Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2024 17:16 Fanney Gunnarsdóttir áhugaljósmyndari fagnaði sjónarspilið að morgni 22. nóvember. Fanney Gunnarsdóttir Skær vígahnöttur náðist á mynd á föstudagsmorgni í nóvember. Þrátt fyrir að vera á stærð við steinvölu varð hann talsvert bjartari en skærustu stjörnuhröp er hann splundraðist á heiðskírum morgunhimninum. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur segir að um sé að ræða talsvert bjartara stjörnuhrap en alla jafna. Eftir að hafa fengið ábendingar og síðar myndir af fyrirbærinu geti hann fullyrt að þarna hafi sprungið vígahnöttur. Að auki hefur hann reiknað út hversu stór vígahnötturinn var, og um það bil hvar og í hve mikilli hæð hann sprakk. „Þetta tiltekna fyrirbæri hefur verið lítil steinvala sem hefur verið á fleygiferð um sólkerfið í örugglega fjóra milljarða ára. Sem dag einn varð í vegi jarðarinnar, þannig að þegar húnstingur sér inn í andrúmsloftið og finnur fyrir núningi andrúmsloftsins, byrjar að lýsa og svo stenst hún ekki álagið og springur. Og þegar hann springur verður hann álíka skær eða skærari en Júpíter,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Vígahnötturinn auk annarra stjarna á himni ofan.Fanney Gunnarsdóttir Rykslóðin sem náðist á mynd Fanneyjar Gunnarsdóttur áhugaljósmyndara áætlar Sævar að hafi verið í yfir sextíu kílómetra hæð. Útreikningar hans sýna að vígahnötturinn hafi sprungið í um tólf gráðu hæð yfir sjóndeildarhring. Steinninn hafi líklega sprungið í um eða yfir 400 kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem myndin var tekin eða tæpa 200 kílómetra vestur af Reykjavík, yfir hafinu milli Íslands og Grænlands. „Þetta eru yfirleitt bara örfáar sekúndur. Og yfirleitt alltaf er um að ræða frekar litla steina sem springa fyrir ofan okkur. Þeir eru yfirleitt um sentímetri plús á stærð og þegar þeir eru stærri þá valda þeir meira sjónarspili,“ segir Sævar. Sævar segir vígahnetti reglulega dúkka upp með þessum hætti, til að mynda hafi stærri og myndarlegri vígahnöttur splundrast nærri Reykjavík í lok síðasta árs. Sjá einnig: Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Árið 2022 náðist myndband af vígahnetti springa hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn. Hnötturinn kom ferðamönnum í Norðurljósaleiðangri svo sannarlega á óvart. Geimurinn Reykjavík Tengdar fréttir Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á myndband Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun. 3. nóvember 2023 08:36 Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. 12. september 2023 23:20 Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2019 21:39 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur segir að um sé að ræða talsvert bjartara stjörnuhrap en alla jafna. Eftir að hafa fengið ábendingar og síðar myndir af fyrirbærinu geti hann fullyrt að þarna hafi sprungið vígahnöttur. Að auki hefur hann reiknað út hversu stór vígahnötturinn var, og um það bil hvar og í hve mikilli hæð hann sprakk. „Þetta tiltekna fyrirbæri hefur verið lítil steinvala sem hefur verið á fleygiferð um sólkerfið í örugglega fjóra milljarða ára. Sem dag einn varð í vegi jarðarinnar, þannig að þegar húnstingur sér inn í andrúmsloftið og finnur fyrir núningi andrúmsloftsins, byrjar að lýsa og svo stenst hún ekki álagið og springur. Og þegar hann springur verður hann álíka skær eða skærari en Júpíter,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Vígahnötturinn auk annarra stjarna á himni ofan.Fanney Gunnarsdóttir Rykslóðin sem náðist á mynd Fanneyjar Gunnarsdóttur áhugaljósmyndara áætlar Sævar að hafi verið í yfir sextíu kílómetra hæð. Útreikningar hans sýna að vígahnötturinn hafi sprungið í um tólf gráðu hæð yfir sjóndeildarhring. Steinninn hafi líklega sprungið í um eða yfir 400 kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem myndin var tekin eða tæpa 200 kílómetra vestur af Reykjavík, yfir hafinu milli Íslands og Grænlands. „Þetta eru yfirleitt bara örfáar sekúndur. Og yfirleitt alltaf er um að ræða frekar litla steina sem springa fyrir ofan okkur. Þeir eru yfirleitt um sentímetri plús á stærð og þegar þeir eru stærri þá valda þeir meira sjónarspili,“ segir Sævar. Sævar segir vígahnetti reglulega dúkka upp með þessum hætti, til að mynda hafi stærri og myndarlegri vígahnöttur splundrast nærri Reykjavík í lok síðasta árs. Sjá einnig: Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Árið 2022 náðist myndband af vígahnetti springa hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn. Hnötturinn kom ferðamönnum í Norðurljósaleiðangri svo sannarlega á óvart.
Geimurinn Reykjavík Tengdar fréttir Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á myndband Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun. 3. nóvember 2023 08:36 Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. 12. september 2023 23:20 Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2019 21:39 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á myndband Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun. 3. nóvember 2023 08:36
Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. 12. september 2023 23:20
Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2019 21:39