Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. desember 2024 06:35 Málefni Stuðla hafa mikið verið rædd síðustu vikurnar. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis gerir fjölmargar athugasasemdir við neyðarvistunina á Stuðlum og mælist til þess að ýmislegt verði fært til betri vegar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem út er komin en umboðsmaður heimsótti Stuðla þrisvar sinnum, fyrst í nóvember í fyrra og nú síðast í október á þessu ári. Ein þeirra heimsókna var óvænt, að því er segir í tilkynningu þar sem umboðsmaður bendir á að þótt allar heimsóknirnar hafi verið farnar fyrir eldsvoðann sem varð á staðnum í október þar sem ungur drengur lét lífið, eigi athugasemdirnar við eftir sem áður. Vegna brunans og þeirra skemmda sem urðu á húsnæðinu var einnig farið í heimsókn á lögreglustöðina við Flatahraun í Hafnarfirði, þar sem hluti neyðarvistunarinnar er nú til húsa, tímabundið. Umboðsmaður gerir athugasemdir við að ekki séu nægir möguleikar til þess að skilja þau börn að sem dvelja á Stuðlum, til að mynda eftir aldri og kyni, en börnin þar eru á aldrinum 12 til 18 ára. Þá er vakin athygli á því að sum barnanna stríði við geðræn vandamál og þurfi á sérhæfðri meðferð að halda en er komið fyrir á Stuðlum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þá eru gerðar athugasemdir við að í einu rými deildarinnar, sem stundum var notað sem svefnherbergi, var myndavél og stöðug vöktun, án þess að börnin sem þar dvöldu hafi fengið viðhlítandi upplýsingar um það. Einnig er minnt á nauðsyn þess að tryggja rétta skráningu, geymslu og förgun vímuefna sem tekin eru af börnunum við komu á Stuðla og minnt á skylduna til þess að veita stjórnvöldum ætíð réttar og nákvæmar upplýsingar. Að auki eru ítrekuð þau tilmæli sem sett voru í annarri skýrslu umboðsmanns fyrir fjórum árum og enn hefur ekki brugðist við, þar á meðal að tryggja börnum almenna heilsufarsskoðun við komuna á Stuðla og minnt á að líkamsleit sé almenn ekki heimil nema við sérstakar aðstæður. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. Málefni Stuðla Meðferðarheimili Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem út er komin en umboðsmaður heimsótti Stuðla þrisvar sinnum, fyrst í nóvember í fyrra og nú síðast í október á þessu ári. Ein þeirra heimsókna var óvænt, að því er segir í tilkynningu þar sem umboðsmaður bendir á að þótt allar heimsóknirnar hafi verið farnar fyrir eldsvoðann sem varð á staðnum í október þar sem ungur drengur lét lífið, eigi athugasemdirnar við eftir sem áður. Vegna brunans og þeirra skemmda sem urðu á húsnæðinu var einnig farið í heimsókn á lögreglustöðina við Flatahraun í Hafnarfirði, þar sem hluti neyðarvistunarinnar er nú til húsa, tímabundið. Umboðsmaður gerir athugasemdir við að ekki séu nægir möguleikar til þess að skilja þau börn að sem dvelja á Stuðlum, til að mynda eftir aldri og kyni, en börnin þar eru á aldrinum 12 til 18 ára. Þá er vakin athygli á því að sum barnanna stríði við geðræn vandamál og þurfi á sérhæfðri meðferð að halda en er komið fyrir á Stuðlum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þá eru gerðar athugasemdir við að í einu rými deildarinnar, sem stundum var notað sem svefnherbergi, var myndavél og stöðug vöktun, án þess að börnin sem þar dvöldu hafi fengið viðhlítandi upplýsingar um það. Einnig er minnt á nauðsyn þess að tryggja rétta skráningu, geymslu og förgun vímuefna sem tekin eru af börnunum við komu á Stuðla og minnt á skylduna til þess að veita stjórnvöldum ætíð réttar og nákvæmar upplýsingar. Að auki eru ítrekuð þau tilmæli sem sett voru í annarri skýrslu umboðsmanns fyrir fjórum árum og enn hefur ekki brugðist við, þar á meðal að tryggja börnum almenna heilsufarsskoðun við komuna á Stuðla og minnt á að líkamsleit sé almenn ekki heimil nema við sérstakar aðstæður. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.
Málefni Stuðla Meðferðarheimili Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03