Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir og Lovísa Jóhannsdóttir skrifa 17. desember 2024 13:32 Í aðdraganda jóla er mikilvægt að staldra við og huga að því hvað í raun skiptir máli. Börnin okkar vaxa úr grasi og þroskast hratt og þar á meðal málþroskinn. Börn læra þó ekki orð af sjálfu sér, við þurfum að kenna þeim orðin og er það hlutverk okkar fullorðinna að ýta undir málþroska barnanna okkar með því að vera dugleg að tala við börnin og setja orð á allt sem við gerum. Þegar börn svo hafa lært orðin og nýta sér þau er það okkar hlutverk að víkka þann orðaforða og dýpka skilning á mismunandi orðum. Þetta er ekki síður mikilvægt með börnum sem eiga við einhvers konar málörðuleika að stríða. Flest börn hafa löngun til að tjá sig, vilja samveru með foreldrum/forráðamönnum og una við bókalestur. Því er mikilvægt að skapa þessi tækifæri fyrir öll börn. Börn þurfa að hafa tækifæri til að tjá sig og fá hvatningu svo þau finni að það er þess virði að tjá sig og á þau sé hlustað. Nýtum umhverfið í að auka málþroska barnanna. Hvort sem er í búðinni, í bílnum, heima, í baði, í göngutúr, í sundi, á ferðalagi og hvar sem við erum stödd. Almenn málörvun barna fer nefnilega ekki einungis fram í leikskólanum, skólanum eða í skipulögðum málörvunarstundum. Málörvun á sér stað alls staðar! Mikilvægt er að flétta þessa málörvun inn í allt daglegt líf og þá er gott að hafa eftirfarandi ráð í huga: Tölum (og tölum og tölum ..... ) við barnið – málörvun á sér stað alls staðar og öflug málörvun er alltaf gulls ígildi. Verum dugleg að spjalla við börnin í öllu sem við gerum, hvort sem það er í leik eða daglegum athöfnum. Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir mjög miklu máli hversu mikið við tölum við börnin okkar og hversu innihaldsrík þau samskipti eru svo stöðugt bætist í orðaforða og hugtakaskilning þeirra. Munum samt að gefa börnunum svigrúm til að meðtaka það sem við erum að segja og gefum þeim tækifæri til að tjá sig. Sum börn þurfa tíma til að koma hugsunum sínum í orð og þá er mikilvægt að bíða og ekki drekkja börnunum í spurningum eða taka af þeim orðin. Endurtekning – til að lengja tjáskipti barna er mikilvægt að bæta við það sem þau segja t.d. Barnið segir „bangsi“ – að bæta við og segja „já þetta er bangsinn þinn, hann er brúnn og hann er mjög mjúkur“, eða barnið segir „gip“ – að endurtaka með réttum framburði og bæta við og segja „já þetta er skip, það er stórt og siglir á sjónum“. Mikilvægt að endurtaka rétt svo barnið heyri réttan framburð en ekki segja „þú átt ekki að segja gip, þú átt að segja skip“. Ekki þarf að endurtaka hvert einasta orð eða setningu sem barnið segir. Hér gildir að finna jafnvægi og ekki trufla eðlilegt flæði í samræðum. Sjálfstal – mikilvægt er að setja orð á allt sem við gerum bæði innan heimilis og utan þess, t.d. Þegar barnið er í baði er gott að lýsa því sem hinn fullorðni gerir „nú set ég sápu í þvottapokann, ég þvæ hárið, bakið, fæturnar, tásurnar og hendurnar. Síðan skolum við sápuna í burtu. Nú erum við orðin hrein. Nú tek ég þig upp úr og þurrka þér með handklæðinu. Finndu hvað handklæðið er mjúkt“ osfrv. Þegar við erum að elda „Nú ætla ég að steikja egg, þá þarf ég að nota pönnu, steikarspaða, olíu og egg – viltu rétta mér eggin sem eru inni í ísskáp í neðstu hillunni við hliðina á mjólkinni” osfrv. Þegar við þvoum þvottinn “Nú ætla ég að taka úr þvottavélinni, sjáðu, þá þarf ég að nota þvottabalann, finna þvottaklemmur og herðatré og hengja þvottinn upp – viltu rétta mér hvíta balann sem er bak við hurðina” osfrv. Við ýmsar aðrar athafnir, t.d. “Nú erum við að fara í sund, þá þurfum við að fara inn um stóru hurðina og setja skóna okkar í hilluna, síðan þurfum við að fara inn í klefa og fara í sturtu og klæða okkur í sundfötin. Það er gaman í sundi“ osfrv. Með því að nota sjálfstal og setja orð á allt sem við gerum ásamt því að leggja inn einföld fyrirmæli fyrir barnið þá erum við að tengja orð við athafnir og barnið nær enn frekar að tileinka sér þau orð sem við erum að leggja inn. Barnið lærir að hlusta betur og vinna betur úr þeim upplýsingum sem við erum að gefa því. Oft er talað um að foreldrar/forráðamenn eigi að vera nokkurs konar íþróttafréttamenn – þ.e. að lýsa öllu sem foreldri/forráðamaður gerir, öllu sem gerist í kringum barnið og öllu sem fyrir augun ber. Lýsingar – gott er að nota lýsingar með því að lýsa því sem mun gerast næst eða veita nánari upplýsingar um eitthvað sem er ekki endilega hér og nú, t.d. „Þegar þú ert búin/n að borða förum við að bursta tennur, svo háttum við og lesum bók“ Amma og afi koma á eftir í mat og það verður fiskur í matinn. Það er gaman úti að leika og á morgun ætlum við út að leika á leiksvæðinu“. Endurtekningar, sjálfstal og lýsingar ættu alltaf að vera hluti af daglegum samskiptum við barnið til að styðja við málþroska þess. (Þrjár ofangreindar málsgreinar eru unnar upp úr Snemmtæk íhlutun í hnotskurn. Höfundar eru Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bergrós Ólafsdóttir). Orð dagsins eða Mynd dagsins (fyrir þau sem yngri eru) er sniðug og skemmtileg leið til að auka orðaforða barna. Þá eru orð skrifuð á blað og safnað í krukku eða myndir settar í krukku og á hverjum degi er dreginn miði eða mynd t.d. við kvöldmatarborðið og jafnvel hengt á ísskápinn. Þá er orðið rætt, t.d. Jólasveinn – hvernig lítur jólasveinninn út, hvað heita jólasveinarnir, hvað gera jólasveinar, hvað heita foreldrar þeirra osfrv. Hægt er að fallbeygja, finna eintölu/fleirtölu, bæta við greini, finna kyn orðsins ofl. þegar börnin eru orðin eldri. Einnig er hægt að búa til setningu sem inniheldur orðið á miðanum eða myndinni. Oft geta skapast miklar og skemmtilegar umræður um eitt einfalt orð og um leið skapar það samveru og tækifæri til að tjá sig. Hægt er að aðlaga Orð dagsins eða Mynd dagsins að aldri barna á heimilinu og vera með flóknari orð eða orðasambönd þegar börnin eru orðin eldri. Í aðdraganda jóla er oft mikið um að vera og að mörgu að huga. Reynum samt að skapa stundir þar sem fjölskyldan gerir eitthvað saman og kostar ekki mikið t.d. Eigum kvöldstund þar sem borðspil eru spiluð, fjölskyldan perlar saman, púslar, föndrar eða gerir eitthvað annað í rólegheitunum saman. Litum jólamyndir og æfum heiti litanna í leiðinni. Horfum á jólamynd og ræðum söguþráðinn - hvað gerðist ímyndinni, af hverju gerðist það og hvað hefði gerst ef… Hlustum á jólalög og ræðum orð sem eru erfið eða öðruvísi í textanum, pælum í orðunum. Lesum bók við kertaljós eða með heitt kakó - skoðum myndirnar saman, ræðum orð sem eru erfið, rifjum upp hvað við lásum síðast og drögum ályktanir út frá myndum eða heitum á kafla bókarinnar. Bökum saman eða eldum matinn saman - það er heilmikil málörvun í að lesa uppskriftir og skipta með sér verkum. Þetta eru meðal annars einfaldar leiðir til að eiga samverustundir. Hver svona stund er svo dýrmæt og getur haft mikil áhrif á málþroska barna, þ.m.t. orðaforða, skilning og tjáningu. Einnig styrkir það tengsl því öll börn hafa þörf fyrir tengingu sem er stór partur af þroska þeirra. Munum að við foreldrar/forráðamenn erum besta fyrirmynd barnsins þegar kemur að málþroska og við gegnum veigamestu hlutverki í lífi barnanna okkar. Við gegnum lykilhlutverki þegar kemur að örvun málþroskans. Börn auka orðaforða sinn, tjáningu og skilning í gegnum samskipti við aðra og því er mjög mikilvægt að þau fái mörg tækifæri til þess með samskiptum við foreldra/forráðamenn sína og fjölskyldu. Gefum börnunum okkar þá allra bestu jólagjöf sem við getum gefið þeim – gefum þeim tíma okkar, samveru, nærveru og sköpum um leið góðar minningar. Nýtum jólafríið og þær stundir sem við eigum í fríinu til að tala saman, syngja saman, spila saman, leika saman, lesa saman og umfram allt bara vera saman. Hér fyrir neðan er hugmynd að jólabingó sem skemmtilegt er að nota í jólafríinu og skapa um leið góðar stundir og dýrmætar minningar. Gleðileg jól og njótið samverustundanna Höfundar eru talmeinafræðingar. Tengd skjöl jolabingoPDF214KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla er mikilvægt að staldra við og huga að því hvað í raun skiptir máli. Börnin okkar vaxa úr grasi og þroskast hratt og þar á meðal málþroskinn. Börn læra þó ekki orð af sjálfu sér, við þurfum að kenna þeim orðin og er það hlutverk okkar fullorðinna að ýta undir málþroska barnanna okkar með því að vera dugleg að tala við börnin og setja orð á allt sem við gerum. Þegar börn svo hafa lært orðin og nýta sér þau er það okkar hlutverk að víkka þann orðaforða og dýpka skilning á mismunandi orðum. Þetta er ekki síður mikilvægt með börnum sem eiga við einhvers konar málörðuleika að stríða. Flest börn hafa löngun til að tjá sig, vilja samveru með foreldrum/forráðamönnum og una við bókalestur. Því er mikilvægt að skapa þessi tækifæri fyrir öll börn. Börn þurfa að hafa tækifæri til að tjá sig og fá hvatningu svo þau finni að það er þess virði að tjá sig og á þau sé hlustað. Nýtum umhverfið í að auka málþroska barnanna. Hvort sem er í búðinni, í bílnum, heima, í baði, í göngutúr, í sundi, á ferðalagi og hvar sem við erum stödd. Almenn málörvun barna fer nefnilega ekki einungis fram í leikskólanum, skólanum eða í skipulögðum málörvunarstundum. Málörvun á sér stað alls staðar! Mikilvægt er að flétta þessa málörvun inn í allt daglegt líf og þá er gott að hafa eftirfarandi ráð í huga: Tölum (og tölum og tölum ..... ) við barnið – málörvun á sér stað alls staðar og öflug málörvun er alltaf gulls ígildi. Verum dugleg að spjalla við börnin í öllu sem við gerum, hvort sem það er í leik eða daglegum athöfnum. Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir mjög miklu máli hversu mikið við tölum við börnin okkar og hversu innihaldsrík þau samskipti eru svo stöðugt bætist í orðaforða og hugtakaskilning þeirra. Munum samt að gefa börnunum svigrúm til að meðtaka það sem við erum að segja og gefum þeim tækifæri til að tjá sig. Sum börn þurfa tíma til að koma hugsunum sínum í orð og þá er mikilvægt að bíða og ekki drekkja börnunum í spurningum eða taka af þeim orðin. Endurtekning – til að lengja tjáskipti barna er mikilvægt að bæta við það sem þau segja t.d. Barnið segir „bangsi“ – að bæta við og segja „já þetta er bangsinn þinn, hann er brúnn og hann er mjög mjúkur“, eða barnið segir „gip“ – að endurtaka með réttum framburði og bæta við og segja „já þetta er skip, það er stórt og siglir á sjónum“. Mikilvægt að endurtaka rétt svo barnið heyri réttan framburð en ekki segja „þú átt ekki að segja gip, þú átt að segja skip“. Ekki þarf að endurtaka hvert einasta orð eða setningu sem barnið segir. Hér gildir að finna jafnvægi og ekki trufla eðlilegt flæði í samræðum. Sjálfstal – mikilvægt er að setja orð á allt sem við gerum bæði innan heimilis og utan þess, t.d. Þegar barnið er í baði er gott að lýsa því sem hinn fullorðni gerir „nú set ég sápu í þvottapokann, ég þvæ hárið, bakið, fæturnar, tásurnar og hendurnar. Síðan skolum við sápuna í burtu. Nú erum við orðin hrein. Nú tek ég þig upp úr og þurrka þér með handklæðinu. Finndu hvað handklæðið er mjúkt“ osfrv. Þegar við erum að elda „Nú ætla ég að steikja egg, þá þarf ég að nota pönnu, steikarspaða, olíu og egg – viltu rétta mér eggin sem eru inni í ísskáp í neðstu hillunni við hliðina á mjólkinni” osfrv. Þegar við þvoum þvottinn “Nú ætla ég að taka úr þvottavélinni, sjáðu, þá þarf ég að nota þvottabalann, finna þvottaklemmur og herðatré og hengja þvottinn upp – viltu rétta mér hvíta balann sem er bak við hurðina” osfrv. Við ýmsar aðrar athafnir, t.d. “Nú erum við að fara í sund, þá þurfum við að fara inn um stóru hurðina og setja skóna okkar í hilluna, síðan þurfum við að fara inn í klefa og fara í sturtu og klæða okkur í sundfötin. Það er gaman í sundi“ osfrv. Með því að nota sjálfstal og setja orð á allt sem við gerum ásamt því að leggja inn einföld fyrirmæli fyrir barnið þá erum við að tengja orð við athafnir og barnið nær enn frekar að tileinka sér þau orð sem við erum að leggja inn. Barnið lærir að hlusta betur og vinna betur úr þeim upplýsingum sem við erum að gefa því. Oft er talað um að foreldrar/forráðamenn eigi að vera nokkurs konar íþróttafréttamenn – þ.e. að lýsa öllu sem foreldri/forráðamaður gerir, öllu sem gerist í kringum barnið og öllu sem fyrir augun ber. Lýsingar – gott er að nota lýsingar með því að lýsa því sem mun gerast næst eða veita nánari upplýsingar um eitthvað sem er ekki endilega hér og nú, t.d. „Þegar þú ert búin/n að borða förum við að bursta tennur, svo háttum við og lesum bók“ Amma og afi koma á eftir í mat og það verður fiskur í matinn. Það er gaman úti að leika og á morgun ætlum við út að leika á leiksvæðinu“. Endurtekningar, sjálfstal og lýsingar ættu alltaf að vera hluti af daglegum samskiptum við barnið til að styðja við málþroska þess. (Þrjár ofangreindar málsgreinar eru unnar upp úr Snemmtæk íhlutun í hnotskurn. Höfundar eru Ásthildur Bj. Snorradóttir og Bergrós Ólafsdóttir). Orð dagsins eða Mynd dagsins (fyrir þau sem yngri eru) er sniðug og skemmtileg leið til að auka orðaforða barna. Þá eru orð skrifuð á blað og safnað í krukku eða myndir settar í krukku og á hverjum degi er dreginn miði eða mynd t.d. við kvöldmatarborðið og jafnvel hengt á ísskápinn. Þá er orðið rætt, t.d. Jólasveinn – hvernig lítur jólasveinninn út, hvað heita jólasveinarnir, hvað gera jólasveinar, hvað heita foreldrar þeirra osfrv. Hægt er að fallbeygja, finna eintölu/fleirtölu, bæta við greini, finna kyn orðsins ofl. þegar börnin eru orðin eldri. Einnig er hægt að búa til setningu sem inniheldur orðið á miðanum eða myndinni. Oft geta skapast miklar og skemmtilegar umræður um eitt einfalt orð og um leið skapar það samveru og tækifæri til að tjá sig. Hægt er að aðlaga Orð dagsins eða Mynd dagsins að aldri barna á heimilinu og vera með flóknari orð eða orðasambönd þegar börnin eru orðin eldri. Í aðdraganda jóla er oft mikið um að vera og að mörgu að huga. Reynum samt að skapa stundir þar sem fjölskyldan gerir eitthvað saman og kostar ekki mikið t.d. Eigum kvöldstund þar sem borðspil eru spiluð, fjölskyldan perlar saman, púslar, föndrar eða gerir eitthvað annað í rólegheitunum saman. Litum jólamyndir og æfum heiti litanna í leiðinni. Horfum á jólamynd og ræðum söguþráðinn - hvað gerðist ímyndinni, af hverju gerðist það og hvað hefði gerst ef… Hlustum á jólalög og ræðum orð sem eru erfið eða öðruvísi í textanum, pælum í orðunum. Lesum bók við kertaljós eða með heitt kakó - skoðum myndirnar saman, ræðum orð sem eru erfið, rifjum upp hvað við lásum síðast og drögum ályktanir út frá myndum eða heitum á kafla bókarinnar. Bökum saman eða eldum matinn saman - það er heilmikil málörvun í að lesa uppskriftir og skipta með sér verkum. Þetta eru meðal annars einfaldar leiðir til að eiga samverustundir. Hver svona stund er svo dýrmæt og getur haft mikil áhrif á málþroska barna, þ.m.t. orðaforða, skilning og tjáningu. Einnig styrkir það tengsl því öll börn hafa þörf fyrir tengingu sem er stór partur af þroska þeirra. Munum að við foreldrar/forráðamenn erum besta fyrirmynd barnsins þegar kemur að málþroska og við gegnum veigamestu hlutverki í lífi barnanna okkar. Við gegnum lykilhlutverki þegar kemur að örvun málþroskans. Börn auka orðaforða sinn, tjáningu og skilning í gegnum samskipti við aðra og því er mjög mikilvægt að þau fái mörg tækifæri til þess með samskiptum við foreldra/forráðamenn sína og fjölskyldu. Gefum börnunum okkar þá allra bestu jólagjöf sem við getum gefið þeim – gefum þeim tíma okkar, samveru, nærveru og sköpum um leið góðar minningar. Nýtum jólafríið og þær stundir sem við eigum í fríinu til að tala saman, syngja saman, spila saman, leika saman, lesa saman og umfram allt bara vera saman. Hér fyrir neðan er hugmynd að jólabingó sem skemmtilegt er að nota í jólafríinu og skapa um leið góðar stundir og dýrmætar minningar. Gleðileg jól og njótið samverustundanna Höfundar eru talmeinafræðingar. Tengd skjöl jolabingoPDF214KBSækja skjal
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun