Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2024 20:25 Lucy Letby var sakfelld í fyrra fyrir að hafa myrt sjö börn og gert tilraun til að bana sex til viðbótar. AP Lögmenn Lucy Letby, sem dæmd hefur verið fyrir að bana sjö ungbörnum á tveggja ára tímabili, segja sérfræðingnum sem var yfir rannsókn á máli hennar hafa snúist hugur. Hann muni biðja um að mál hennar verði tekið upp á ný. Letby, sem er 34 ára, fékk á sig fimmtán lífstíðardóma fyrir að hafa myrt sjö börn og reynt að myrða önnur sjö á fæðingardeild Countess of Chester-sjúkrahússins, þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Hún bar mál sitt tvisvar upp fyrir áfrýjunardómstóli á þessu ári en tapaði í bæði skiptin. Mark McDonald, lögmaður Letby sagði á blaðamannafundi í dag að Dr. Dewi Evans, sem fór með rannsókn á dánarorsök barnanna, hefði nú snúist hugur svo mjög að hann hygðist biðja dómstólinn í Manchester um að taka mál hennar upp á ný. Dr. Dewi Evans, yfirsérfræðingurinn í rannsókn á dánarorsök barnanna sjö, hafi upphaflega sagt Letby hafa dælt lofti í magaslöngu þriggja barna með þeim afleiðingum að þau létust. Nú hafi Evans snúist hugur í tengslum við rannsóknina og sagt forsendurnar hafa breyst verulega. Því muni hann biðja um að málið verði tekið upp á ný. Á blaðamannafundinum var lesin upp yfirlýsing frá tveimur sérfræðingum í nýburalækningum þar sem fram koma efasemdir um að tvö börn af þeim sjö sem Letby er gefið að sök að hafa myrt, hafi í raun verið myrt. Hægt sé að rekja veikindi þeirra í aðdraganda andlátsins til heilsufarslegra atriða en ekki háttsemi Letby. Í september var greint frá því að rannsókn væri hafin í hennar máli en sú rannsókn sneri aðeins að því hvers vegna stjórnendur sjúkrahússins gripu ekki fyrr inn í. Stefnt er á að niðurstöður úr þeirri rannsókn verði birtar næsta haust. Mál Lucy Letby Bretland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Letby, sem er 34 ára, fékk á sig fimmtán lífstíðardóma fyrir að hafa myrt sjö börn og reynt að myrða önnur sjö á fæðingardeild Countess of Chester-sjúkrahússins, þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016. Hún bar mál sitt tvisvar upp fyrir áfrýjunardómstóli á þessu ári en tapaði í bæði skiptin. Mark McDonald, lögmaður Letby sagði á blaðamannafundi í dag að Dr. Dewi Evans, sem fór með rannsókn á dánarorsök barnanna, hefði nú snúist hugur svo mjög að hann hygðist biðja dómstólinn í Manchester um að taka mál hennar upp á ný. Dr. Dewi Evans, yfirsérfræðingurinn í rannsókn á dánarorsök barnanna sjö, hafi upphaflega sagt Letby hafa dælt lofti í magaslöngu þriggja barna með þeim afleiðingum að þau létust. Nú hafi Evans snúist hugur í tengslum við rannsóknina og sagt forsendurnar hafa breyst verulega. Því muni hann biðja um að málið verði tekið upp á ný. Á blaðamannafundinum var lesin upp yfirlýsing frá tveimur sérfræðingum í nýburalækningum þar sem fram koma efasemdir um að tvö börn af þeim sjö sem Letby er gefið að sök að hafa myrt, hafi í raun verið myrt. Hægt sé að rekja veikindi þeirra í aðdraganda andlátsins til heilsufarslegra atriða en ekki háttsemi Letby. Í september var greint frá því að rannsókn væri hafin í hennar máli en sú rannsókn sneri aðeins að því hvers vegna stjórnendur sjúkrahússins gripu ekki fyrr inn í. Stefnt er á að niðurstöður úr þeirri rannsókn verði birtar næsta haust.
Mál Lucy Letby Bretland Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tengdar fréttir Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Lokað á grein um barnadráp í Bretlandi Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði. 14. maí 2024 15:42