Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar 20. desember 2024 11:01 Það líður að áramótum og tími uppgjörs er genginn í garð. Í fréttum RÚV á dögunum var greint frá því að „skautun“, eða „pólarísering“ á ensku, hefði orðið fyrir valinu sem orð ársins hjá Merriam-Webster orðabókinni. Það þarf ekki annað en að horfa á íslenskar fréttir, lesa íslenska fjölmiðlaumfjöllun eða samfélagsmiðla til þess að skilja að „skautun“ kemst nærri því að vera orð ársins á Íslandi líka. Þetta var einmitt inntak fréttarinnar, og sýndu fréttaúrklippur frá árinu ráðamenn og menningarvita taka hugtakið sér til munns til þess að lýsa stöðu samfélagsmála: þ.e. að bilið milli andstæðra radda og skoðana verður æ breiðara og því erfiðara að halda uppi uppbyggilegri umræðu. Skautun bar alloft á góma í nýafstaðinni kosningabaráttu. Frambjóðendum allra flokka var tíðrætt um fyrirbærið og lýstu miklum áhyggjum af því hvernig pólarísering væri að gegnsýra íslenskt samfélag og samfélagsumræðu. Ég get á vissan hátt tekið undir slíkar áhyggjur. Á sama tíma fannst mér orðræða í aðdraganda kosninganna bera vott um að raunverulegt vandamál pólitískrar umræðu á Íslandi væri djúpstæðara en svo að hægt væri að skýra það með hugtakinu „skautun“. Meira lýsandi væri að tala um „tvíhyggju“. Tvíhyggja kallast það þegar heimsmynd manna byggir á ákveðinni grundvallaraðgreiningu tilverunnar í tvo ólíka frumþætti, svo sem anda og efni, menningu og náttúru (eða, eins og ég vil koma að hér að neðan, borg og byggð). Þar að auki einkennast tengsl frumþáttanna tveggja gjarnan af stigveldi þar sem annar þátturinn er álitinn æðri hinum – andi ofar efni, menning ofar náttúru o.s.frv. Fremur en skautun er það tvíhyggja sem mér hefur fundist lita kappræður frambjóðenda og umfjöllun fjölmiðla síðastliðna mánuði. Raunar hefur mér fundist þetta einkenna íslenska pólitík lengi, en náði nú ákveðnu hámarki í skyndikosningum haustsins. Tilveran virtist skýrt aðgreind í höfuðborg og landsbyggð og oftar en ekki fannst mér eins og ég væri að fylgjast með kappræðum tengdum borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Húsnæðismál fjölluðu nær eingöngu um þéttingu byggðar og framboð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðismál hringhverfðust um Landspítala. Samgöngumál fjölluðu um Borgarlínu og mislæg gatnamót. Menntamál tengdust svokölluðum „hverfisskólum“, og svona mætti halda áfram. Með öðrum orðum, sú staðreynd að það býr fólk annarsstaðar á landinu, og að fólk á landsbyggðinni býr í húsnæði, sækir sér heilbrigðisþjónustu, ferðast á milli staða og sendir börn til skóla, var illskiljanleg þeim sem ekki vissi. Það sem verra er, og þrátt fyrir að kjósendur götunnar hafi aðspurðir nefnt náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál sem mikilvæg málefni kosninganna völdu fjölmiðlar að verulegu leyti að skauta fram hjá slíkum málum. Hvers vegna? Getur verið að það sé vegna þess að „náttúra“, „umhverfi“ og „loftslag“ er í heimsmynd íslenskra stjórnmála og fjölmiðla eitthvað sem fyrirfinnst „úti á landi“, og lýtur þess vegna í lægra haldi gagnvart „húsnæði“ og „hverfisskólum“ sem hafa póstnúmer á fyrsta hundraði? Landsmenn hafa, því miður, valið að úthýsa því eina stjórnmálaafli sem setur náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál í forgang. Það eitt og sér er stórt áhyggjuefni. Vandinn verður hins vegar ekki minni ef sjóndeildarhringur pólitískrar umræðu markast af Elliðaám eða Úlfarsfelli. Þessi pistill er vinsamleg áskorun til hinna 34 nýju þingmanna á Alþingi – sem sumir hverjir eru „utan af landi“: Viljiði gera það að markmiði ykkar að afnema þessa þrálátu tvíhyggju? Eruði til í að láta málflutning ykkar um landsmálapólitík taka til landsins alls og fólksins sem byggir það? Viljiði muna að borgarmál og byggðamál eru jafnvæg og eiga mikilvægt erindi hvert við annað? Og, viljiði sjá til þess að Alþingi gleymi því ekki að umhverfis- og loftslagsmál eru ein stærsta áskorun samtímans og brýnt verkefni okkar allra, allsstaðar? Höfundur er prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það líður að áramótum og tími uppgjörs er genginn í garð. Í fréttum RÚV á dögunum var greint frá því að „skautun“, eða „pólarísering“ á ensku, hefði orðið fyrir valinu sem orð ársins hjá Merriam-Webster orðabókinni. Það þarf ekki annað en að horfa á íslenskar fréttir, lesa íslenska fjölmiðlaumfjöllun eða samfélagsmiðla til þess að skilja að „skautun“ kemst nærri því að vera orð ársins á Íslandi líka. Þetta var einmitt inntak fréttarinnar, og sýndu fréttaúrklippur frá árinu ráðamenn og menningarvita taka hugtakið sér til munns til þess að lýsa stöðu samfélagsmála: þ.e. að bilið milli andstæðra radda og skoðana verður æ breiðara og því erfiðara að halda uppi uppbyggilegri umræðu. Skautun bar alloft á góma í nýafstaðinni kosningabaráttu. Frambjóðendum allra flokka var tíðrætt um fyrirbærið og lýstu miklum áhyggjum af því hvernig pólarísering væri að gegnsýra íslenskt samfélag og samfélagsumræðu. Ég get á vissan hátt tekið undir slíkar áhyggjur. Á sama tíma fannst mér orðræða í aðdraganda kosninganna bera vott um að raunverulegt vandamál pólitískrar umræðu á Íslandi væri djúpstæðara en svo að hægt væri að skýra það með hugtakinu „skautun“. Meira lýsandi væri að tala um „tvíhyggju“. Tvíhyggja kallast það þegar heimsmynd manna byggir á ákveðinni grundvallaraðgreiningu tilverunnar í tvo ólíka frumþætti, svo sem anda og efni, menningu og náttúru (eða, eins og ég vil koma að hér að neðan, borg og byggð). Þar að auki einkennast tengsl frumþáttanna tveggja gjarnan af stigveldi þar sem annar þátturinn er álitinn æðri hinum – andi ofar efni, menning ofar náttúru o.s.frv. Fremur en skautun er það tvíhyggja sem mér hefur fundist lita kappræður frambjóðenda og umfjöllun fjölmiðla síðastliðna mánuði. Raunar hefur mér fundist þetta einkenna íslenska pólitík lengi, en náði nú ákveðnu hámarki í skyndikosningum haustsins. Tilveran virtist skýrt aðgreind í höfuðborg og landsbyggð og oftar en ekki fannst mér eins og ég væri að fylgjast með kappræðum tengdum borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Húsnæðismál fjölluðu nær eingöngu um þéttingu byggðar og framboð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðismál hringhverfðust um Landspítala. Samgöngumál fjölluðu um Borgarlínu og mislæg gatnamót. Menntamál tengdust svokölluðum „hverfisskólum“, og svona mætti halda áfram. Með öðrum orðum, sú staðreynd að það býr fólk annarsstaðar á landinu, og að fólk á landsbyggðinni býr í húsnæði, sækir sér heilbrigðisþjónustu, ferðast á milli staða og sendir börn til skóla, var illskiljanleg þeim sem ekki vissi. Það sem verra er, og þrátt fyrir að kjósendur götunnar hafi aðspurðir nefnt náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál sem mikilvæg málefni kosninganna völdu fjölmiðlar að verulegu leyti að skauta fram hjá slíkum málum. Hvers vegna? Getur verið að það sé vegna þess að „náttúra“, „umhverfi“ og „loftslag“ er í heimsmynd íslenskra stjórnmála og fjölmiðla eitthvað sem fyrirfinnst „úti á landi“, og lýtur þess vegna í lægra haldi gagnvart „húsnæði“ og „hverfisskólum“ sem hafa póstnúmer á fyrsta hundraði? Landsmenn hafa, því miður, valið að úthýsa því eina stjórnmálaafli sem setur náttúru-, umhverfis- og loftslagsmál í forgang. Það eitt og sér er stórt áhyggjuefni. Vandinn verður hins vegar ekki minni ef sjóndeildarhringur pólitískrar umræðu markast af Elliðaám eða Úlfarsfelli. Þessi pistill er vinsamleg áskorun til hinna 34 nýju þingmanna á Alþingi – sem sumir hverjir eru „utan af landi“: Viljiði gera það að markmiði ykkar að afnema þessa þrálátu tvíhyggju? Eruði til í að láta málflutning ykkar um landsmálapólitík taka til landsins alls og fólksins sem byggir það? Viljiði muna að borgarmál og byggðamál eru jafnvæg og eiga mikilvægt erindi hvert við annað? Og, viljiði sjá til þess að Alþingi gleymi því ekki að umhverfis- og loftslagsmál eru ein stærsta áskorun samtímans og brýnt verkefni okkar allra, allsstaðar? Höfundur er prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun