„Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 22:02 Kristinn Pálsson var öflugur í Valsliðinu í kvöld. Vísir/Anton Brink Kristinn Pálsson skoraði 15 stig fyrir Íslandsmeistara Vals er liðið vann mikilvægan níu stiga sigur gegn Tindasóli í síðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fyrir jól. „Það er bara ógeðslega mikilvægt fyrir okkur að fara inn í jólafríið með fjóra sigra í staðinn fyrir þrjá,“ sagði Kristinn í leikslok. „Þetta er risastórt án Kára að koma svona sterkir út í þennan leik.“ Kári Jónsson var ekki með Valsmönnum í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í síðasta leik og þá hefur liðið verið án Kristófers Acox í allan vetur. „Ég segi nú ekki að við séum að bíða eftir þeim. Við vorum með aðstoðarþjálfarann í byrjun tímabils og það eru alltaf einhverjar breytingar og aldrei nein festa hjá okkur. Mér finnst þetta vera að koma núna hjá okkur. Varnarlega er meiri ákefð og það eru fleiri varnir sem við náum að setja saman. Í byrjun tímabils vorum við kannski að ná fimm góðum mínútum en nú eru þær orðnar 30-35. Í dag vorum við frábærir varnarlega á mörgum köflum.“ Eftir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins gerðu gestirnir í Tindastóli áhlaup á Valsmenn. Stólarnir spiluðu mjög aggressíva vörn og gerðu Valsliðinu erfitt fyrir, en Kristinn segið liðið hafa gert vel á þeim kafla. „Þetta var ekkert rosalega fallegt hjá okkur, en mér fannst varnarleikurinn hafa unnið þetta fyrir okkur. Það sást alveg að við söknuðum Kára í fjórða leikhluta, til að hafa einhvern sem getur róað þetta niður fyrir okkur á meðan þeir voru að ýta í okkur. Mér fannst ég vera að reyna að gera þetta og þó að ég hafi kannski ekki verið að ná að skora þá fannst mér ég ná að róa þetta niður hjá okkur.“ Eftir sigurinn eru Valsmenn nú jafnir Álftanesi, ÍR og Hetti að stigum. Með sigrinum lyfti Valur sér hins vegar upp fyrir Álftanes í töflunni og liðið verður því ekki í fallsæti yfir jólahátíðina, sem Kristinn segir vera líklega bestu jólagjöfina í ár. „Já, klárlega. Við ætluðum okkur ekkert að vera í einhverri botnbaráttu þegar við byrjuðum þetta mót. Við þurfum að girða okkur í jólafríinu. Eða, þetta er ekkert frí. Við þurfum bara að æfa og vera í alvöru standi þegar kemur að næsta leik. Það er bara Stjarnan næst og við erum strax farnir að hugsa um það,“ sagði Kristinn að lokum. Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira
„Það er bara ógeðslega mikilvægt fyrir okkur að fara inn í jólafríið með fjóra sigra í staðinn fyrir þrjá,“ sagði Kristinn í leikslok. „Þetta er risastórt án Kára að koma svona sterkir út í þennan leik.“ Kári Jónsson var ekki með Valsmönnum í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í síðasta leik og þá hefur liðið verið án Kristófers Acox í allan vetur. „Ég segi nú ekki að við séum að bíða eftir þeim. Við vorum með aðstoðarþjálfarann í byrjun tímabils og það eru alltaf einhverjar breytingar og aldrei nein festa hjá okkur. Mér finnst þetta vera að koma núna hjá okkur. Varnarlega er meiri ákefð og það eru fleiri varnir sem við náum að setja saman. Í byrjun tímabils vorum við kannski að ná fimm góðum mínútum en nú eru þær orðnar 30-35. Í dag vorum við frábærir varnarlega á mörgum köflum.“ Eftir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins gerðu gestirnir í Tindastóli áhlaup á Valsmenn. Stólarnir spiluðu mjög aggressíva vörn og gerðu Valsliðinu erfitt fyrir, en Kristinn segið liðið hafa gert vel á þeim kafla. „Þetta var ekkert rosalega fallegt hjá okkur, en mér fannst varnarleikurinn hafa unnið þetta fyrir okkur. Það sást alveg að við söknuðum Kára í fjórða leikhluta, til að hafa einhvern sem getur róað þetta niður fyrir okkur á meðan þeir voru að ýta í okkur. Mér fannst ég vera að reyna að gera þetta og þó að ég hafi kannski ekki verið að ná að skora þá fannst mér ég ná að róa þetta niður hjá okkur.“ Eftir sigurinn eru Valsmenn nú jafnir Álftanesi, ÍR og Hetti að stigum. Með sigrinum lyfti Valur sér hins vegar upp fyrir Álftanes í töflunni og liðið verður því ekki í fallsæti yfir jólahátíðina, sem Kristinn segir vera líklega bestu jólagjöfina í ár. „Já, klárlega. Við ætluðum okkur ekkert að vera í einhverri botnbaráttu þegar við byrjuðum þetta mót. Við þurfum að girða okkur í jólafríinu. Eða, þetta er ekkert frí. Við þurfum bara að æfa og vera í alvöru standi þegar kemur að næsta leik. Það er bara Stjarnan næst og við erum strax farnir að hugsa um það,“ sagði Kristinn að lokum.
Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira