Sport

Rak upp stór augu sökum laga­vals á HM í pílu­kasti

Aron Guðmundsson skrifar
Raymond van Barneveld (til vinstri) er einn keppenda á HM í pílukasti
Raymond van Barneveld (til vinstri) er einn keppenda á HM í pílukasti Vísir/Getty

Deilumál utan sviðsljóssins og stóra sviðsins á HM í pílu­kasti hefur nú verið út­kljáð en einn af reynslu­boltum mótsins sakaði annan keppanda um að hafa stolið inn­göngu­lagi sínu.

Það þykir vel þekkt innan pílu­kast heimsins að á stærstu mótum ársins er lagið Eye of the Tiger, með hljómsveitinni Survi­vor, inn­göngu­lag Hollendingsins Raymond van Barn­e­veld. Sá hefur gert sig gildandi í íþróttinni á undan­förnum ára­tugum og stóð meðal annars uppi sem heims­meistari árið 2007.

Barn­e­veld virðist hafa orðið mjög hissa, miðað við færslu sem hann setti inn á sam­félags­miðilinn X, er hann heyrði af því að lítt þekktur króatískur pílu­kastari að nafni Romeo Grba­vac hefði labbað inn á stóra sviðið á HM í pílu­kasti undir Eye of the Tiger en Króatinn var að taka þátt á sínu fyrsta HM í pílu­kasti.

Lagið virðist ekki hafa kveikt í Grba­vac fyrir viður­eign hans gegn Callan Rydz í fyrstu um­ferð HM því þeirri viður­eign lauk með 3-0 sigri Rydz.

Króatinn sá hins vegar eftir viður­eignina að inn­göngu­lag hans hafði farið á flug í tengslum við Raymond van Barn­e­veld en skýring en Grba­vac hafði svör á reiðum höndum. Það var ekki ákvörðun hans að nota Eye of the Tiger sem inn­göngu­lag sitt.

Grba­vac send Barn­e­veld einka­skila­boð á sam­félags­miðlinum Insta­gram þar sem að hann út­skýrði sína hlið á málinu.

„Hæ Barn­ey. Ég valdi ekki þetta lag sem inn­göngu­lag og veit ekki hvers vegna þeir spiluðu það,“ stóð í skila­boðum Grba­vac til Barn­e­veld og virðist sem svo að um ruglning hafi verið að ræða hjá skipu­leggj­endum heims­meistaramótsins.

Hollendingurinn reynslu­mikli tók vel í þessi skila­boð Grba­vac. „Allt í góðu vinur. Þér er fyrir­gefið,“ stóð í skila­boðunum og lítur Barn­e­veld svo á að aðeins hann megi nota þetta þekkta lag Survi­vor.

Sýnt er frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Vodafone Sport rásinni. Raymond van Barneveld stígur á stokk annað kvöld undir ljúfum tónum Eye of the Tiger á móti hinum velska Nick Kenny. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætir ríkjandi heimsmeistaranum Luke Humphries í þriðju umferð milli jóla og nýars. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×