Rak upp stór augu sökum lagavals á HM í pílukasti Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 17:32 Raymond van Barneveld (til vinstri) er einn keppenda á HM í pílukasti Vísir/Getty Deilumál utan sviðsljóssins og stóra sviðsins á HM í pílukasti hefur nú verið útkljáð en einn af reynsluboltum mótsins sakaði annan keppanda um að hafa stolið inngöngulagi sínu. Það þykir vel þekkt innan pílukast heimsins að á stærstu mótum ársins er lagið Eye of the Tiger, með hljómsveitinni Survivor, inngöngulag Hollendingsins Raymond van Barneveld. Sá hefur gert sig gildandi í íþróttinni á undanförnum áratugum og stóð meðal annars uppi sem heimsmeistari árið 2007. Barneveld virðist hafa orðið mjög hissa, miðað við færslu sem hann setti inn á samfélagsmiðilinn X, er hann heyrði af því að lítt þekktur króatískur pílukastari að nafni Romeo Grbavac hefði labbað inn á stóra sviðið á HM í pílukasti undir Eye of the Tiger en Króatinn var að taka þátt á sínu fyrsta HM í pílukasti. 🤨Erm ….👁️🐅— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 19, 2024 Lagið virðist ekki hafa kveikt í Grbavac fyrir viðureign hans gegn Callan Rydz í fyrstu umferð HM því þeirri viðureign lauk með 3-0 sigri Rydz. Króatinn sá hins vegar eftir viðureignina að inngöngulag hans hafði farið á flug í tengslum við Raymond van Barneveld en skýring en Grbavac hafði svör á reiðum höndum. Það var ekki ákvörðun hans að nota Eye of the Tiger sem inngöngulag sitt. Grbavac send Barneveld einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem að hann útskýrði sína hlið á málinu. „Hæ Barney. Ég valdi ekki þetta lag sem inngöngulag og veit ekki hvers vegna þeir spiluðu það,“ stóð í skilaboðum Grbavac til Barneveld og virðist sem svo að um ruglning hafi verið að ræða hjá skipuleggjendum heimsmeistaramótsins. 😂👍🏼 Ok all is forgiven pal pic.twitter.com/AprAfqHiCS— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 20, 2024 Hollendingurinn reynslumikli tók vel í þessi skilaboð Grbavac. „Allt í góðu vinur. Þér er fyrirgefið,“ stóð í skilaboðunum og lítur Barneveld svo á að aðeins hann megi nota þetta þekkta lag Survivor. Sýnt er frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Vodafone Sport rásinni. Raymond van Barneveld stígur á stokk annað kvöld undir ljúfum tónum Eye of the Tiger á móti hinum velska Nick Kenny. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætir ríkjandi heimsmeistaranum Luke Humphries í þriðju umferð milli jóla og nýars. Pílukast Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Sjá meira
Það þykir vel þekkt innan pílukast heimsins að á stærstu mótum ársins er lagið Eye of the Tiger, með hljómsveitinni Survivor, inngöngulag Hollendingsins Raymond van Barneveld. Sá hefur gert sig gildandi í íþróttinni á undanförnum áratugum og stóð meðal annars uppi sem heimsmeistari árið 2007. Barneveld virðist hafa orðið mjög hissa, miðað við færslu sem hann setti inn á samfélagsmiðilinn X, er hann heyrði af því að lítt þekktur króatískur pílukastari að nafni Romeo Grbavac hefði labbað inn á stóra sviðið á HM í pílukasti undir Eye of the Tiger en Króatinn var að taka þátt á sínu fyrsta HM í pílukasti. 🤨Erm ….👁️🐅— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 19, 2024 Lagið virðist ekki hafa kveikt í Grbavac fyrir viðureign hans gegn Callan Rydz í fyrstu umferð HM því þeirri viðureign lauk með 3-0 sigri Rydz. Króatinn sá hins vegar eftir viðureignina að inngöngulag hans hafði farið á flug í tengslum við Raymond van Barneveld en skýring en Grbavac hafði svör á reiðum höndum. Það var ekki ákvörðun hans að nota Eye of the Tiger sem inngöngulag sitt. Grbavac send Barneveld einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem að hann útskýrði sína hlið á málinu. „Hæ Barney. Ég valdi ekki þetta lag sem inngöngulag og veit ekki hvers vegna þeir spiluðu það,“ stóð í skilaboðum Grbavac til Barneveld og virðist sem svo að um ruglning hafi verið að ræða hjá skipuleggjendum heimsmeistaramótsins. 😂👍🏼 Ok all is forgiven pal pic.twitter.com/AprAfqHiCS— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 20, 2024 Hollendingurinn reynslumikli tók vel í þessi skilaboð Grbavac. „Allt í góðu vinur. Þér er fyrirgefið,“ stóð í skilaboðunum og lítur Barneveld svo á að aðeins hann megi nota þetta þekkta lag Survivor. Sýnt er frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Vodafone Sport rásinni. Raymond van Barneveld stígur á stokk annað kvöld undir ljúfum tónum Eye of the Tiger á móti hinum velska Nick Kenny. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætir ríkjandi heimsmeistaranum Luke Humphries í þriðju umferð milli jóla og nýars.
Pílukast Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Sjá meira