Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2024 22:31 Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs vill ekkert segja um verðmiðann en segir verðið ekki hátt. Vísir/Vilhelm Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segist hafa verið í viðræðum við Heimildina í um hálft ár um yfirtöku á Mannlífi. Hann segir kaupverðið ekki hátt en vill ekki gefa það upp. Persónulega telji hann tímabært að hætta í blaðamennsku. „Ég get ekkert sagt um verðið, en það er ekki hátt. Eigendur Mannlífs eru líka hluthafar í Heimildinni þannig ávinningur okkar er líka að styrkja það concept. Þannig er hugsunin. Mín hugsun er svo bara að losna frá þessu. Þetta er orðið gott í bili,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu um kaupin. Hann hafi verið að reyna að losa sig frá rekstrinum í um ár. Það sé tímabært að hætta sem blaðamaður. Það taki önnur verkefni við. „Ég hef nóg að gera. Ég er með verkefni fyrir Ferðafélagið, er með podköstin. Hitt er orðið slítandi og erfitt. Ég er eiginlega komin með nóg. Þetta er búið að vera gaman og það er fínt að hætta á þessum tímapunkti.“ Fjallað hefur verið um kaupin á Vísi í dag en tveir stjórnarmeðlimir, Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson eru hættir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út fjölmiðilinn Heimildina vegna yfirvofandi kaupa. Reynir segir í færslu um kaupin á Facebook að yfirtaka Sameinaða útgáfufélagsins hafi ekki í för með sér breytingar á eignarhaldi á Heimildinni. Hann verði áfram hluthafi og muni rækja sínar skyldur. Þá segir hann einnig að það hafi verið markmið eigenda Mannlífs í viðræðunum að tryggja starfsfólki áframhaldandi starf. Hann segir í samtali við fréttastofu að um fjórir hafi verið starfandi hjá Mannlífi síðustu misseri og að tveir þeirra muni flytjast yfir til Sameinaða útgáfufélagsins. „Ég hlakka mikið til að vera frjáls maður aftur,“ segir hann að lokum. Fjölskylduviðskipti Heimildin varð til í árslok 2022 við sameiningu Stundarinnar og Kjarnans og hefur því starfað í um tvö ár. Reksturinn hefur gengið ágætlega en óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu innan hluthafahópsins með fyrirhuguð kaup á Mannlífi. Elín Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að viðræður hafi átt sér stað síðan í vor. Hún vonaðist til þess að gengið verði frá kaupunum fyrir áramót. Mannlíf yrði þá gefið út sem auglýsingadrifinn vefmiðill en með aðra ritstjórnarstefnu en hann hefur verið þekktur fyrir hingað til. Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri Heimildarinnar og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir eiginkona hans ritstjóri. Ekki verður þó af fjölskyldusameiningu þótt kalla mætti viðskiptin fjölskylduviðskipti þar sem Jón Trausti er sonur Reynis Traustasonar. Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Helgi hættur á Heimildinni Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs. 18. október 2024 15:41 Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Atli Viðar Þorsteinsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli kanill, fagnar sigri í minningargreinarmáli sínu gegn Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs. Hann upplýsir að Reynir ætli ekki að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. 4. desember 2024 16:51 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Ég get ekkert sagt um verðið, en það er ekki hátt. Eigendur Mannlífs eru líka hluthafar í Heimildinni þannig ávinningur okkar er líka að styrkja það concept. Þannig er hugsunin. Mín hugsun er svo bara að losna frá þessu. Þetta er orðið gott í bili,“ segir Reynir í samtali við fréttastofu um kaupin. Hann hafi verið að reyna að losa sig frá rekstrinum í um ár. Það sé tímabært að hætta sem blaðamaður. Það taki önnur verkefni við. „Ég hef nóg að gera. Ég er með verkefni fyrir Ferðafélagið, er með podköstin. Hitt er orðið slítandi og erfitt. Ég er eiginlega komin með nóg. Þetta er búið að vera gaman og það er fínt að hætta á þessum tímapunkti.“ Fjallað hefur verið um kaupin á Vísi í dag en tveir stjórnarmeðlimir, Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson eru hættir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út fjölmiðilinn Heimildina vegna yfirvofandi kaupa. Reynir segir í færslu um kaupin á Facebook að yfirtaka Sameinaða útgáfufélagsins hafi ekki í för með sér breytingar á eignarhaldi á Heimildinni. Hann verði áfram hluthafi og muni rækja sínar skyldur. Þá segir hann einnig að það hafi verið markmið eigenda Mannlífs í viðræðunum að tryggja starfsfólki áframhaldandi starf. Hann segir í samtali við fréttastofu að um fjórir hafi verið starfandi hjá Mannlífi síðustu misseri og að tveir þeirra muni flytjast yfir til Sameinaða útgáfufélagsins. „Ég hlakka mikið til að vera frjáls maður aftur,“ segir hann að lokum. Fjölskylduviðskipti Heimildin varð til í árslok 2022 við sameiningu Stundarinnar og Kjarnans og hefur því starfað í um tvö ár. Reksturinn hefur gengið ágætlega en óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu innan hluthafahópsins með fyrirhuguð kaup á Mannlífi. Elín Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að viðræður hafi átt sér stað síðan í vor. Hún vonaðist til þess að gengið verði frá kaupunum fyrir áramót. Mannlíf yrði þá gefið út sem auglýsingadrifinn vefmiðill en með aðra ritstjórnarstefnu en hann hefur verið þekktur fyrir hingað til. Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri Heimildarinnar og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir eiginkona hans ritstjóri. Ekki verður þó af fjölskyldusameiningu þótt kalla mætti viðskiptin fjölskylduviðskipti þar sem Jón Trausti er sonur Reynis Traustasonar.
Fjölmiðlar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Helgi hættur á Heimildinni Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs. 18. október 2024 15:41 Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Atli Viðar Þorsteinsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli kanill, fagnar sigri í minningargreinarmáli sínu gegn Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs. Hann upplýsir að Reynir ætli ekki að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. 4. desember 2024 16:51 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Helgi hættur á Heimildinni Helgi Seljan er einhver þekktasti blaðamaður landsins, margverðlaunaður en hann hefur staðið í ströngu nú í tuttugu ár við að fjalla um stærstu mál samtímans. Nú er það búið. Í bili að minnsta kosti. Helgi hefur ákveðið að henda blaðamannahatti sínum inn í skáp og horfir jafnvel til hafs. 18. október 2024 15:41
Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19
Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Atli Viðar Þorsteinsson, betur þekktur sem plötusnúðurinn Atli kanill, fagnar sigri í minningargreinarmáli sínu gegn Reyni Traustasyni ritstjóra Mannlífs. Hann upplýsir að Reynir ætli ekki að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. 4. desember 2024 16:51