Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2024 07:00 Camilla Herrem hefur skorað 951 mark í 332 landsleikjum fyrir Noreg. Landsleikirnir verða ekki fleiri. Getty/Henk Seppen/ Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu í síðasta skiptið á sunnudagskvöldið en það var annar meðlimur liðsins einnig að kveðja þetta kvöld. Hornamaðurinn Camilla Herrem tilkynnti það eftir leikinn að hún hafi þarna spilað sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hún er 38 ára gömul og hefur verið í kringum landsliðið í nítján ár. „Þetta var síðasti landsleikurinn minn. Ég hef ákveðið að segja þetta gott og er mjög stolt af ferlinum. Það verður gott að fá smá auka hvíld heima en um leið er þetta smá sorglegt líka,“ sagði Camilla Herrem við Viaplay eftir leikinn. NRK Sport fjallaði um Camilla Herrem.NRK Herrem var að klára sitt tuttugasta stórmót með norska landsliðinu og var að vinna sitt ellefta stórmótagull. Hún og Þórir hafa því unnið mörg gull saman. Herrem var fyrst með landsliðinu árið 2006 og hefur verið hluti af landsliðinu allan tímann sem Þórir hefur þjálfað liðið. Það vissu allir að Þórir væri að kveðja en leikmenn norska liðsins vissu ekki af ákvörðun Herrem fyrr en eftir úrslitaleikinn. Herrem sagði norska ríkisútvarpinu frá því að hún hafi ákveðið það í september að þetta yrði hennar síðasta mót. Það vissu samt mjög fáir af því að Herrem væri búin að taka þessa ákvörðun. Enginn leikmaður vissi af þessu heldur aðeins Þórir og þjálfarateymið. „Ég vildi ekki segja stelpunum frá þessu af því að það var svo mikið í gangi. Ég sagði þeim frá þessu í liðshringnum eftir að við kláruðu leikinn. Þetta breyttist fljótt í mjög tilfinningaríka stund,“ sagði Herrem. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir þér Þórir. Ég er svo ánægð að enda þetta á sama tíma og þú. Það er erfitt að enda landsliðsferilinn en um leið finnst mér þetta vera rétti tímapunkturinn,“ sagði Herrem við Þóri eftir leikinn. Þau enda bæði sem Ólympíu- og Evrópumeistarar á síðasta árinu sínu. Herrem söng að venju lagið Tore Tang í sigurgleðinni eftir leikinn en það er hefð fyrir því að hún syngi lagið sem norska hljómsveitin Mods gerði vinsælt árið í byrjun níunda áratugarins. Fyrir þá sem hafa áhuga á heyra lagið má hlusta á það hér fyrir neðan. Það mætti vissulega lesa eitthvað úr „Tore Tang, ein gammal mann“ í texta viðlagsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=87eFLEl-xz8">watch on YouTube</a> EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Hornamaðurinn Camilla Herrem tilkynnti það eftir leikinn að hún hafi þarna spilað sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hún er 38 ára gömul og hefur verið í kringum landsliðið í nítján ár. „Þetta var síðasti landsleikurinn minn. Ég hef ákveðið að segja þetta gott og er mjög stolt af ferlinum. Það verður gott að fá smá auka hvíld heima en um leið er þetta smá sorglegt líka,“ sagði Camilla Herrem við Viaplay eftir leikinn. NRK Sport fjallaði um Camilla Herrem.NRK Herrem var að klára sitt tuttugasta stórmót með norska landsliðinu og var að vinna sitt ellefta stórmótagull. Hún og Þórir hafa því unnið mörg gull saman. Herrem var fyrst með landsliðinu árið 2006 og hefur verið hluti af landsliðinu allan tímann sem Þórir hefur þjálfað liðið. Það vissu allir að Þórir væri að kveðja en leikmenn norska liðsins vissu ekki af ákvörðun Herrem fyrr en eftir úrslitaleikinn. Herrem sagði norska ríkisútvarpinu frá því að hún hafi ákveðið það í september að þetta yrði hennar síðasta mót. Það vissu samt mjög fáir af því að Herrem væri búin að taka þessa ákvörðun. Enginn leikmaður vissi af þessu heldur aðeins Þórir og þjálfarateymið. „Ég vildi ekki segja stelpunum frá þessu af því að það var svo mikið í gangi. Ég sagði þeim frá þessu í liðshringnum eftir að við kláruðu leikinn. Þetta breyttist fljótt í mjög tilfinningaríka stund,“ sagði Herrem. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir þér Þórir. Ég er svo ánægð að enda þetta á sama tíma og þú. Það er erfitt að enda landsliðsferilinn en um leið finnst mér þetta vera rétti tímapunkturinn,“ sagði Herrem við Þóri eftir leikinn. Þau enda bæði sem Ólympíu- og Evrópumeistarar á síðasta árinu sínu. Herrem söng að venju lagið Tore Tang í sigurgleðinni eftir leikinn en það er hefð fyrir því að hún syngi lagið sem norska hljómsveitin Mods gerði vinsælt árið í byrjun níunda áratugarins. Fyrir þá sem hafa áhuga á heyra lagið má hlusta á það hér fyrir neðan. Það mætti vissulega lesa eitthvað úr „Tore Tang, ein gammal mann“ í texta viðlagsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=87eFLEl-xz8">watch on YouTube</a>
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Körfubolti