Lífið

Kári og Eva eru hjón

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kári og Eva sviptu huluni af sambandinu í sumar.
Kári og Eva sviptu huluni af sambandinu í sumar.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, þjálfari og jógakennari, eru hjón. Gengið hefur verið frá kaupmála þeirra á milli af því tilefni.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að nokkur fjöldi kaupmála hafi í nóvember verið færðir í allsherjarskrá kaupamála hjá embætti Sýslumannsins á Vesturlandi í Stykkishólmi samkvæmt hjúskaparlögum.

Í tilfelli Kára og Evu var það gert þann 22. nóvember síðastliðinn. Ástin virðist blómstra hjá parinu en fyrstu fréttir af ástarfundum þeirra voru fluttar í sumar. Eva sagði við tilefnið á Instagram að lífið væri betra með Kára þegar hún birti mynd af þeim frá Barcelona.

Í september voru svo fluttar fréttir af því að Eva hefði flutt lögheimili sitt til Kára þar sem hann býr í Fagraþingi í Kópavogi. Þar deila þau rosalegu útsýni yfir Elliðarvatn úr húsi Kára sem ætíð hefur vakið mikla athygli vegna einstaks útlits þess. Húsið vann sem dæmi til fyrstu verðlauna í flokki stórra einbýlishúsa árið 2014 í árlegri verðlaunahátíð bandaríska tímaritsins Interior Design.


Tengdar fréttir

Eva flutt inn í verðlaunahús Kára

Eva Bryn­geirs­dótt­ir, þjálfari og jógakennari, hefur flutt lögheimili sitt til kærasta síns Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í Kópavogi.  Hús Kára er við Fagraþing í Kópavogi, með útsýni yfir Elliðavatn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.