Uppsagnarbréf á jóladag það eina sem hélt vatni fyrir dómi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2024 19:11 Matreiðslumaður á rétt til rúmlega 1,4 milljóna króna vegna vangreiddra launa á uppsagnarfresti. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag atvinnurekanda til að greiða fyrrum launþega sínum, matreiðslumanni, 1,4 milljónir króna vegna vangoldinna launa og orlofs. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að matreiðslumaðurinn hafi hafið störf á veitingahúsi hjá hinum stefnda í desember 2022. Ekki hafi verið gerður skriflegur ráðningarsamningur. Tæpu ári síðar, þann 30. nóvember 2023, hafi hann vegna mikilla anna verið kallaður til vinnu þrátt fyrir að vera ekki skráður á vakt. Að þeirri vakt lokinni hafi matreiðslumaðurinn rætt við yfirmann sinn vegna þess að hann hafi ekki fengið launaseðil. Yfirmaðurinn hafi þá sagt honum að til þess gæti komið að hinn stefndi þyrfti að segja matreiðslumanninum upp störfum. Tæpum mánuði síðar, á jóladag, hafi matreiðslumaðurinn fengið uppsagnarbréf í tölvupósti. Bréfið hafi verið dagsett þann 30. nóvember, daginn sem matreiðslumanninum hefði verið tjáð að hann gæti átt von á uppsögn. Síðar hafi maðurinn fengið bréfið með bréfapósti á heimili sitt. Tveimur dögum eftir að hann hafi fengið uppsagnarbréfið í tölvupósti hafi hann mætt á skipulagða vakt enda tilbúinn að vinna upp kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest. Hann hafi aftur á móti verið sendur heim af vaktinni og honum tjáð að starfskrafta hans væri ekki lengur óskað. Þaðan í frá hafi hann ekki fengið greidd laun. Of mikið í símanum Matreiðslumaðurinn höfðaði mál fyrir dómi eftir að hafa með bréfi skorað á stefnda að greiða þau laun sem upp á vantaði og fengið höfnun. Stefnukrafan var byggð á því að matreiðslumaðurinn hafi ekki fengið greidd laun á kjarasamningsbundnum uppsagnarfresti, til loka febrúar 2024. Fyrir dómi bar atvinnurekandinn fyrir sig að eftir vaktina sem matreiðslumaðurinn tók þann 30. nóvember hafi honum verið tjáð að óánægja væri um frammistöðu hans. Til að mynda eyddi hann of miklum tíma í símanum á vinnutíma. Því þyrfti að segja honum upp. Stefndi sagði fyrirsvarsmann sinn hafa rétt honum uppsagnarbréf í umræddu samtali. Matreiðslumaðurinn hafi neitað að skrifa undir uppsagnarbréfið, tekið það og strunsað burt. Í desember hafi hann verið reglulega minntur á að hann þyrfti að skrifa undir bréfið. Kom grátandi inn í eldhús en ekkert bréf í augnsýn Við aðalmeðferð málsins sagðist vitni, starfsmaður veitingastaðarins, aftur á móti ekki hafa orðið var við að matreiðslumaðurinn héldi á bréfi umrætt kvöld. Hann hafi komið grátandi inn í eldhús og tjáð starfsmönnum að atvinnurekendurnir hafi „reynt að reka“ sig. Í dóminum segir að með vitnisburðinum sé ekki komin fram full sönnun um að manninum hafi verið sagt skriflega upp störfum umrætt sinn. Skilaboð sem matreiðslumaðurinn sendi á hópspjall þann 2. desember styðji enn fremur málatilbúnað hans um að honum hafi ekki verið skriflega sagt upp tveimur dögum fyrr. Að mati dómsins hafi hinn stefndi því ekki sýnt fram á að manninum hafi verið skriflega sagt upp störfum þann 30. nóvember 2023. Samkvæmt almennum reglum vinnuréttar miðist uppsögn við mánaðamót og tilkynning um uppsögn starfsmanns bindi hann því einungis frá því tímamarki sem hún sé komin til hans og hann geti kynnt sér efni hennar. Stefnanda hafi verið afhent uppsagnarbréfið á jóladag, 25. desember 2023, og geti uppsagnarfrestur því í fyrsta lagi byrjað að líða um mánaðamótin desember 2023 og janúar 2024. Matreiðslumaðurinn ætti því rétt til til launa fyrir janúar og febrúar 2024, en samkvæmt kjarasamningi miðaðist uppsagnarfrestur við tvo mánuði. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi atvinnurekandann til að greiða matreiðslumanninum rúmlega 1,4 milljónir vegna vangreiddra launa og orlofs ásamt dráttarvöxtum. Þá var stefndi dæmdur til að greiða manninum hálfa milljón í málskostnað. Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms kemur fram að matreiðslumaðurinn hafi hafið störf á veitingahúsi hjá hinum stefnda í desember 2022. Ekki hafi verið gerður skriflegur ráðningarsamningur. Tæpu ári síðar, þann 30. nóvember 2023, hafi hann vegna mikilla anna verið kallaður til vinnu þrátt fyrir að vera ekki skráður á vakt. Að þeirri vakt lokinni hafi matreiðslumaðurinn rætt við yfirmann sinn vegna þess að hann hafi ekki fengið launaseðil. Yfirmaðurinn hafi þá sagt honum að til þess gæti komið að hinn stefndi þyrfti að segja matreiðslumanninum upp störfum. Tæpum mánuði síðar, á jóladag, hafi matreiðslumaðurinn fengið uppsagnarbréf í tölvupósti. Bréfið hafi verið dagsett þann 30. nóvember, daginn sem matreiðslumanninum hefði verið tjáð að hann gæti átt von á uppsögn. Síðar hafi maðurinn fengið bréfið með bréfapósti á heimili sitt. Tveimur dögum eftir að hann hafi fengið uppsagnarbréfið í tölvupósti hafi hann mætt á skipulagða vakt enda tilbúinn að vinna upp kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest. Hann hafi aftur á móti verið sendur heim af vaktinni og honum tjáð að starfskrafta hans væri ekki lengur óskað. Þaðan í frá hafi hann ekki fengið greidd laun. Of mikið í símanum Matreiðslumaðurinn höfðaði mál fyrir dómi eftir að hafa með bréfi skorað á stefnda að greiða þau laun sem upp á vantaði og fengið höfnun. Stefnukrafan var byggð á því að matreiðslumaðurinn hafi ekki fengið greidd laun á kjarasamningsbundnum uppsagnarfresti, til loka febrúar 2024. Fyrir dómi bar atvinnurekandinn fyrir sig að eftir vaktina sem matreiðslumaðurinn tók þann 30. nóvember hafi honum verið tjáð að óánægja væri um frammistöðu hans. Til að mynda eyddi hann of miklum tíma í símanum á vinnutíma. Því þyrfti að segja honum upp. Stefndi sagði fyrirsvarsmann sinn hafa rétt honum uppsagnarbréf í umræddu samtali. Matreiðslumaðurinn hafi neitað að skrifa undir uppsagnarbréfið, tekið það og strunsað burt. Í desember hafi hann verið reglulega minntur á að hann þyrfti að skrifa undir bréfið. Kom grátandi inn í eldhús en ekkert bréf í augnsýn Við aðalmeðferð málsins sagðist vitni, starfsmaður veitingastaðarins, aftur á móti ekki hafa orðið var við að matreiðslumaðurinn héldi á bréfi umrætt kvöld. Hann hafi komið grátandi inn í eldhús og tjáð starfsmönnum að atvinnurekendurnir hafi „reynt að reka“ sig. Í dóminum segir að með vitnisburðinum sé ekki komin fram full sönnun um að manninum hafi verið sagt skriflega upp störfum umrætt sinn. Skilaboð sem matreiðslumaðurinn sendi á hópspjall þann 2. desember styðji enn fremur málatilbúnað hans um að honum hafi ekki verið skriflega sagt upp tveimur dögum fyrr. Að mati dómsins hafi hinn stefndi því ekki sýnt fram á að manninum hafi verið skriflega sagt upp störfum þann 30. nóvember 2023. Samkvæmt almennum reglum vinnuréttar miðist uppsögn við mánaðamót og tilkynning um uppsögn starfsmanns bindi hann því einungis frá því tímamarki sem hún sé komin til hans og hann geti kynnt sér efni hennar. Stefnanda hafi verið afhent uppsagnarbréfið á jóladag, 25. desember 2023, og geti uppsagnarfrestur því í fyrsta lagi byrjað að líða um mánaðamótin desember 2023 og janúar 2024. Matreiðslumaðurinn ætti því rétt til til launa fyrir janúar og febrúar 2024, en samkvæmt kjarasamningi miðaðist uppsagnarfrestur við tvo mánuði. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi atvinnurekandann til að greiða matreiðslumanninum rúmlega 1,4 milljónir vegna vangreiddra launa og orlofs ásamt dráttarvöxtum. Þá var stefndi dæmdur til að greiða manninum hálfa milljón í málskostnað.
Dómsmál Veitingastaðir Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira