin voru stutt. Okkur vantaði þessa menn sem eru mest að ráðast á körfuna og það vantaði jafnvægið í sóknina. Við náðum ekki að tengja sóknarleikinn og þetta var bara erfitt og Valsararnir voru bara betri.“ „Þeir fá líka toppleik, frábæran skotleik frá Hjálmari og Badmus. Þessir tveir með sjö þrista í ellefu tilraunum. Mér fannst það kannski vera það sem skildi á milli.“ Hann þvertekur fyrir það að hans menn hafi verið komnir með hausinn í jólafrí. „Það var alls ekki eitthvað jólafrí sem menn voru að hugsa um þó maður sé að spila nánast á Þorláksmessu þá var það ekki málið. Mér fannst ég bara skynja þreytu. Menn voru að reyna og svona en það er engin afsökun. Ég er bara að reyna að greina þetta af því að maður fékk aldrei þennan kraft frá þeim. Samt sá maður að þeir voru að reyna.“ „Við tökum okkur góða hvíld núna og menn fá að jafna sig. Svo komum við ferskir eftir áramót.“ Þá tekur hann undir að hvíldin muni gera hans mönnum gott. „Það er oft sagt að engin æfing sé besta æfingin og að hvíldin sé besta æfingin. Nú tökum við fína hvíld og náum okkur fyrir seinni hlutann. Svo verður bara að koma í ljós hvaða liðum við erum að fara að mæta. Ætli það verði ekki mikið af breytingum í deildinni. Spurning hvort þið verðið ekki með annan kynningarfund fyrir seinni umferðina til að kynna liðin,“ sagði Benedikt léttur að lokum. Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Sjá meira
„Það voru þreyttar lappir inni á vellinum og skotin stutt. Það vantaði sprengikraft og við vorum hægir varnarlega. Menn voru að reyna og reyndu að grafa djúpt til að finna orkuna. Það kom aðeins í lok þriðja og í byrjun fjórða, en það var bara ekki nóg.“ Tindastólsmenn byrjuðu leikinn vel, en fóru afar illa að ráði sínu í öðrum leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins átta stig á fyrstu sjö mínútum hans. „Við hittum bara illa og skotin voru stutt. Okkur vantaði þessa menn sem eru mest að ráðast á körfuna og það vantaði jafnvægið í sóknina. Við náðum ekki að tengja sóknarleikinn og þetta var bara erfitt og Valsararnir voru bara betri.“ „Þeir fá líka toppleik, frábæran skotleik frá Hjálmari og Badmus. Þessir tveir með sjö þrista í ellefu tilraunum. Mér fannst það kannski vera það sem skildi á milli.“ Hann þvertekur fyrir það að hans menn hafi verið komnir með hausinn í jólafrí. „Það var alls ekki eitthvað jólafrí sem menn voru að hugsa um þó maður sé að spila nánast á Þorláksmessu þá var það ekki málið. Mér fannst ég bara skynja þreytu. Menn voru að reyna og svona en það er engin afsökun. Ég er bara að reyna að greina þetta af því að maður fékk aldrei þennan kraft frá þeim. Samt sá maður að þeir voru að reyna.“ „Við tökum okkur góða hvíld núna og menn fá að jafna sig. Svo komum við ferskir eftir áramót.“ Þá tekur hann undir að hvíldin muni gera hans mönnum gott. „Það er oft sagt að engin æfing sé besta æfingin og að hvíldin sé besta æfingin. Nú tökum við fína hvíld og náum okkur fyrir seinni hlutann. Svo verður bara að koma í ljós hvaða liðum við erum að fara að mæta. Ætli það verði ekki mikið af breytingum í deildinni. Spurning hvort þið verðið ekki með annan kynningarfund fyrir seinni umferðina til að kynna liðin,“ sagði Benedikt léttur að lokum.
Bónus-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Sjá meira