Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. desember 2024 06:35 Málefni Stuðla hafa mikið verið rædd síðustu vikurnar. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis gerir fjölmargar athugasasemdir við neyðarvistunina á Stuðlum og mælist til þess að ýmislegt verði fært til betri vegar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem út er komin en umboðsmaður heimsótti Stuðla þrisvar sinnum, fyrst í nóvember í fyrra og nú síðast í október á þessu ári. Ein þeirra heimsókna var óvænt, að því er segir í tilkynningu þar sem umboðsmaður bendir á að þótt allar heimsóknirnar hafi verið farnar fyrir eldsvoðann sem varð á staðnum í október þar sem ungur drengur lét lífið, eigi athugasemdirnar við eftir sem áður. Vegna brunans og þeirra skemmda sem urðu á húsnæðinu var einnig farið í heimsókn á lögreglustöðina við Flatahraun í Hafnarfirði, þar sem hluti neyðarvistunarinnar er nú til húsa, tímabundið. Umboðsmaður gerir athugasemdir við að ekki séu nægir möguleikar til þess að skilja þau börn að sem dvelja á Stuðlum, til að mynda eftir aldri og kyni, en börnin þar eru á aldrinum 12 til 18 ára. Þá er vakin athygli á því að sum barnanna stríði við geðræn vandamál og þurfi á sérhæfðri meðferð að halda en er komið fyrir á Stuðlum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þá eru gerðar athugasemdir við að í einu rými deildarinnar, sem stundum var notað sem svefnherbergi, var myndavél og stöðug vöktun, án þess að börnin sem þar dvöldu hafi fengið viðhlítandi upplýsingar um það. Einnig er minnt á nauðsyn þess að tryggja rétta skráningu, geymslu og förgun vímuefna sem tekin eru af börnunum við komu á Stuðla og minnt á skylduna til þess að veita stjórnvöldum ætíð réttar og nákvæmar upplýsingar. Að auki eru ítrekuð þau tilmæli sem sett voru í annarri skýrslu umboðsmanns fyrir fjórum árum og enn hefur ekki brugðist við, þar á meðal að tryggja börnum almenna heilsufarsskoðun við komuna á Stuðla og minnt á að líkamsleit sé almenn ekki heimil nema við sérstakar aðstæður. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. Málefni Stuðla Meðferðarheimili Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem út er komin en umboðsmaður heimsótti Stuðla þrisvar sinnum, fyrst í nóvember í fyrra og nú síðast í október á þessu ári. Ein þeirra heimsókna var óvænt, að því er segir í tilkynningu þar sem umboðsmaður bendir á að þótt allar heimsóknirnar hafi verið farnar fyrir eldsvoðann sem varð á staðnum í október þar sem ungur drengur lét lífið, eigi athugasemdirnar við eftir sem áður. Vegna brunans og þeirra skemmda sem urðu á húsnæðinu var einnig farið í heimsókn á lögreglustöðina við Flatahraun í Hafnarfirði, þar sem hluti neyðarvistunarinnar er nú til húsa, tímabundið. Umboðsmaður gerir athugasemdir við að ekki séu nægir möguleikar til þess að skilja þau börn að sem dvelja á Stuðlum, til að mynda eftir aldri og kyni, en börnin þar eru á aldrinum 12 til 18 ára. Þá er vakin athygli á því að sum barnanna stríði við geðræn vandamál og þurfi á sérhæfðri meðferð að halda en er komið fyrir á Stuðlum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þá eru gerðar athugasemdir við að í einu rými deildarinnar, sem stundum var notað sem svefnherbergi, var myndavél og stöðug vöktun, án þess að börnin sem þar dvöldu hafi fengið viðhlítandi upplýsingar um það. Einnig er minnt á nauðsyn þess að tryggja rétta skráningu, geymslu og förgun vímuefna sem tekin eru af börnunum við komu á Stuðla og minnt á skylduna til þess að veita stjórnvöldum ætíð réttar og nákvæmar upplýsingar. Að auki eru ítrekuð þau tilmæli sem sett voru í annarri skýrslu umboðsmanns fyrir fjórum árum og enn hefur ekki brugðist við, þar á meðal að tryggja börnum almenna heilsufarsskoðun við komuna á Stuðla og minnt á að líkamsleit sé almenn ekki heimil nema við sérstakar aðstæður. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.
Málefni Stuðla Meðferðarheimili Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Sjá meira
Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03