Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 23:01 Janis Timma var að spila körfubolta í Rússlandi þegar hann lést. Getty/Roman Kruchinin Lettneski körfuboltamaðurinn Jānis Timma er látinn en hann var aðeins 32 ára gamall. Lík Timma fannst utandyra nálægt hóteli í miðborg Moskvu. Úkraínski miðilinn Meduza hefur það eftir rússnesku fréttastofunum Tass og RIA Novosti að Timma hafi sjálfur bundið enda á líf sitt. Euroleague deildin er meðal þeirra sem minnist Timma í dag. Hann spilaði fimm tímabil í deildinni með fjórum félögum eða Baskonia Vitoria-Gasteiz, Olympiacos Piraeus, Khimki Moskva og UNICS Kazan. Olympiacos minntist Timma á miðlum sínum. „Við erum í áfalli og í mikilli sorg eftir að hafa fengið þær hræðilegu fréttir að okkar fyrrum leikmaður Jānis Timma hafi látist aðeins 32 ára að aldri. Við munum alltaf minnast hans fyrir fallega brosið hans og fyrir það hversu góðhjartaður hann var,“ sagði í yfirlýsingu gríska félagsins. Fleiri fyrrum félög hans hafa einnig sent samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina. Timma tók þá ákvörðun í október að halda áfram körfuboltaferli sínum í rússneskri körfuboltadeild sem er rekin af veðmangarafyritækinu Liga Stavok. Hann spilaði þar með liði Alikson. Timma spilaði fyrst með lettneska landsliðinu árið 2014 en hann skoraði 513 stig í 56 landsleikjum. Tímabilið hjá honum í fyrra hófst hjá tyrkneska félaginu Darushashfak í Istanbul en endaði hjá spænska félaginu Obradoiro. View this post on Instagram A post shared by Eurohoops.net (@eurohoops_official) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Körfubolti Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Lík Timma fannst utandyra nálægt hóteli í miðborg Moskvu. Úkraínski miðilinn Meduza hefur það eftir rússnesku fréttastofunum Tass og RIA Novosti að Timma hafi sjálfur bundið enda á líf sitt. Euroleague deildin er meðal þeirra sem minnist Timma í dag. Hann spilaði fimm tímabil í deildinni með fjórum félögum eða Baskonia Vitoria-Gasteiz, Olympiacos Piraeus, Khimki Moskva og UNICS Kazan. Olympiacos minntist Timma á miðlum sínum. „Við erum í áfalli og í mikilli sorg eftir að hafa fengið þær hræðilegu fréttir að okkar fyrrum leikmaður Jānis Timma hafi látist aðeins 32 ára að aldri. Við munum alltaf minnast hans fyrir fallega brosið hans og fyrir það hversu góðhjartaður hann var,“ sagði í yfirlýsingu gríska félagsins. Fleiri fyrrum félög hans hafa einnig sent samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina. Timma tók þá ákvörðun í október að halda áfram körfuboltaferli sínum í rússneskri körfuboltadeild sem er rekin af veðmangarafyritækinu Liga Stavok. Hann spilaði þar með liði Alikson. Timma spilaði fyrst með lettneska landsliðinu árið 2014 en hann skoraði 513 stig í 56 landsleikjum. Tímabilið hjá honum í fyrra hófst hjá tyrkneska félaginu Darushashfak í Istanbul en endaði hjá spænska félaginu Obradoiro. View this post on Instagram A post shared by Eurohoops.net (@eurohoops_official) Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Körfubolti Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira