Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. desember 2024 21:02 Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir notkun rafvarnarvopna hingað til mun minni á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Vísir/Einar Rafbyssu var beitt í fyrsta sinn hér á landi í gær þegar lögreglan var kölluð til vegna vopnaðs manns. Öll atburðarásin var tekin upp á búkmyndavélar lögreglumanna á svæðinu og mun sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fara yfir atvikið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með mikinn viðbúnað við Miklubraut í Reykjavík í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Lögreglan notaði meðal annars rafbyssu til að yfirbuga manninn en það er í fyrsta sinn sem vopninu er beitt frá því að lögreglan tók rafbyssur í notkun í september á þessu ári. Vopnin hafa þó verið dregin úr slíðri áður eða ræst eða alls tuttugu og níu sinnum í sautján málum. „Ástæðan fyrir því að það er búið að draga úr slíðri þetta oft en í færri málum þá eru kannski tvö vopn á svæðinu. Þá eru bæði dregin upp. Þau eru dregin upp eða ræst. Stundum dugir bara að draga þau upp. Í öðrum tilfellum hefur verið ræst en þá er viðkomandi gefin viðvörun með hljóði og ljósmerki og hingað til, þangað til í gær, hefur það dugað til þess að fá fólk til þess að hlýða skipunum lögreglu,“ segir Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í verklagi lögreglu er það metið í hverju tilfelli fyrir sig hvort læknir skoði þá sem skotið er á með rafbyssu en lögreglan gefur ekki upp hvort það var gert í gær. Guðmundur segir lögreglumenn meðvitaða um að slys geti orðið þegar vopnin eru notuð. „Slysin sem verða fyrst og fremst þegar þetta vopn er notað er falláverkar þegar fólk fær rafstuð í sig þá stirðnar það upp og fellur og við þurfum að hafa það í huga hvar fólk er statt þegar að við notum þessi tæki.“ Lögreglan á hundrað og tuttugu rafbyssur sem lögreglumenn um allt land hafa aðgang að.Vísir/Einar Eftirlitið sé gott með notkun vopnanna og sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fari yfir öll atvik þar sem byssurnar eru teknar upp eða notaðar. Þannig verði atvikið í gær skoðað af honum. Þá séu allir lögreglumenn sem bera rafvarnarvopnin með á sér með búkmyndavélar sem séu tengdar slíðrinu og upptökurnar úr þeim eru nýttar þegar atvikin eru skoðuð. „Um leið og vopnið er tekið úr slíðri þá kviknar sjálfkrafa á öllum myndavélum í ákveðnum radíus í kringum vopnið. Allir sem eru að bera þessar myndavéla sem tengjast vélunum. Þá fer upptaka í gang og allt sem sagt skráð og vistað. Þannig hvert og eitt einstaka mál er skoðað og ígrundað eftir notkun.“ Lögreglan Lögreglumál Rafbyssur Tengdar fréttir Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 18. desember 2024 11:33 Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4. nóvember 2024 08:33 Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. 20. ágúst 2024 09:22 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með mikinn viðbúnað við Miklubraut í Reykjavík í gær vegna manns sem var vopnaður hnífi. Lögreglan notaði meðal annars rafbyssu til að yfirbuga manninn en það er í fyrsta sinn sem vopninu er beitt frá því að lögreglan tók rafbyssur í notkun í september á þessu ári. Vopnin hafa þó verið dregin úr slíðri áður eða ræst eða alls tuttugu og níu sinnum í sautján málum. „Ástæðan fyrir því að það er búið að draga úr slíðri þetta oft en í færri málum þá eru kannski tvö vopn á svæðinu. Þá eru bæði dregin upp. Þau eru dregin upp eða ræst. Stundum dugir bara að draga þau upp. Í öðrum tilfellum hefur verið ræst en þá er viðkomandi gefin viðvörun með hljóði og ljósmerki og hingað til, þangað til í gær, hefur það dugað til þess að fá fólk til þess að hlýða skipunum lögreglu,“ segir Guðmundur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í verklagi lögreglu er það metið í hverju tilfelli fyrir sig hvort læknir skoði þá sem skotið er á með rafbyssu en lögreglan gefur ekki upp hvort það var gert í gær. Guðmundur segir lögreglumenn meðvitaða um að slys geti orðið þegar vopnin eru notuð. „Slysin sem verða fyrst og fremst þegar þetta vopn er notað er falláverkar þegar fólk fær rafstuð í sig þá stirðnar það upp og fellur og við þurfum að hafa það í huga hvar fólk er statt þegar að við notum þessi tæki.“ Lögreglan á hundrað og tuttugu rafbyssur sem lögreglumenn um allt land hafa aðgang að.Vísir/Einar Eftirlitið sé gott með notkun vopnanna og sérstakur starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins fari yfir öll atvik þar sem byssurnar eru teknar upp eða notaðar. Þannig verði atvikið í gær skoðað af honum. Þá séu allir lögreglumenn sem bera rafvarnarvopnin með á sér með búkmyndavélar sem séu tengdar slíðrinu og upptökurnar úr þeim eru nýttar þegar atvikin eru skoðuð. „Um leið og vopnið er tekið úr slíðri þá kviknar sjálfkrafa á öllum myndavélum í ákveðnum radíus í kringum vopnið. Allir sem eru að bera þessar myndavéla sem tengjast vélunum. Þá fer upptaka í gang og allt sem sagt skráð og vistað. Þannig hvert og eitt einstaka mál er skoðað og ígrundað eftir notkun.“
Lögreglan Lögreglumál Rafbyssur Tengdar fréttir Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 18. desember 2024 11:33 Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4. nóvember 2024 08:33 Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. 20. ágúst 2024 09:22 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Sjá meira
Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 18. desember 2024 11:33
Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Lögreglumenn hafa fimmtán sinnum dregið rafbyssur úr slíðri eða ræst þær eftir að þeir fengu þær fyrst í hendur í september. Enginn hefur enn verið skotinn með rafbyssu af lögreglumönnum. Hver rafbyssa kostar meira en milljón krónur. 4. nóvember 2024 08:33
Lögreglumenn vopnast rafbyssum í byrjun september Almenningur má eiga von á að sjá lögreglumenn vopnaða rafbyssum á næstunni en þær verða afhentar lögregluembættum á landinu í fyrstu viku september. Lögreglan segir um helming landsmanna hlynntan rafbyssuburði lögreglumanna. 20. ágúst 2024 09:22