„Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. desember 2024 22:03 Viðar Örn Hafsteinsson hrósaði Obi Trotter í hástert eftir leikinn. vísir / Anton brink Viðar Örn Hafsteinsson var hæstánægður eftir magnaðan sigur Hattar gegn Álftanesi í kvöld. Eftir að hafa lent 22-2 undir í upphafi kom Höttur til baka og vann að lokum eftir æsispennandi lokamínútur. „Hrikalega ánægður með sigurinn. Jú, þetta er léttir en við höfum áður tapað fjórum leikjum í röð eða þremur,“ sagði Viðar eftir leikinn en Höttur hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum í Bónus-deildinni. „Ég er mest ánægður með hvernig strákarnir börðu sig saman eftir erfiða byrjun. Það kom þetta hjarta og þessi orka sem er frábært. Það þarf eiginlega að koma fyrst og svo er hægt að byggja á hæfileikum í kringum. Þetta er þarna og það birtir til núna.“ Höttur lenti 22-2 undir í fyrsta leikhlutanum og virtust heillum horfnir. Viðar sagðist ekki hafa sagt mikið og hrósaði leikmönnum sínum fyrir þeirra karakter. „Við breyttum aðeins. Spiluðum með minna lið, fleiri bakverði og hlaupa einfaldan leik. Það er örugglega mér að kenna að við lendum svona mikið undir í byrjun, að pæla í taktík og hvað við ætlum að gera.“ „Síðan taka þeir yfir og ég sagði eiginlega ekki neitt nema haldið áfram. Þeir snúa þessu við. Kannski þarf þetta að gerast þannig að ég stígi meiri til hliðar og leyfi mönnum að gera þetta. Þeim líður betur þannig greinilega, í dag að minnsta kosti.“ Viðar sagði sigurtilfinninguna vera góða og gera jólafríið skemmtilegra. „Það er þægilegra að fara í jólafrí núna. Það eru sex eða sjö dagar áður en við hittumst aftur. Einhverjir að hitta fjölskyldur en aðrir fara austur. Það er skemmtilegra að minnsta kosti. Einn sigur og við þurfum að njóta hans. Þessi tilfinning, við þurfum einhvern vegin að leita alltaf eftir henni. Þetta er bara eitthvað blaður, leikmenn og liðsheildin náðu að koma þessu í gegn þó þetta væri ljótt. Hrikalega ánægður með mína menn.“ Þrátt fyrir góða liðsheild Hattar var einn leikmaður sem var fremstur meðal jafningja í kvöld. „Obi Trotter er bara eitthvað annað. Hann er geggjaður. Frábær liðsheild og það komu margir með eitthvað. Auðvitað verðum við að hrósa gamla manninum fyrir þetta.“ Trotter verður 41 árs eftir tæpan mánuð en í fjórða leikhlutanum í kvöld skoraði hann fimm þriggja stiga körfur og átján stig alls. Hann skoraði fjórar fyrstu þriggja stiga körfurnar á aðeins tveimur mínútum og þrettán sekúndum og kom Hetti í forystuna nánast upp á sitt einsdæmi. „Hann kveikir í okkur í fjórða leikhluta, snýr þessu við og setur risa körfur. Geggjaður varnarleikur líka. Við tölum um lið en við þurfum að hrósa einstaklingum líka. Obi Trotter, setjið bara stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa á hann. Þetta er æðislegur maður. “ Bónus-deild karla UMF Álftanes Höttur Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
„Hrikalega ánægður með sigurinn. Jú, þetta er léttir en við höfum áður tapað fjórum leikjum í röð eða þremur,“ sagði Viðar eftir leikinn en Höttur hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum í Bónus-deildinni. „Ég er mest ánægður með hvernig strákarnir börðu sig saman eftir erfiða byrjun. Það kom þetta hjarta og þessi orka sem er frábært. Það þarf eiginlega að koma fyrst og svo er hægt að byggja á hæfileikum í kringum. Þetta er þarna og það birtir til núna.“ Höttur lenti 22-2 undir í fyrsta leikhlutanum og virtust heillum horfnir. Viðar sagðist ekki hafa sagt mikið og hrósaði leikmönnum sínum fyrir þeirra karakter. „Við breyttum aðeins. Spiluðum með minna lið, fleiri bakverði og hlaupa einfaldan leik. Það er örugglega mér að kenna að við lendum svona mikið undir í byrjun, að pæla í taktík og hvað við ætlum að gera.“ „Síðan taka þeir yfir og ég sagði eiginlega ekki neitt nema haldið áfram. Þeir snúa þessu við. Kannski þarf þetta að gerast þannig að ég stígi meiri til hliðar og leyfi mönnum að gera þetta. Þeim líður betur þannig greinilega, í dag að minnsta kosti.“ Viðar sagði sigurtilfinninguna vera góða og gera jólafríið skemmtilegra. „Það er þægilegra að fara í jólafrí núna. Það eru sex eða sjö dagar áður en við hittumst aftur. Einhverjir að hitta fjölskyldur en aðrir fara austur. Það er skemmtilegra að minnsta kosti. Einn sigur og við þurfum að njóta hans. Þessi tilfinning, við þurfum einhvern vegin að leita alltaf eftir henni. Þetta er bara eitthvað blaður, leikmenn og liðsheildin náðu að koma þessu í gegn þó þetta væri ljótt. Hrikalega ánægður með mína menn.“ Þrátt fyrir góða liðsheild Hattar var einn leikmaður sem var fremstur meðal jafningja í kvöld. „Obi Trotter er bara eitthvað annað. Hann er geggjaður. Frábær liðsheild og það komu margir með eitthvað. Auðvitað verðum við að hrósa gamla manninum fyrir þetta.“ Trotter verður 41 árs eftir tæpan mánuð en í fjórða leikhlutanum í kvöld skoraði hann fimm þriggja stiga körfur og átján stig alls. Hann skoraði fjórar fyrstu þriggja stiga körfurnar á aðeins tveimur mínútum og þrettán sekúndum og kom Hetti í forystuna nánast upp á sitt einsdæmi. „Hann kveikir í okkur í fjórða leikhluta, snýr þessu við og setur risa körfur. Geggjaður varnarleikur líka. Við tölum um lið en við þurfum að hrósa einstaklingum líka. Obi Trotter, setjið bara stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa á hann. Þetta er æðislegur maður. “
Bónus-deild karla UMF Álftanes Höttur Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira