Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2024 20:25 Lucy Letby var sakfelld í fyrra fyrir að hafa myrt sjö börn og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. AP Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. Letby, sem er 34 ára, fékk á sig fimmtán lífstíðardóma fyrir að hafa myrt sjö börn og reynt að myrða önnur sjö á fæðingardeild Countess of Chester-sjúkrahússins, þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Hún bar mál sitt tvisvar upp fyrir áfrýjunardómstóli á þessu ári en tapaði í bæði skiptin. Mark McDonald, lögmaður Letby sagði á blaðamannafundi í dag að Dr. Dewi Evans, sem fór með rannsókn á dánarorsök barnanna, hefði nú snúist hugur svo mjög að hann hygðist biðja dómstólinn í Manchester um að taka mál hennar upp á ný. Dr. Dewi Evans, yfirsérfræðingurinn í rannsókn á dánarorsök barnanna sjö, hafi upphaflega sagt Letby hafa dælt lofti í magaslöngu þriggja barna með þeim afleiðingum að þau létust. Nú hafi Evans snúist hugur í tengslum við rannsóknina og sagt forsendurnar hafa breyst verulega. Því muni hann biðja um að málið verði tekið upp á ný. Á blaðamannafundinum var lesin upp yfirlýsing frá tveimur sérfræðingum í nýburalækningum þar sem fram koma efasemdir um að tvö börn af þeim sjö sem Letby er gefið að sök að hafa myrt, hafi í raun verið myrt. Hægt sé að rekja veikindi þeirra í aðdraganda andlátsins til heilsufarslegra atriða en ekki háttsemi Letby. Í september var greint frá því að rannsókn væri hafin í hennar máli en sú rannsókn sneri aðeins að því hvers vegna stjórnendur sjúkrahússins gripu ekki fyrr inn í. Stefnt er á að niðurstöður úr þeirri rannsókn verði birtar næsta haust. Mál Lucy Letby Bretland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Letby, sem er 34 ára, fékk á sig fimmtán lífstíðardóma fyrir að hafa myrt sjö börn og reynt að myrða önnur sjö á fæðingardeild Countess of Chester-sjúkrahússins, þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Hún bar mál sitt tvisvar upp fyrir áfrýjunardómstóli á þessu ári en tapaði í bæði skiptin. Mark McDonald, lögmaður Letby sagði á blaðamannafundi í dag að Dr. Dewi Evans, sem fór með rannsókn á dánarorsök barnanna, hefði nú snúist hugur svo mjög að hann hygðist biðja dómstólinn í Manchester um að taka mál hennar upp á ný. Dr. Dewi Evans, yfirsérfræðingurinn í rannsókn á dánarorsök barnanna sjö, hafi upphaflega sagt Letby hafa dælt lofti í magaslöngu þriggja barna með þeim afleiðingum að þau létust. Nú hafi Evans snúist hugur í tengslum við rannsóknina og sagt forsendurnar hafa breyst verulega. Því muni hann biðja um að málið verði tekið upp á ný. Á blaðamannafundinum var lesin upp yfirlýsing frá tveimur sérfræðingum í nýburalækningum þar sem fram koma efasemdir um að tvö börn af þeim sjö sem Letby er gefið að sök að hafa myrt, hafi í raun verið myrt. Hægt sé að rekja veikindi þeirra í aðdraganda andlátsins til heilsufarslegra atriða en ekki háttsemi Letby. Í september var greint frá því að rannsókn væri hafin í hennar máli en sú rannsókn sneri aðeins að því hvers vegna stjórnendur sjúkrahússins gripu ekki fyrr inn í. Stefnt er á að niðurstöður úr þeirri rannsókn verði birtar næsta haust.
Mál Lucy Letby Bretland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42