Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar 18. desember 2024 08:00 UN Women á Íslandi fagnar í dag að 35 ár eru liðin frá stofnun samtakanna hér á Íslandi. Í 35 ár hefur UN Women á Íslandi unnið að því að fræða almenning um stöðu kvenna og stúlkna um allan heim og afla fjár til verkefna UN Women á heimsvísu. Á tímamótum sem þessum er tilefni til að líta yfir farinn veg og rifja upp áfangasigra samtakanna. Saga UN Women á Íslandi hófst árið 1989 þegar nokkrar hugsjónakonur tóku sig saman og stofnuðu landsnefnd UNIFEM á Íslandi. Tíu einstaklingar mættu á stofnfundinn þar sem kosið var í fimm manna stjórn og Sæunn Andrésdóttir kjörin fyrsti formaður landsnefndarinnar. Konurnar sem skipuðu stjórnina lögðu á sig ómælda vinnu til að kynna starfsemi UNIFEM fyrir stjórnvöldum og almenningi, allt í sjálfboðavinnu og samhliða fullri vinnu annars staðar. Fyrstu árin einkenndust af takmörkuðum áhuga og skilningi á málefninu, en á þessum tíma var lítið rætt um þróunarmál á Íslandi og enn síður hugað að jafnréttissjónarmiðum í því samhengi. Með árunum jókst þó áhugi hjá stjórnvöldum, einkageiranum og almenningi fyrir starfi landsnefndar UNIFEM og var það þrotlausri vinnu stjórnar UNIFEM að þakka. Tímamót þegar UN Women var sett á fót Árið 2006 urðu svo tímamót í sögu UNIFEM á Íslandi þegar hægt var að ráða fyrstu starfskonu landsnefndarinnar í fullt starf. Annar stór og mikilvægur áfangi í sögu landsnefndarinnar varð árið 2010 þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ákváðu að sameina UNIFEM-sjóðinn nokkrum smærri rannsóknarstofnunum um kynjajafnrétti innan Sameinuðu þjóðanna. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, var sett á fót og er enn í dag eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem starfar alfarið í þágu kvenna og jafnréttis. Með stofnun UN Women sýndu aðildarríki SÞ í verki hve mikilvæg jafnréttismál eru fyrir framþróun heimsins alls, því það er löngu orðið ljóst að án jafnréttis verður ekki mögulegt að uppfylla önnur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland skásta land í heimi í jafnréttismálum UN Women á Íslandi er ein þrettán starfandi landsnefnda UN Women. Landsnefndirnar eru skráðar sem frjáls félagasamtök og eru ekki reknar í hagnaðarskyni. Helsta hlutverk þeirra er að styðja við verkefni UN Women á heimsvísu með fjáröflun og vitundarvakningu. Átta ár í röð hefur UN Women á Íslandi sent hæstu kjarnaframlög allra landsnefnda UN Women til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi, kallaðir Ljósberar, eru stærstu bakhjarlar samtakanna og eru framlög þeirra ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi geta sent út hæstu kjarnaframlögin ár eftir ár. Að auki stendur UN Women á Íslandi reglulega fyrir fjáröflunum sem eru eyrnamerktar ákveðnum verkefnum eða landssvæðum. Þar má nefna hina árlegu FO-herferð sem hefur frá upphafi safnað hátt í 120 milljónum í verkefni UN Women sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Getum við orðið fyrst í heimi? Verkefni UN Women á heimsvísu er mörg og margþætt en hafa öll sama markmið – að vinna að framgangi jafnréttis og efla konur og stúlkur um allan heim. Þetta er gert með ýmsum leiðum, m.a. í samvinnu og samtali við stjórnvöld ríkja til að þrýsta á lagabreytingar, með því að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð á tímum hamfara og átaka og með fjárstuðningi við kvenrekin félagasamtök, til dæmis í Afganistan. Jafnrétti hefur aldrei fengist án óeigingjarnar baráttu kvenna og bakhjarla þeirra. Og það mun aldrei nást nema öll leggi sín lóð á vogarskálarnar. Á 35 ára afmæli UN Women á Íslandi hvetja samtökin ný stjórnvöld til þess að einsetja sér að verða fyrsta ríki heims til að ná jafnrétti og halda áfram að vera fánaberi jafnréttis á alþjóðavettvangi. Næsta kynslóð Íslendinga gæti þar með orðið fyrsta kynslóðin í mannkynssögunni sem elst upp við kynjajöfnuð. Með þeim hætti getur litla Ísland sannarlega skráð sig í sögubækurnar – en það gerist ekki án fjármagns og samtakamáttar. Við þökkum öllum okkar bakhjörlum; stjórnvöldum, fyrirtækjum og einstaklingum, ómetanlegt samstarf og stuðning í gegnum árin og hlökkum til að halda áfram að breyta heiminum til hins betra fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
UN Women á Íslandi fagnar í dag að 35 ár eru liðin frá stofnun samtakanna hér á Íslandi. Í 35 ár hefur UN Women á Íslandi unnið að því að fræða almenning um stöðu kvenna og stúlkna um allan heim og afla fjár til verkefna UN Women á heimsvísu. Á tímamótum sem þessum er tilefni til að líta yfir farinn veg og rifja upp áfangasigra samtakanna. Saga UN Women á Íslandi hófst árið 1989 þegar nokkrar hugsjónakonur tóku sig saman og stofnuðu landsnefnd UNIFEM á Íslandi. Tíu einstaklingar mættu á stofnfundinn þar sem kosið var í fimm manna stjórn og Sæunn Andrésdóttir kjörin fyrsti formaður landsnefndarinnar. Konurnar sem skipuðu stjórnina lögðu á sig ómælda vinnu til að kynna starfsemi UNIFEM fyrir stjórnvöldum og almenningi, allt í sjálfboðavinnu og samhliða fullri vinnu annars staðar. Fyrstu árin einkenndust af takmörkuðum áhuga og skilningi á málefninu, en á þessum tíma var lítið rætt um þróunarmál á Íslandi og enn síður hugað að jafnréttissjónarmiðum í því samhengi. Með árunum jókst þó áhugi hjá stjórnvöldum, einkageiranum og almenningi fyrir starfi landsnefndar UNIFEM og var það þrotlausri vinnu stjórnar UNIFEM að þakka. Tímamót þegar UN Women var sett á fót Árið 2006 urðu svo tímamót í sögu UNIFEM á Íslandi þegar hægt var að ráða fyrstu starfskonu landsnefndarinnar í fullt starf. Annar stór og mikilvægur áfangi í sögu landsnefndarinnar varð árið 2010 þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ákváðu að sameina UNIFEM-sjóðinn nokkrum smærri rannsóknarstofnunum um kynjajafnrétti innan Sameinuðu þjóðanna. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, var sett á fót og er enn í dag eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem starfar alfarið í þágu kvenna og jafnréttis. Með stofnun UN Women sýndu aðildarríki SÞ í verki hve mikilvæg jafnréttismál eru fyrir framþróun heimsins alls, því það er löngu orðið ljóst að án jafnréttis verður ekki mögulegt að uppfylla önnur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland skásta land í heimi í jafnréttismálum UN Women á Íslandi er ein þrettán starfandi landsnefnda UN Women. Landsnefndirnar eru skráðar sem frjáls félagasamtök og eru ekki reknar í hagnaðarskyni. Helsta hlutverk þeirra er að styðja við verkefni UN Women á heimsvísu með fjáröflun og vitundarvakningu. Átta ár í röð hefur UN Women á Íslandi sent hæstu kjarnaframlög allra landsnefnda UN Women til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi, kallaðir Ljósberar, eru stærstu bakhjarlar samtakanna og eru framlög þeirra ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi geta sent út hæstu kjarnaframlögin ár eftir ár. Að auki stendur UN Women á Íslandi reglulega fyrir fjáröflunum sem eru eyrnamerktar ákveðnum verkefnum eða landssvæðum. Þar má nefna hina árlegu FO-herferð sem hefur frá upphafi safnað hátt í 120 milljónum í verkefni UN Women sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Getum við orðið fyrst í heimi? Verkefni UN Women á heimsvísu er mörg og margþætt en hafa öll sama markmið – að vinna að framgangi jafnréttis og efla konur og stúlkur um allan heim. Þetta er gert með ýmsum leiðum, m.a. í samvinnu og samtali við stjórnvöld ríkja til að þrýsta á lagabreytingar, með því að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð á tímum hamfara og átaka og með fjárstuðningi við kvenrekin félagasamtök, til dæmis í Afganistan. Jafnrétti hefur aldrei fengist án óeigingjarnar baráttu kvenna og bakhjarla þeirra. Og það mun aldrei nást nema öll leggi sín lóð á vogarskálarnar. Á 35 ára afmæli UN Women á Íslandi hvetja samtökin ný stjórnvöld til þess að einsetja sér að verða fyrsta ríki heims til að ná jafnrétti og halda áfram að vera fánaberi jafnréttis á alþjóðavettvangi. Næsta kynslóð Íslendinga gæti þar með orðið fyrsta kynslóðin í mannkynssögunni sem elst upp við kynjajöfnuð. Með þeim hætti getur litla Ísland sannarlega skráð sig í sögubækurnar – en það gerist ekki án fjármagns og samtakamáttar. Við þökkum öllum okkar bakhjörlum; stjórnvöldum, fyrirtækjum og einstaklingum, ómetanlegt samstarf og stuðning í gegnum árin og hlökkum til að halda áfram að breyta heiminum til hins betra fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun