Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 11:06 Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir (t.h.) kærði ummæli Stefáns Einars Stefánssonar (t.h.) um sig sem féllu í spjallþætti á mbl.is í október. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands sýknaði Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnanda á Morgunblaðinu, af kæru Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur, leikkonu, vegna ummæla sem hún taldi stríða gegn siðareglum blaðamanna. Stefán Einar neitaði sjálfur að viðurkenna að siðanefndin hefði lögsögu yfir honum. Tilefni kærunnar voru ummæli sem Stefán Einar viðhafði um Salvöru í þættinum Spursmálum Morgunblaðsins 22. október. Þar sakaði hann Salvöru um að hafa hvatt til eignaspjalla á utanríkisráðuneytinu í tengslum við mótmæli stuðningsfólks Palestínu. Sagðist hann vonast til þess að þær „brjáluðu hugmyndir“ yrðu ekki í áramótaskaupinu í ár. Þátturinn var sýndur viku eftir að mótmælendur á vegum Félagsins Íslands-Palestínu skvettu rauðri málningu á inngang og stétt utanríkisráðuneytisins við Austurbakka. Salvör, sem er leikkona og einn höfunda áramótaskaupsins, taldi ásakanir Stefáns Einars um að hún hvetti til eignaspjalla tilhæfulausar og alvarlegar. Ummæli hans um „brjálaðar hugmyndir“ hennar væru til þess fallin að grafa undan trúverðugleika hennar sem höfundar. Þá byggði staðhæfing Stefáns Einars um að hún syrgði fall leiðtoga Hamas-samtakanna ekki á neinum heimildum eða staðreyndum. Í kærunni byggði Salvör á að ummælin vörðuðu þrjár greinar siðareglna Blaðamannafélags Íslands sem fjalla meðal annars um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir, umfjöllun þeirra sé hlutlæg og að blaðamenn geti uppruna opinberra ummæla. Stefán Einar sendi siðanefnd engin andsvör og vísaði til þess að hún hefði enga löggsögu yfir sér þar sem hann væri ekki félagi í Blaðamannafélaginu. Persónulegar skoðanir sem siðareglur takmarki ekki Siðanefndin sagði aðild að Blaðamannafélaginu ekki forsendu fyrir því að hún tæki málið fyrir og vitnað til fjölda fordæma þesss efnis sem næðu áratugi aftur í tímann. Sýknuúrskurðurinn byggðist fyrst og fremst á því að ummælin hefðu fallið í lið þáttarins þar sem persónulegar skoðanir höfundar væru augljóslega í hávegum. Ummælin hefðu falið í sér tjáningu Stefáns Einars en siðareglurnar settu ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna þótt hann gæti borið ábyrgð á þeim eftir almennum réttarreglum. Siðanefndin féllst ekki á að ummælin brytu gegn ákvæðum siðareglna um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir og geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum. Hvað varðaði ákvæði reglnanna um að blaðamenn gætu heimilda þegar vitnað væri til opinberra ummæli taldi siðanefndin að þeir hefðu meira frjálsræði í þeim efnum þegar um væri að ræða persónulegar skoðanir. Í Facebook-færslu um úrskurðinn talar Stefán Einar um siðanefndina sem „rannsóknarréttinn“ og sakar Salvöru um að hrella saklaust fólk sem hafi ekki gert annað en að sinna starfi sínu af trúmennsku. Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Áramótaskaupið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Tilefni kærunnar voru ummæli sem Stefán Einar viðhafði um Salvöru í þættinum Spursmálum Morgunblaðsins 22. október. Þar sakaði hann Salvöru um að hafa hvatt til eignaspjalla á utanríkisráðuneytinu í tengslum við mótmæli stuðningsfólks Palestínu. Sagðist hann vonast til þess að þær „brjáluðu hugmyndir“ yrðu ekki í áramótaskaupinu í ár. Þátturinn var sýndur viku eftir að mótmælendur á vegum Félagsins Íslands-Palestínu skvettu rauðri málningu á inngang og stétt utanríkisráðuneytisins við Austurbakka. Salvör, sem er leikkona og einn höfunda áramótaskaupsins, taldi ásakanir Stefáns Einars um að hún hvetti til eignaspjalla tilhæfulausar og alvarlegar. Ummæli hans um „brjálaðar hugmyndir“ hennar væru til þess fallin að grafa undan trúverðugleika hennar sem höfundar. Þá byggði staðhæfing Stefáns Einars um að hún syrgði fall leiðtoga Hamas-samtakanna ekki á neinum heimildum eða staðreyndum. Í kærunni byggði Salvör á að ummælin vörðuðu þrjár greinar siðareglna Blaðamannafélags Íslands sem fjalla meðal annars um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir, umfjöllun þeirra sé hlutlæg og að blaðamenn geti uppruna opinberra ummæla. Stefán Einar sendi siðanefnd engin andsvör og vísaði til þess að hún hefði enga löggsögu yfir sér þar sem hann væri ekki félagi í Blaðamannafélaginu. Persónulegar skoðanir sem siðareglur takmarki ekki Siðanefndin sagði aðild að Blaðamannafélaginu ekki forsendu fyrir því að hún tæki málið fyrir og vitnað til fjölda fordæma þesss efnis sem næðu áratugi aftur í tímann. Sýknuúrskurðurinn byggðist fyrst og fremst á því að ummælin hefðu fallið í lið þáttarins þar sem persónulegar skoðanir höfundar væru augljóslega í hávegum. Ummælin hefðu falið í sér tjáningu Stefáns Einars en siðareglurnar settu ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna þótt hann gæti borið ábyrgð á þeim eftir almennum réttarreglum. Siðanefndin féllst ekki á að ummælin brytu gegn ákvæðum siðareglna um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir og geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum. Hvað varðaði ákvæði reglnanna um að blaðamenn gætu heimilda þegar vitnað væri til opinberra ummæli taldi siðanefndin að þeir hefðu meira frjálsræði í þeim efnum þegar um væri að ræða persónulegar skoðanir. Í Facebook-færslu um úrskurðinn talar Stefán Einar um siðanefndina sem „rannsóknarréttinn“ og sakar Salvöru um að hrella saklaust fólk sem hafi ekki gert annað en að sinna starfi sínu af trúmennsku.
Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Áramótaskaupið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira