Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Jón Þór Stefánsson skrifar 17. desember 2024 18:02 Atvikin sem málið varðar áttu sér stað í bíl. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt skilorðsbundinn dóm sem kona hlaut í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir brot gegn þremur sautján ára piltum. Hún var sakfelld fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi þeirra allra með kynferðislegu og vanvirðandi tali. Hún var jafnframt sakfelld fyrir að áreita einn piltinn kynferðislega með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Hún fær tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Í héraði var refsingin þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, en þar var hún sýknuð fyrir blygðunarsemisbrotið. Atvik málsins áttu sér stað í bíl aðfaranótt laugardagsins 3. desember. Piltarnir þrír munu hafa verið á rúntinum og konan komið inn í bílinn til þeirra. Hún hafi beðið þá um að skutla sér heim, en ekki sagt hvert. Piltarnir báru vitni í héraðdómi. Þar sögðu þeir allir að konan hafð viðhaft kynferðislegt tal við þá, og boðist til að eiga við þá munnmök. Að því búnu hefði talið borist að typpastærð. Einn pilturinn sagði að þeir hefðu orðið hissa þegar konan settist inn í bílinn þeirra, en hún sagt að það væri allt í lagi því hún vissi hverjir þeir væru og að hún þekkti foreldra þeirra. Konan hafi byrjað að „fokka í þeim“ til að mynda með því að segja að hún gæti „tottað þá og gert það sem hún vildi kynferðislega“. Það hafi gerst eftir að þeir vildu losna við hana úr bílnum. Annar pilturinn, sá sem var ökumaður þetta kvöld, tók undir með hinum um að konan hafi sagst þekkja þá, en hún hafi nefnt þá alla með nafni og sagst þekkja foreldra þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir var hún líka ákærð fyrir að áreita einn piltinn með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Sá drengur sagðist hafa upplifað atvikið þannig að á honum hefði verið brotið. Þá hafi það haft áhrif á hann þegar sögur af þessu fóru að spyrjast út, enda búið í litlum bæ. Konan sagði fyrir dómi að hún hafi verið að skemmta sér þetta kvöld. Hún hafi beðið strákana um að skutla sér heim og þeir samþykkt það. Hún sagði að á meðan hún var í bílnum hefði hún „bullað“ í þeim og þeir í henni. Að hennar mati gekk hún ekki yfir einhver mörk gagnvart þeim, heldur hafi drengjunum fundist það sem hún sagði fyndið. Hún hafnaði því að hafa boðist til að hafa munnmök við drengina. Hún hafi hins vegar sagt þeim frá því þegar hún tottaði strák á staðnum þar sem þau voru stödd. Jafnframt neitaði hún alfarið fyrir það að hafa sett hendurnar inn fyrir buxur eins piltsins líkt og henni var gefið að sök. Að mati Landsréttar var framburður drengjanna trúverðugur. Þá segir í dómnum að ekki skipti höfuðmáli hvort konunni hafi fundist hún særa blygðunarsemi þeirra. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hana í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá staðfesti dómurinn niðurstöðu héraðsdóms um að hún skyldi greiða piltinum sem hún áreitti 200 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hún fær tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Í héraði var refsingin þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, en þar var hún sýknuð fyrir blygðunarsemisbrotið. Atvik málsins áttu sér stað í bíl aðfaranótt laugardagsins 3. desember. Piltarnir þrír munu hafa verið á rúntinum og konan komið inn í bílinn til þeirra. Hún hafi beðið þá um að skutla sér heim, en ekki sagt hvert. Piltarnir báru vitni í héraðdómi. Þar sögðu þeir allir að konan hafð viðhaft kynferðislegt tal við þá, og boðist til að eiga við þá munnmök. Að því búnu hefði talið borist að typpastærð. Einn pilturinn sagði að þeir hefðu orðið hissa þegar konan settist inn í bílinn þeirra, en hún sagt að það væri allt í lagi því hún vissi hverjir þeir væru og að hún þekkti foreldra þeirra. Konan hafi byrjað að „fokka í þeim“ til að mynda með því að segja að hún gæti „tottað þá og gert það sem hún vildi kynferðislega“. Það hafi gerst eftir að þeir vildu losna við hana úr bílnum. Annar pilturinn, sá sem var ökumaður þetta kvöld, tók undir með hinum um að konan hafi sagst þekkja þá, en hún hafi nefnt þá alla með nafni og sagst þekkja foreldra þeirra. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir var hún líka ákærð fyrir að áreita einn piltinn með því að fara með hendurnar inn fyrir nærbuxnastreng hans. Sá drengur sagðist hafa upplifað atvikið þannig að á honum hefði verið brotið. Þá hafi það haft áhrif á hann þegar sögur af þessu fóru að spyrjast út, enda búið í litlum bæ. Konan sagði fyrir dómi að hún hafi verið að skemmta sér þetta kvöld. Hún hafi beðið strákana um að skutla sér heim og þeir samþykkt það. Hún sagði að á meðan hún var í bílnum hefði hún „bullað“ í þeim og þeir í henni. Að hennar mati gekk hún ekki yfir einhver mörk gagnvart þeim, heldur hafi drengjunum fundist það sem hún sagði fyndið. Hún hafnaði því að hafa boðist til að hafa munnmök við drengina. Hún hafi hins vegar sagt þeim frá því þegar hún tottaði strák á staðnum þar sem þau voru stödd. Jafnframt neitaði hún alfarið fyrir það að hafa sett hendurnar inn fyrir buxur eins piltsins líkt og henni var gefið að sök. Að mati Landsréttar var framburður drengjanna trúverðugur. Þá segir í dómnum að ekki skipti höfuðmáli hvort konunni hafi fundist hún særa blygðunarsemi þeirra. Líkt og áður segir dæmdi Landsréttur hana í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá staðfesti dómurinn niðurstöðu héraðsdóms um að hún skyldi greiða piltinum sem hún áreitti 200 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent