Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. desember 2024 06:35 Málefni Stuðla hafa mikið verið rædd síðustu vikurnar. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis gerir fjölmargar athugasasemdir við neyðarvistunina á Stuðlum og mælist til þess að ýmislegt verði fært til betri vegar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem út er komin en umboðsmaður heimsótti Stuðla þrisvar sinnum, fyrst í nóvember í fyrra og nú síðast í október á þessu ári. Ein þeirra heimsókna var óvænt, að því er segir í tilkynningu þar sem umboðsmaður bendir á að þótt allar heimsóknirnar hafi verið farnar fyrir eldsvoðann sem varð á staðnum í október þar sem ungur drengur lét lífið, eigi athugasemdirnar við eftir sem áður. Vegna brunans og þeirra skemmda sem urðu á húsnæðinu var einnig farið í heimsókn á lögreglustöðina við Flatahraun í Hafnarfirði, þar sem hluti neyðarvistunarinnar er nú til húsa, tímabundið. Umboðsmaður gerir athugasemdir við að ekki séu nægir möguleikar til þess að skilja þau börn að sem dvelja á Stuðlum, til að mynda eftir aldri og kyni, en börnin þar eru á aldrinum 12 til 18 ára. Þá er vakin athygli á því að sum barnanna stríði við geðræn vandamál og þurfi á sérhæfðri meðferð að halda en er komið fyrir á Stuðlum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þá eru gerðar athugasemdir við að í einu rými deildarinnar, sem stundum var notað sem svefnherbergi, var myndavél og stöðug vöktun, án þess að börnin sem þar dvöldu hafi fengið viðhlítandi upplýsingar um það. Einnig er minnt á nauðsyn þess að tryggja rétta skráningu, geymslu og förgun vímuefna sem tekin eru af börnunum við komu á Stuðla og minnt á skylduna til þess að veita stjórnvöldum ætíð réttar og nákvæmar upplýsingar. Að auki eru ítrekuð þau tilmæli sem sett voru í annarri skýrslu umboðsmanns fyrir fjórum árum og enn hefur ekki brugðist við, þar á meðal að tryggja börnum almenna heilsufarsskoðun við komuna á Stuðla og minnt á að líkamsleit sé almenn ekki heimil nema við sérstakar aðstæður. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. Málefni Stuðla Meðferðarheimili Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem út er komin en umboðsmaður heimsótti Stuðla þrisvar sinnum, fyrst í nóvember í fyrra og nú síðast í október á þessu ári. Ein þeirra heimsókna var óvænt, að því er segir í tilkynningu þar sem umboðsmaður bendir á að þótt allar heimsóknirnar hafi verið farnar fyrir eldsvoðann sem varð á staðnum í október þar sem ungur drengur lét lífið, eigi athugasemdirnar við eftir sem áður. Vegna brunans og þeirra skemmda sem urðu á húsnæðinu var einnig farið í heimsókn á lögreglustöðina við Flatahraun í Hafnarfirði, þar sem hluti neyðarvistunarinnar er nú til húsa, tímabundið. Umboðsmaður gerir athugasemdir við að ekki séu nægir möguleikar til þess að skilja þau börn að sem dvelja á Stuðlum, til að mynda eftir aldri og kyni, en börnin þar eru á aldrinum 12 til 18 ára. Þá er vakin athygli á því að sum barnanna stríði við geðræn vandamál og þurfi á sérhæfðri meðferð að halda en er komið fyrir á Stuðlum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þá eru gerðar athugasemdir við að í einu rými deildarinnar, sem stundum var notað sem svefnherbergi, var myndavél og stöðug vöktun, án þess að börnin sem þar dvöldu hafi fengið viðhlítandi upplýsingar um það. Einnig er minnt á nauðsyn þess að tryggja rétta skráningu, geymslu og förgun vímuefna sem tekin eru af börnunum við komu á Stuðla og minnt á skylduna til þess að veita stjórnvöldum ætíð réttar og nákvæmar upplýsingar. Að auki eru ítrekuð þau tilmæli sem sett voru í annarri skýrslu umboðsmanns fyrir fjórum árum og enn hefur ekki brugðist við, þar á meðal að tryggja börnum almenna heilsufarsskoðun við komuna á Stuðla og minnt á að líkamsleit sé almenn ekki heimil nema við sérstakar aðstæður. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni.
Málefni Stuðla Meðferðarheimili Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Forstöðumaður meðferðarheimilisins Stuðla hefur snúið aftur til starfa eftir að hann var sendur í ótímabundið leyfi. Hann segir eldsvoða þar sem sautján ára skjólstæðingur lést hafa tekið mikið á starfsfólk. 19. desember 2024 19:03
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent