Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2024 14:16 Upphaflega stóð til að framkvæmdir myndu hefjast vorið 2023 ,en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Nú lítur út fyrir að þær hefjist í fyrsta lagi 2031. Vísir/Vilhelm Ekki verður hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar Reykjavíkur fyrr en í fyrsta lagi árið 2031. Upphaflega stóð til að endurbætur hæfust vorið 2023 og átti þeim að vera lokið 2025. Fram kemur í nýju svari skrifstofu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um endurhönnun á sundlaugarbakka innilaugarinnar. Í svarinu segir að að undanförnu hafi verið í vinna í gangi milli Reykjavíkurborgar, VA arkitekta og Minjastofnun um betri útfærslu á laugarbökkum Sundhallarinnar. „Sú vinna hefur skilað sér í lausn sem fellur betur að þeim athugasemdum sem fram hafa komið, þó án þess að gefa afslátt á öryggismálum. Samkvæmt langtímafjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar, verður ekki hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar fyrr en árið 2031. Frekari útfærsla og endanleg hönnun bíður því þess tíma,“ segir í svarinu. Mikið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar breytingar á innilauginni, enda er Sundhöll Reykjavíkur eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Þá Stendur til að bæta gufuaðstöðu og bæta við pottum uppi á svölum. Búið væri að samþykkja byggingarleyfisumsókn. Ekki að finna í fimm ára plani Í Græna planinu svokallaða, sem finna á má vef borgarinnar, er sérstaklega fjallað um framkvæmdirnar sem fela í sér endurgerð sundlaugarbakkans og laugarkersins í innilaug sem komið sé til ára sinna. Upphaflega hafi staðið til að hefja framkvæmdir vorið 2023, en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Þar segir svo að um síðustu áramót hafi verið vonast er til að haustið 2024 yrðu framkvæmdir byrjaðar og að þær myndi standa yfir allt árið 2025 og hluta árs 2026. Ekkert er minnst á endurbæturnar í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025–2029, sem kynnt var fyrr í mánuðinum. Framkvæmdir hefjst því í fyrsta lagi 2031. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fram kemur í nýju svari skrifstofu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um endurhönnun á sundlaugarbakka innilaugarinnar. Í svarinu segir að að undanförnu hafi verið í vinna í gangi milli Reykjavíkurborgar, VA arkitekta og Minjastofnun um betri útfærslu á laugarbökkum Sundhallarinnar. „Sú vinna hefur skilað sér í lausn sem fellur betur að þeim athugasemdum sem fram hafa komið, þó án þess að gefa afslátt á öryggismálum. Samkvæmt langtímafjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar, verður ekki hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar fyrr en árið 2031. Frekari útfærsla og endanleg hönnun bíður því þess tíma,“ segir í svarinu. Mikið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar breytingar á innilauginni, enda er Sundhöll Reykjavíkur eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Þá Stendur til að bæta gufuaðstöðu og bæta við pottum uppi á svölum. Búið væri að samþykkja byggingarleyfisumsókn. Ekki að finna í fimm ára plani Í Græna planinu svokallaða, sem finna á má vef borgarinnar, er sérstaklega fjallað um framkvæmdirnar sem fela í sér endurgerð sundlaugarbakkans og laugarkersins í innilaug sem komið sé til ára sinna. Upphaflega hafi staðið til að hefja framkvæmdir vorið 2023, en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Þar segir svo að um síðustu áramót hafi verið vonast er til að haustið 2024 yrðu framkvæmdir byrjaðar og að þær myndi standa yfir allt árið 2025 og hluta árs 2026. Ekkert er minnst á endurbæturnar í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025–2029, sem kynnt var fyrr í mánuðinum. Framkvæmdir hefjst því í fyrsta lagi 2031.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira