„Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 19. desember 2024 21:42 Halldór Garðar var að spila gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld. Mynd úr leik gegn Val fyrr á tímabilinu. vísir / jón gautur Keflavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í Bónus deild karla í kvöld þegar lokaumferðin fyrir jólafrí fór fram. Keflavík sýndi mátt sinn og megin og fór með sannfærandi nítján stiga sigur 105-86. „Við ætluðum að fara á góðu nótunum inn í frí og mér fannst við gera það. Þetta var bara flottur leikur frá A-Ö frá okkur.“ Sagði Halldór Garðar Hermannsson fyrirliði Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mikið skorað og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem Keflavík skoraði 61 stig. „Varnirnar voru kannski ekki upp á sitt besta. Við viljum spila hratt og flæða mikið. Leikurinn þróaðist svona eins og við hefðum viljað að hann þróist.“ Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur hefur oft komið inn á það í viðtölum fyrir leiki að hann vonast til að sjá sitt lið skora í kringum hundrað stigin sem varð raunin í kvöld. „Sóknarlega vorum við að gera mjög vel hérna. Þeir ná svo að minnka þetta niður í fimm, sex og þá fannst mér vörnin aðeins stíga upp hjá okkur. Til þess að skora hundrað stig þurfum við að fá auðveldar körfur og við þurfum að treysta á vörnina og á þessum tímapunkti þá gerðum við það klárlega.“ Það var ákveðin vendipunktur í leiknum þegar mómentið virðist vera að færast nær gestunum í þriðja leikhluta en Keflavík stelur boltanum og treður á honum á hinum endanum. Það virtist kveikja í heimamönnum aftur. „Mér fannst það. Það er eiginlega bara hárrétt. Það var einmitt það sem við þurftum. Eitthvað „varnarplay“ sem að leiðir af sér auðvelda körfu og kveikir aðeins í kofanum.“ Halldór Garðar var að spila gegn uppeldisfélaginu sínu og virðist líka það ágætlega en hann endaði stigahæstur í liði Keflavíkur með 19 stig. „Það er alltaf jafn gaman. Ég var ekki búin að vinna þá síðan ég fór í Keflavík þannig það var komin tími á að vinna þá.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
„Við ætluðum að fara á góðu nótunum inn í frí og mér fannst við gera það. Þetta var bara flottur leikur frá A-Ö frá okkur.“ Sagði Halldór Garðar Hermannsson fyrirliði Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. Það var mikið skorað og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem Keflavík skoraði 61 stig. „Varnirnar voru kannski ekki upp á sitt besta. Við viljum spila hratt og flæða mikið. Leikurinn þróaðist svona eins og við hefðum viljað að hann þróist.“ Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur hefur oft komið inn á það í viðtölum fyrir leiki að hann vonast til að sjá sitt lið skora í kringum hundrað stigin sem varð raunin í kvöld. „Sóknarlega vorum við að gera mjög vel hérna. Þeir ná svo að minnka þetta niður í fimm, sex og þá fannst mér vörnin aðeins stíga upp hjá okkur. Til þess að skora hundrað stig þurfum við að fá auðveldar körfur og við þurfum að treysta á vörnina og á þessum tímapunkti þá gerðum við það klárlega.“ Það var ákveðin vendipunktur í leiknum þegar mómentið virðist vera að færast nær gestunum í þriðja leikhluta en Keflavík stelur boltanum og treður á honum á hinum endanum. Það virtist kveikja í heimamönnum aftur. „Mér fannst það. Það er eiginlega bara hárrétt. Það var einmitt það sem við þurftum. Eitthvað „varnarplay“ sem að leiðir af sér auðvelda körfu og kveikir aðeins í kofanum.“ Halldór Garðar var að spila gegn uppeldisfélaginu sínu og virðist líka það ágætlega en hann endaði stigahæstur í liði Keflavíkur með 19 stig. „Það er alltaf jafn gaman. Ég var ekki búin að vinna þá síðan ég fór í Keflavík þannig það var komin tími á að vinna þá.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn